Akureyri


Akureyri - 27.11.2014, Page 6

Akureyri - 27.11.2014, Page 6
6 44. tölublað 4. árgangur 27. nóvember 2014 Tækifæri fyrir Tækifæri! Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi VG á Akureyri, gefur lítið fyrir þær skýringar að erfitt sé að fá hæfar konur í stjórnir fyrirtækja. Akureyri Vikublað vakti athygli á því í síðustu viku að hvorki situr ein einasta kona í stjórn Tækifær- is né varastjórn. Lög kveða á um að hlutur kvenna í stjórnum fyrir- tækja skuli ekki undir 40%. Sóley Björk segir á facebook síðu sinni að það sé „alveg glat- að“ að enginn fulltrúi kvenna sitji í stjórn Tækifæris sem keypti ný- verið N4. Vegna fréttar blaðsins í síðustu viku hefur Sóley Björk, oddviti VG í bæjarstjórn á Akur- eyri, látið búið til netskjal þar sem konur sem vilja sitja í stjórnum eru hvattar til að láta vita af sér. Strax eftir að framtak Sóleyjar Bjarkar varð að veruleika skráði framkvæmdastjóri atvinnumála hjá Akureyrarstofu sig klára til stjórnarsetu, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Albertína leiddi sem dæmi Fjórðungssamband Vest- firðinga áður en hún flutti frá Ísafirði til Akureyrar síðsum- ars. Skömmu áður en blaðið fór í prentun höfðu þrjár aðrar konur sett nöfn sína á listann sem kalla mætti tækifæri fyrir Tækifæri. Það voru þær Guðrún Þórsdóttir, Árný Ingveldur Brynjarsdóttir og Frið- björg Jóhanna Sigurjónsdóttir. Stjórn Tækifæris skipa Stein- grímur Birgisson stjórnarformaður, Bjarni Hafþór Helgason, varafor- maður stjórnar, Dan Jens Brynjars- son fyrir hönd Akureyrarbæjar, Óðinn Árnason og Rúnar Sigur- steinsson. Varastjórn Tækifæris skipa Sverrir Gestsson og Arne Vagn Olsen. Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norður- landi. Félagið er í eigu fyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og vestra og er því hálfopin- ber stofnun. Stærstu eigendur eru Akureyrarbær, KEA og Lífeyris- sjóðurinn Stapi. Hlutafé Tækifæris er 765 milljónir króna. -BÞ „Þetta er alveg sturlað“ „Firringin er alger. Í fyrsta lagi átti hún að segja af sér strax og ljóst var að brotið hafði verið gegn hegningarlögum í hennar ráðu- neyti þar sem valdi var misbeitt í þágu stjórnvalda til að koma höggi á einstakling sem var í eins veikri stöðu gagnvart framkvæmdar- valdinu og hægt er að hugsa sér. Það hefði í raun ekki skipt neinu máli hver var á bakvið lekann né heldur að tækist að sanna hver lak, það var alltaf ljóst að lekinn kom úr ráðuneytinu og þar með voru hegningarlög brotin. Strax og það varð ljóst átti hún að segja af sér,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, lögfræðingur í Grímsey, vegna af- sagnar Hönnu Birnu í stöðufærslu á facebook. „Með þessari afsögn neitar Inn- anríkisráðherra enn að taka póli- tíska ábyrgð, sem er hreint stór- kostleg afneitun, og í þokkabót er því lýst yfir að hún taki hugsanlega við öðru ráðuneyti á kjörtímabil- inu. Þetta er alveg sturlað,“ skrifar Hjalti. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að pólitískur ferill eigi að vera búinn vegna svona máls, en það er alger lágmarkskrafa að kjósendur fái að segja sitt áður en viðkomandi er treyst fyrir nýju embætti. Nýr ráð- herrastóll á næsta kjörtímabili eftir ágætis kosningaúrslit væri full- komlega eðlilegt, en á sama kjör- tímabili er bara alveg fáránlegt. Þetta er orðinn svo mikill farsi að það er hreinlega pínlegt,“ segir lögfræðingurinn. a Saga ÍBA komin út Út er komin bókin, Áfram ÍBA. Saga knattspyrnuliðs Íþrótta- bandalags Akureyrar 1944-1974, eftir Stefán Arngrímsson. Útgef- andi er Völuspá útgáfa. Bókin er í stóru broti og prýdd fjölda mynda. Knattspyrnulið ÍBA var skip- að úrvali leikmanna Akureyrar- félaganna Þórs og KA. Sagt er frá upphafi knattspyrnuiðkunnar á Akureyri, fyrstu keppnisferð- um, sigrum og ósigrum. Stofnun Íþróttabandalags Akureyrar 1944, fyrstu þátttöku ÍBA í Íslandsmóti 1946 og vígslu Akureyrarvallar 17. júní 1951. Þar með var grundvöllurinn lagður og frá 1955 til 1974 tók lið ÍBA ávallt þátt í Íslandsmóti karla í knattspyrnu. Liðið naut geysilegra vinsælda. Það varð frægt fyrir hraða sóknarknattspyrnu og áhorf- endur flykktust á völlinn. Þessi saga er sögð í ítarlegu máli. Ekki er þó aðeins fjallað um fram- göngu ÍBA á Íslandsmóti, heldur er allt knattspyrnusviðið undir; keppn- isferðir til útlanda, heimsóknir er- lendra liða, þjálfarar fá sína umfjöll- un og rýnt er í þróun knattspyrnunnar í heiminum með hliðsjón af því sem var að gerast á Íslandi og Akureyri. Sjónum er einnig beint að eins- tökum leikmönnum, stundum fá þeir orðið, en verkið einkennist af hreinskilni. Þá er talað tæpitungulaust um keppnistímabilið 1970 þegar Hermann Gunnarsson þjálfaði ÍBA-liðið og varð mörgum eftir- minnilegt. Þátttaka leikmanna ÍBA í landsleikjum er einnig í brenni- punkti og kemur þar ýmislegt á óvart enda ekki alltaf sátt þar um, að því er fram kemur í tilkynningu frá úgefanda. a Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Guðrún Þórsdóttir, Árný Ingveldur Brynjarsdóttir og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir. Hanna Birna sagði af sér í vikunni eftir að sannleikurinn í Lekamálinu varð ljós. Völundur Hjalti Ómar Ágústsson lögfræðingur. MERKILEG SAMSTAÐA? Margrét Kristín Helgadóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Bjartrar framtíðar á Akureyri, gerir athugasemd við frétt blaðsins í síðustu viku þar sem sagði af klofningi innan bæjarstjórnar þegar kom að bókun um Reykjavíkurflugvöll. Margrét vill ítreka að hún, Logi Már Einarsson og Sigríður Huld Jónsdóttir hafi sjálf komið með bókun sem var eins og bókunin sem samþykkt var fyrir utan niðurlag. Blaðið hafði ekki upplýsingar um þá bókun þegar það fór í prentun Margrét Helga segir að Logi Már Einarsson hafi lagt fram breytingar- tillögu sem hljóðaði nákvæmlega eins og upprunalega tillagan mínus nokkur orð um Alþingi. „Í raun var samstaðan í þessu máli merkileg,“ segir Margrét Helga. Auglýsingasíminn er 578 - 1190

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.