Akureyri - 27.11.2014, Side 13
27. nóvember 2014 44. tölublað 4. árgangur 13
Dimmuborgir loga, töfrum líkastar, þvílík heimkynni sem jólasveinar hafa valið sér. Það er snjólétt í heimkynnum jólasveinanna þessa dagana.
„Hvort er nú betra, Stekkja-
staur, ást eða hamingja?“
Töluverð umferð fólks var í
Dimmuborgum sl. sunnudag en
þá buðu mývetnsku jólasveinarnir
eins og alla daga fram að jólum upp
á skemmtun, samræður við börn
á öllum aldri og heimspekilegar
vangaveltur eins og vera ber þegar
jólasveinar eiga í hlut. Stekkjar-
staur var fulltrúi þeirra bræðra.
Ekki er von á honum til byggða
strax en hann notaði tækifærið
þegar hann hitti börnin í borgunum
til að útskýra hvernig væri að sofa
í helli, hvernig Grýla væri (það er
lygi að hún borði börn), hvort hann
væri ekki örugglega ekta, hvort
ástin væri betri en hamingjan ef
Stekkjarstaur yrði að velja bara
annað. Og svo kom ein erfið: Hvort
væri betra, páskar eða jól? Stekkja-
staur svaraði um síðir að hann teldi
jólin skemmtilegri enda fær hann
þá að hitta fólk!
Í helli skammt frá hásæti
Stekkjastaurs fundu smáfættir
rannsóknarblaðamenn eldivið og
fleiri ummerki um jólasveinavist.
Leikur því vart vafi á að Stekkja-
staur segi satt um íverustað jól-
sveinanna.
Svo hefur einnig heyrst að alltaf
sé nóg af jólasveinum af mývetnsk-
um uppruna. Hvort sem þeir séu á
sveimi í Dimmuborgum eða ekki... a Töfrar eldsins útskýrðir.
Greinileg ummerki um jólasveina í þessum helli, eldiviður og allt... ... og ég sá mömmu kyssa jólasvein – nei hann er nú bara að knúsa hana...
Hefði átt Þjóðleikhúsið skilið
Ragnheiður Skúladóttir var ann-
ar tveggja umsækjenda sem lengi
komu til greina sem Þjóðleikhús-
stjóri. Ríkti mikil spenna hvort
þeirra hlyti stöðuna, en mjög dróst
að taka ákvörðun frá því að staðan
var auglýst. Menntamálaráðherra,
Illugi Gunnarsson, valdi um síðir
Ara Matthíasson sem arftaka Tinnu
Gunnlaugsdóttur. Hann skipaði
Ara i embætti Þjóðleikhússtjóra til
fimm ára.
Ragnheiður Skúladóttir, sem
stýrt hefur Leikfélagi Akureyr-
ar síðustu ár, vildi ekki tjá sig um
niðurstöðuna þegar blaðið leitaði
viðbragða hennar.
Í DV segir Valur Grettisson leik-
listargagnrýnandi að hópurinn sem
sótti um starf Þjóðleikhússtjórans
hafi verið „einkennilega slappur“.
„Þar voru engin sérstök nöfn sem
stóðu upp úr auk þess sem það kom
á óvart hversu fáir sóttu um,“ segir
Valur.
Þessu má hæglega mótmæla,
enda hafa störf Ragnheiðar á Akur-
eyri vakið mikla athygli á landsvísu
undanfarin ár. Telja þeir Akureyr-
ingar, kunnugir sarfsemi LA sem
Akureyri Vikublað hefur rætt við, að
listrænn metnaður hafi verið með
mesta móti síðustu vetur í Samkomu-
húsinu. „Á köflum haf verið framin
kraftaverk við erfiðar aðstæður,“ seg-
ir einn menningarfrömuða bæjarins.
Leikfélag Akureyrar hefur
hlotið fjölda verðlauna og viður-
kenningar að undanförnu, ekki síst
fyrir magnaða uppfærslu á Gullna
hliðinu í fyrravetur. Hitt er þó stað-
reynd að aðsókn gesta í Samkomu-
húsið á leikhússtjóraferli Ragn-
heiðar var fremur dræm framan af.
Stefna hennar var að Leikfélag Ak-
ureyri væri framsækið leikhús. Sú
stefna hefur ekki fallið öllum í geð.
Ögrandi verk sem krefjast hugs-
unar leikhúsgestsins hafa verið
sett upp. Sumi hafa hrópað: Loks-
ins, loksins! Aðrir telja að leikhús
sem styrkt er með opinberu fé og
á erfiðum tímum hafi þær skyldur
umfram aðrar að vera aðgengilegt
almenningi.
Hlín Agnarsdóttir leikskáld með
meiru segir í DV um muninn á Ara
og Ragnheiði að þau tvö standi fyr-
ir gjörólík sjónarmið: „Ari er meiri
meginstraumsmaður, hann virðist
ætla að feta í sömu spor og Tinna,
hann segir að hann muni viðhalda
þeirri stefnu sem hún hefur markað,
en Ragnheiður er fulltrúi einhvers
jaðars og nýrrar kynslóðar. Hún
kemur þar að auki úr annarri átt
að því leytinu til að hún er mennt-
uð erlendis, hún hefur það kannski
fram yfir bæði Ara og Tinnu.“
Það verða lokaorðin hér í rimmu
Ara við Ragnheiði. Ari hafði bet-
ur. Illugi valdi Ara. En hefði vitið
í samfélaginu, hefði listin í sam-
félaginu haft betur með ráðningu
Ragnheiðar sem Þjóðleikhússtjóra?
Þeirri spurning verður ekki svarað
að sinni en hún lifir í loftinu... a
PÆLING
Björn Þorláksson