Akureyri - 27.11.2014, Qupperneq 4
4 44. tölublað 4. árgangur 27. nóvember 2014
Vappa um á lóðum bæjarbúa
Dag eftir dag vappa villtar kanínur
nú um garða íbúa á Akureyri. Þetta
staðfesta íbúar í Mosateig og flagga
ljósmyndum máli sínu til sönnunar.
Kanínurnar sáust fyrst í húsgörð-
um í sumar. Þær eru taldar koma
úr Kjarnaskógi, norðan bæjarins,
þar sem stofn hefur hafist við um
margra ára skeið.
„Þær er mörgum til ama, þarna
eru víða fallegir garðar og fólk er
hrætt um að þær skemmi þá. Þær
hafa grafið holur og þær eru að
naga börk,“ segir íbúi við Mosateig
sem blaðið ræddi við.
Íbúar segja tvær hliðar á málinu.
Sumpart séu kanínurnar augna-
yndi. Börn hafi gaman af að fylgjast
með háttalagi þeirra og þær veki
stundum kátínu. En hvort einnig
megi líta á þær sem meindýr og
plágu sé önnur saga.
Síðastliðið sumar voru fluttar
fréttir af því að kanínur í Kjarna-
skógi hefðu valdið umtalsverðum
skemmdum á trjágróðri í fyrravet-
ur. Þær lögðust á ákveðnar tegundir,
nöguðu börk af sjaldgæfum trjám
og skrautrunnum svo gróður drapst.
Í grein sem birtist í Morgunblað-
inu árið 1993 sagði að villtar kan-
ínur lifðu ekki af harðan vetur. Það
á ekki við lengur og má rifja upp
að veturinn 2012-2013 var einkar
harður í Eyjafirði. “Það á ekki að
sleppa dýrum sem hafa verið í haldi
út á guð og gaddinn. Þetta er sams
konar mál og með hunda og ketti
sem fólk er orðið leitt á en hefur
ekki geð í sér að láta svæfa. Þetta
á ekki að eiga sér stað,” sagði Ævar
Petersen hjá Náttúrufræðistofnun
í samtali við Morgunblaðið fyrir
21 ári þegar umræða fór fram um
villtar kanínur í Öskjuhlíðinni.
Eftir því sem næst verður kom-
ist hefur heyrt til undantekninga
að kanínur sjáist inn í miðri byggð
á Akureyri fyrr en þetta árið. Nú er
rætt um „innrás kanínunnar“. -BÞ
Enn leynir Menningarfé-
lag nöfnum umsækjenda
Töluverð ásókn er um þrjár nýjar
stöður stjórnenda hjá Menningarfé-
lagi Akureyrar. Nafnalisti umsækj-
enda hefur verið birtur. Þó hafa
aðeins nöfn sumra umsækjenda
verið birt því félagið skákar enn í
því skjólinu að veita þeim umsækj-
endum nafnleynd sem þess óska.
Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd.
Segir einn menningarfrömuða Ak-
ureyrar, Michael Jón Clarke, að
menn eigi að hafa kjark til að segja
til nafns, enda sé um opinbert félag
að ræða. Sigfríður Þorsteinsdótt-
ir stjórnmálafræðingur sem hefur
m.a. starfað fyrir ráðuneyti segir
ekki heimilt að leyna nöfnum um-
sækjenda eftir að umsóknarfresti
sé lokið. Það gegni öðru máli hafi
umsækjandi dregið umsókn sína
til baka. „Þetta á Akureyrarbær að
vita,“ segir Sigfríður í ummælum
um málið á vef DV.
28 sóttu um stöðu viðburðastjóra,
5 um stöðu tónlistarstjóra og 11
umsóknir bárust um stöðu leikhús-
stjóra. Nöfn 19 umsækjenda um
þessar þrjár stöður hafa enn ekki
verið birt þar sem 19 óskuðu nafn-
leyndar.
Baráttan um stól leikhússtjóra
LA verður ekki síst hörð en þar
sækja meðal annarra um Skúli
Gautason, Anna Bergljót Thoraren-
sen, Símon Birgisson, Jón Páll Eyj-
ólfsson, Jón Gunnar Þórðarson,
Elfar Logi Hannesson og Stefán
Sturla Sigurjónsson. -BÞ
Sameining sýslumannsembætta
sögð skerða þjónustu á Akureyri
Sameining sýsluembættanna
þriggja á Norðurlandi, Akureyri,
Siglufirði og Húsavík sem nú er
unnið að gengur ekki hnökralaust
fyrir sig. Þetta staðhæfir einn
starfsmanna eins sýslumannsemb-
ættisins á Norðurlandi eins og það
er rekið í dag, fyrir breytingarn-
ar. Starfsmaðurinn vill ekki koma
kom fram undir nafni en segir kurr
meðal starfsmanna vegna samein-
ingarinnar.
Að sögn starfsmannsins má rekja
kurrinn til þess að Akureyringar
muni samkvæmt nýja skipulaginu
ekki fá þá sneið af kökunni sem
þeim ber. Ein ástæðan sé að núver-
andi sýslumaður sitji á Siglufirði
en á Húsavík sitji Svavar Pálsson
sem muni taka við hinu nýja sam-
einaða embætti. Er staðhæft að
hvorki Siglufjörður né Húsavík
„taki í mál að sjá af þeim verkefn-
um“ sem staðirnir hafi haft á sinni
könnu. Einhver brögð séu að því að
nágrannar Akureyringa reyni að
sölsa til sín verkefni frá Akureyri.
„Sérstaklega finnst mönnum þetta
áberandi varðandi Siglufjörð, en
Húsavík gengur einnig hart fram,“
segir starfsmaður sýslumannsemb-
ættisins.
Akureyri hefur engan málsvara
til að verja sitt, að sögn starfs-
mannsins. „Þeir sem þar ættu að
standa vaktina virðast ekki þora að
beita sér.“
Uppsagnir áttu ekki að koma til
vegna sameininga embætta á lands-
vísu samvæmt kynningu á málinu
hjá innanríkisráðuneyti. Hermt er
að samt muni starfsfólki fækka á
Akureyri. „Það er margt sem bendir
til að þjónusta muni skerðast á Ak-
ureyri eftir sameiningu, þrátt fyrir
að þar sé umfangið langmest eins
og gefur að skilja þar sem mann-
fjöldi, bankar og fasteignasölur eru
við hvert fótmál,“ segir heimildar-
maður blaðsins.
Svavar Pálsson, sýslumaður á
Húsavík, svaraði ekki skilaboð-
um blaðsins þegar blaðið hugðist
bera fréttina undir hann. Hann
mun taka við sameinuðu embætti
um áramót samkvæmt lögum sem
Alþingi samþykkti síðastliðið vor
um breytingar á umdæmum sýslu-
manna og lögreglustjóra og að-
skilnað embættanna. Sýslumanns-
embættum verður þá fækkað úr
24 í 9. Sýslumaður á Norðurlandi
vestra verður Bjarni G. Stefáns-
son. a
Krútt, meindýr eða hvort tveggja? Myndirnar eru teknar á góðviðrisdegi í síðustu viku í Teigahverfinu á Akureyri.
Aðalheiður Guðbjörg Þiðriksdóttir.
Kraftbílar ehf. // Draupnisgötu 6 // 603 Akureyri // Sími 464 0000 // kraftbilar@kraftbilar.is
www.kraftbilar.is
Hjólastillingar á bílum af
öllum stærðum og gerðum
Framrúðuskipti
Allar almennar bíla
og vélaviðgerðir
Vetrarskoðun