Akureyri


Akureyri - 27.11.2014, Blaðsíða 1

Akureyri - 27.11.2014, Blaðsíða 1
44. tölublað 4. árgangur 27. nóvember 2014 VI KU BL AÐ „Kostaði mig næstum lífið“ Bónus hefur dregið til baka málsókn gegn verslunarstjóra á Akureyri að sögn verslunarstjórans. Fyrir þremur árum sökuðu Bónusmenn Óðin Svan Geirsson um þjófnað þar sem honum var gefið að sök að hafa rænt vörum úr búðinni sem hann stýrði. „Þeir hafa nú þurft að draga málið gegn mér til baka og gera upp við mig laun sem ég átti inni hjá þeim,“ segir Óðinn. Í Akureyri Vikublaði fyrir þremur árum viðurkenndi Óðinn að hafa tekið hluti í búðinni án þess að greiða fyrir þá. „Það voru heimskulegar réttlætingar í gangi hjá mér. Ég hegðaði mér eins og ég ætti búðina. Samt var þetta ekki meira en brot af daglegri neyslu matar og að- eins innan veggja búðarinnar,“ sagði hann þá. Spurður í hverju vörn hans hafi falist svarar Óðinn Svan því ekki beint. Ákveðin óreiða hafi verið í kringum hann á þessum tíma, hann hafi ekki verið með allt á hreinu. Meðferðin sem hann og fjölskylda hans hafi orðið fyrir af hállfu Bónuss hafi þó verið með eindæmum og í engu samræmi við málið þegar það kom upp. „Þeir gengu mjög harkalega fram í þessu máli gegn mér, það kostaði mig næstum lífið. En ég kom niður á lapp- irnar aftur. Lífið leikur við mig,“ segir Óðinn Svan sem rekur nú lítið bakarí og kaffihús á skíðasvæði í Noregi. -BÞ Ásýnd eldgossins í Holuhrauni hefur breyst á þeim 88 dögum sem það hefur staðið. Kvikan æðir nú á milli gíganna sem einn væri og rennur ofan eftir brún þeirra niður á slétturnar austan við eldstöðina. Hraunflóðið er ægifagurt í ljósaskiptunum eins og þessi mynd, sem tekin var í útsýnisflugi í fyrradag sýnir glögglega. Völundur flóra * * * * * Erwin van der Werve / Innrömmuð rými / 29. nóvember - 23. desember 2014 * * * * * Hafnarstræti 90 / 600 Akureyri / 6610168 / floraflora.is / opið fim.-fös. kl. 11-18 og lau. 11-16 S: 571-9331 - akureyri@boggmisetrið.is - www.boggmisetrið.is OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 12:00 - 22:00 HEFUR ÞÚPRÓFAÐBOGFIMI ? AUSTURSÍÐA 2 - 603 AKUREYRI Barnavöruverslun með öll helstu merkin í boði í dag Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.