Akureyri


Akureyri - 27.11.2014, Blaðsíða 21

Akureyri - 27.11.2014, Blaðsíða 21
27. nóvember 2014 44. tölublað 4. árgangur 21 breytti lífi mínu. En mér er sagt að ég hafi verið mjög iðinn við að teikna áður en ég man eftir mér.“ Hvaðan kemur innblásturinn? „Ég hef mestan áhuga á að vinna út frá einhverju sem ég tek eftir á ytra borðinu, ég fæ helst innblástur frá einhverju sem ég rek augun í og vekur áhuga, hvort sem það er myndbygging, litur eða eitthvað annað. Það er frekar þannig en að innblásturinn komi innan frá.“ En við erum að tala um að andlit séu þitt uppáhald – ekki satt? „Jú, andlit og líkamar. Mér finnst í raun flest fólk vera áhugavert viðfangsefni en ég er hrifnastur af svolítið grótesku fólki, eldri karlmönnum sem dæmi. En samt... Þegar ég undirbjó sýninguna mína í sumar reyndi ég vísvitandi að fást alltaf við sama mótívið.“ Þú talar um hið gróteska. Ég hef rekið augun í hnyttna mynd sem þú málaðir af pabba þínum, hann notar þá mynd sem prófílmyndina sína á facebook. Er andlitið á pabba þínum dæmi um hið „gróteska“ sem vekur áhuga þinn? „Já það má alveg segja það.“ Við hlæjum báðir. Úlfur hefur afslappaða og þægilega viðveru. Hann virkar hógvær og gerir heldur minna úr sjálfum sér og eigin hæfileikum en hitt. Nokkur orð um mikilvægi þess að missa tímaskyn En þú sem sagt bæði málar og teiknar. Hver er galdurinn á bak við árangurinn? Mikil vinna? Ertu lengi að vinna málverkin? „Mér finnst teikningarnar heppnast best ef manni tekst að nota sem fæsta drætti. Málverkin geta verið allavega. Ég hætti yfirleitt í málverki annað hvort þegar mér finnst það orðið gott eða þá bara ef maður nær myndinni ekki og málverkið er dautt. Þá er það bara búið, maður fer að gera eitthvað annað. Stundum heppnast mynd á stuttum tíma, stundum heppnast að vinna hana í einni umferð en stundum tekur margar umferðir að klára mynd. En oft finnst mér þó sem málverk missi eitthvað ef maður þarf að taka það í mörgum áhlaup- um, að það missi einhvern ferskleika.“ Þegar þú ert á kafi inni í málverkinu, hverfur tímaskynið þá eins og dögg fyrir sólu? „Já klárlega! Ég hlusta töluvert mikið á músík þegar ég mála. Það er helst að ég átti mig á að tíminn hafi liðið þegar platan er búin og ég heyri ekkert lengur.“ Málarðu oft og iðulega fram á rauðan morgun þegar þú dettur í stuð? „Sko, ég ætla ekki að halda því fram að ég sé alltaf vel sofinn þegar ég mæti í skólann á morgnana en það er ekki endilega vegna þess að ég sé að mála allar nætur.“ Ég veit þú hófst nám við MA en hættir þar og skiptir yfir í VMA eftir eina önn. Hvers vegna? „Ég skráði mig fyrst í VMA en snerist svo hugur og fór í MA. Eyddi þar einni önn, líkaði ágætlega en ég áttaði mig strax á að ég ætti heima á listnámsbraut og þess vegna færði ég mig þangað. Ég er mjög ánægur á listnámsbrautinni í VMA. Í fyrsta lagi finnst mér námið skemmtilegt. Í öðru lagi líkar mér mjög vel við kennarana. Mér finnst ég hafa lært mjög mikið, það að vera í mód- elteikningum tvisvar í viku í skólanum er svo dæmi sé tekið gríðarlega lærdómsríkt.“ Sjónlistir málið í einni mynd eða annarri Svo við reynum að horfa fram í tímann. Ligg- ur fyrir í þínum huga að þú munir helga þig myndlistinni í framtíðinni og að ekkert fái þeim áætlunum raskað? „Ég veit ekki enn að hve miklu leyti það er í mínum höndum en ég sannfærður að í einhverri mynd langar mig að starfa við sjónlistir í framtíðinni, sjónlistir eru mjög vítt hugtak.“ Gætirðu hugsað þér hönnun? „Já.“ Hvað með kvikmyndagerð? Þú hefur aðeins fengist við hana. „Hún er mjög áhugaverð, ég gæti alveg hugsað mér að vinna við kvikmyndir en þá einkum út frá myndlistinni. Ég horfi ekki mikið á kvikmyndir, en góð kvikmyndada- gerð eins og ég sé hana er góð tónlist, góðar bókmenntir og góð myndlist allt í senn þannig að það ekkert er útilokað.“ Sækirðu listsýningar til að fylgjast með straumum og stefnum? „Já, ég reyni að sækja allar sýningar hér á Akureyri og einnig í útlöndum þegar maður er á ferðinni þar, sérstaklega í stærri borgum. Svo notar maður netið líka mikið og bækur.“ Ertu félagslyndur? „Ég er hvorki félagslyndur né andfé- lagslyndur en mér finnst gaman að vera í góðra vina hópi. Ég þarfnast félagsskapar en ég nýt mín líka einn og þarf á því að halda stundum að vera einn.“ Já, ekki málar maður myndir með hjörð af fólki í kringum sig – eða hvað? Er ekki líka sagt að það kalli á einangrun að helga sig listinni? „Ég veit það ekki.“ Hrifnari af manneskjum en landslagi Sérðu fyrir þér að þú munir búa á Akureyri í framtíðinni? „Sko, ég er hrifnari af stærri þéttbýl- iskjörnum.“ Er Akureyri kannski á mörkum þess að dæla í þig nægu súrefni? „Ja, ég veit það ekki. Eiginlega hef ég meira gaman af mannlífi en náttúru. Ég nýt mín best með fóki þegar eitthvað er að gerast.“ Viltu hafa dýmamík í kring? „Já. Ég er eiginlega alveg viss um að ég fari út fyrir landsteinana a.m.k. um tíma svona meðan maður er að gera upp við sig framtíðina.“ Þar sem þú hefur a.m.k. fram til þessa helst heillast af því að mála fólk. Kemur fyrir þegar þú sérð nýtt andlit að þú segir: Ég verð að mála þessa manneskju!? „Ja, það kemur fyrir þegar ég hitti fólk að mig langar að glíma við að mála það, en þótt ég hafi eitthvað fengist við að ná karakter fólks er það eins og ég sagði áðan fyrst og fremst einkenni, skuggi, birta, litur, eitthvað abstrakt, sem heilar mig og kemur mér af stað.“ Frekar en að við séum að tala um að þú sért bullandi skyggn og sjáir mismunandi liti í árum fólks og allt það?! „Já. (hlær). Ég nota andlit sem vettvang til að leika mér. Vettvang til að leika mér með liti eða form.“ Ungt fólk í úreltu stjórnmálakerfi Við ræðum að síðustu nokkur ytri mál. Úlfur segist pólitískur og á ekki langt að sækja það, enda faðir hann varaþingmaður og bæjarfull- trúi. „Pólitíkin brýst ekki fram í myndun- um mínum, en ég hef gaman af að tala um pólitík og hugsa mikið um hana. Ég reyni að vera meðvitaður.“ Hvers vegna? „Það er erfitt að svara því, en ég veit ekki hvernig hægt að aðskilja pólitík frá öðru í heiminum – kannski er það þess vegna sem maður hlýtur að hafa áhuga á pólitík.“ Hvernig slær það þig að aðeins helmingur ungs fólks hafi sótt kjörstaði í síðustu þing- kosningum? „Ég myndi sjálfur alltaf fara á kjörstað og nota atkvæðið mitt en ég skil vel að sumt ungt fólk nenni ekki á kjörstað, það verður að gera greinarmun á þeim sem ekki mæta á kjörstað vegna áhugaleysis og hinna. Það getur verið að ein ástæða þess að ungt fólk kýs ekki sé að fólk sé mjög óánægt með kerfið, það má halda því fram að með því að mæta á kjörstaðð og kjósa sértu að viðhalda kerfi sem þér líkar ekki.“ Hvar staðseturðu sjálfan þig í pólitíkinni? „Ég held það sé óhætt að segja að ég sé mjög langt til vinstri.“ Hefurðu áhuga á að blanda þér í pólitík eins og pabbi þinn? „Ekki sé ég það fyrir mér, en ég held ég muni alltaf taka þátt í pólitík með því að tjá skoðanir mínar og vera aktívur.“ VIÐTAL Björn Þorláksson MYNDIR Völundur Jónsson Ég nota and- lit sem vettvang til að leika mér. Vettvang til að leika mér með liti eða form.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.