Akureyri


Akureyri - 27.11.2014, Side 10

Akureyri - 27.11.2014, Side 10
10 44. tölublað 4. árgangur 27. nóvember 2014 Gífurlegt úrval af gönguskíðum 15 ár frá banaslys- inu í Mývatni Í gær, 26. október, voru fimmtán ár liðin síðan þrír menn drukknuðu í Mývatni. Einn heimamaður og tveir starfsmenn Landssímans létust eftir að rof varð á símasam- bandi vegna bilunar á símastreng í vatninu. Unnið var að viðgerð á strengnum þegar slysið varð. Fyrir fimm árum var afhjúpaður minnisvarði um rafiðnaðarmennina tvo sem létust í slysinu en hann er staðsettur á Grímsstaðaöxl í landi Grímsstaða við Mývatn. Þá er rekið fuglasafn til minningar um þriðja manninn sem lést í vatninu þennan örlagaríka dag. a Framtíðarsýn um íþróttasvæðið Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla og for- maður byggðarráðs í Dalvíkurbyggð, vill taka fram vegna fréttar blaðsins í síðustu viku að Björn Snorrason hafi greitt atkvæði gegn hálfum gervigrasvelli í október 2013. Nú- verandi byggðarráð hafi hafnað er- indi UMFS um heilan gervigrasvöll, sbr. bókun fundar byggðarráðs á fundi 13. nóvember sl. þar sem seg- ir: „Byggðaráð hefur farið yfir erindi UMFS þar sem óskað er eftir styrk upp á 150 m.kr. í til byggingar gervi- grasvallar og æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir en samkvæmt kostn- aðaráætlun er um að ræða fram- kvæmd upp á 230 m.kr. Auk þess kæmi til kostnaður vegna hitalagnar að velli að upphæð áætluð 15 m.kr. Breyttar forsendur í rekstri sveitar- félagsins á komandi árum kalla á enn skýrari forgangsröðun verkefna og því ekki svigrúm að koma til móts við þetta erindi. Byggðaráð sam- þykkir með 3 atkvæðum að það geti ekki orðið við erindinu. Byggðaráð samþykkir jafn- framt með 3 atkvæðum að veita UMFS styrk til átaks í endur- bótum á æfingasvæði að upphæð 3,0 m.kr árið 2015. Núverandi samningur við UMFS rennur út 31.12.2015 og við endurskoðum á þeim samningi telur byggðaráð mikilvægt að taka til umfjöllunar framtíðar uppbyggingu á núver- andi svæði og mögulega aðkomu sveitarfélagsins að því. Fyrir þann tíma telur byggðaráð mikilvægt að deiliskipulag íþróttasvæðis liggi fyrir. Byggðarráð samþykkir sam- hljóða með 3 atkvæðum ofan- greinda tillögu að afgreiðslu.“ Á fundi 20.11.2014 var þetta bókað: „Í samráði við fulltrúa stjórn- ar UMFS á fundinum samþykkir byggðarráð með 2 atkvæðum að setja saman 6 manna vinnuhóp; 3 fulltrúa frá UMFS og 3 fulltrúa frá Dalvíkurbyggð. Byggðarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn, í samráði við stjórn UMFS, og að erindisbréfið fari síð- an fyrir byggðarráð til umfjöllun- ar og afgreiðslu. Hluti af verkefni þessa vinnuhóps væri að fara yfir framtíðarsýn hvað varðar upp- byggingu á íþróttasvæðinu.“ a Hrísbraut 1 - 780 Höfn Hornarði - solsker.is - 892-8945 Gæðamakríll frá Hornafirði Sólsker er tilnefnt til Fjöreggsins 2014 fyrir frumkvæði við nýtingu á makríl og fyrir afurðirnar Makrílpaté og Heitreiktan makríl. Sólsker hlaut gullverðlaun í okki heitreyktra skafurða í Svíþjóð í Östersund 2013 fyrir heitreyktan makríl. Sólsker leggur áherslu á umhversvænar veiðar og vinnslu og framleiðir sínar afurðir í matarsmiðjunni á Höfn. Felgulökkun Sandblásum og lökkum felgur undir öll farartæki. Haf ið samband og kynn ið ykkur mál ið ! D r a u p n i s g a t a 7 m l s í m i 4 6 2 - 6 6 0 0 / 8 9 7 - 8 4 5 4 l p o l y a k @ s i m n e t . i s Áttu vandaðar felgur sem farnar eru að láta á sjá? Notum innbrennda duftlökkun sem er slitsterkasta lökkunaraðferð sem býðst og hentar því einstaklega vel til lökkunar á bílfelgum. Það borgar sig að láta okkur duftlakka gömlu felgurnar og gera þær sem nýjar. Lökkum / húðum einnig alla málma og gler. Er ekki tímabært að lagfæra felgurnar fyrir veturinn?

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.