Akureyri


Akureyri - 27.11.2014, Blaðsíða 20

Akureyri - 27.11.2014, Blaðsíða 20
20 44. tölublað 4. árgangur 27. nóvember 2014 leikur sér að andlitum „Ég veit ekki hvort myndlistinni var beinlínis haldið að mér í æsku, en það var mikil myndlist í kringum mig þegar ég var barn, málverk á öllum veggjum og svona. Ég hafði líka mjög snemma aðgang að pappír og litum. Afi minn, Einar Helgason, sem var myndlistarmaður sagði mér mikið til, ég heimsótti hann um árabil einu sinni til tvisvar í viku og það var nánast formleg kennsla. Svo er pabbi arkítekt og hluti þess að vera artítekt er að teikna, hann hjálpaði mér líka. Svo er líka til alveg hellingur af bókum um myndlist heima,“ segir Úlfur Logason, 16 ára nemi við listnámsbraut VMA. Þegar einhver segir: úlfur, úlfur, þýðir það gjarnan að sá sem mælir þyki ómarktækur. Er þar vitnað til gamals ævintýris sem kenn- ir manni að vara ekki við hættu sem engin er. En það er full ástæða til að taka mark á Úlfi Logasyni. Athygli vakti síðastliðið sum- ar þegar hann hélt fyrstu myndlistarsýningu sína í Kartöflugeymslunni, einmitt í sýn- ingarsal hjá föður sínum Loga Má Einars- syni arkitekt. Öll verkin hans Úlfs seldust á nokkrum klukkutímum og þótti fádæmi. Það skal bara viðurkennt að ég hef ekki áður tekið opnuviðtal við svo ungan mann. Hvokri veit ég nákvæmlega hvers ég á spyrja né á hann kannski auðvelt með að svara mér. Samkvæmt löglegri skilgreiningu er Úlfur barn en samt eru myndirnar hans afsprengi hins þroskaða og mótaða. Hann segist hafa mest gaman af að mála manneskjur, andlit og fólk. Myndlistin eigi þó ekki ein huga hans. Hann hafi einnig starfað við lifandi myndir, hann lesi bækur, hlusti á tónlist og eigi hóp skapandi vina eins og vera ber á framhaldsskólaárunum. Drjúgur hluti spurninganna miðar að því að reyna að ná fram af hverju hann sé svona góður en samt svo ungur. Honum finnst augljóslega pínu vandræðalegt að ræða það en nefnir ekki bara hvatningu pabba hans og föðurafa heldur einnig þátt móður sinnar, Arnbjargar Sigurðardóttur lögmanns, í því að móta hann sjálfan sem manneskju. Svo hafi hann einnig sótt ýmis námskeið, t.d. í olíumálun hjá Stefáni Boulter í Myndlistarskólanum á Akureyri. Það gagnist honum mjög vel. Úlfur bæði teiknar og málar með olíulitum. Hann segist síst gefinn fyrir að mála með vatnslitum en stefni að því að auka færni sína á því sviði síðar. Ekki beint agaður – og þó! „Ég er ekki beinlínis öguð manneskja en ég hef samt eitthvað, held ég, sem dugar til að beisla kaótíkina þegar maður þarf að koma mynd saman.“ Lífið er blanda af aga og kaótík. En þegar allt kemur til alls eigum við okkur öll áhrifavalda. Man Úlfur eftir einhverri reynslu, einhverju augnabliki sem breytti lífi hans í árdaga eða þróaðist myndlistargáfan hægt og hljótt? „Nei, það var ekkert eitt móment sem „Mér finnst í raun flest fólk vera áhugavert viðfangsefni en ég er hrifnastur af svolítið grótesku fólki, eldri karlmönnum sem dæmi,“ segir Úlfur Logason. Táningurinn sem málar myndir sem allir vilja eiga.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.