Akureyri


Akureyri - 27.11.2014, Side 14

Akureyri - 27.11.2014, Side 14
14 44. tölublað 4. árgangur 27. nóvember 2014 SPORTIÐ Akureyri.net Sigfús bikarmeistari í kraftlyftingum Um síðustu helgi fór fram Bik- armót Kraftlyftingasambands Ís- lands á Akureyri. Samhliða því var Akureyrarmótið haldið í fertugasta sinn. Kraftlyftingafólk frá Akur- eyri stóð sig afar vel um helgina. Stigahæsti keppandi mótsins var Akureyringurinn Sigfús Fossdal sem nú keppir undir merkjum Vík- ings. Hann lyfti samtals 1018 kg og hlaut 554,2 wilks stig. Þessir keppendur frá KFA unnu til verðlauna: Í 72. kg flokki kvenna sigraði Hulda B. Waage, lyfti samtals 370 kg og hlaut 361 wilks og. Í 84. kg flokki varð Fríða Björk Einarsdótt- ir hlutskörpust, hún lyfti 472,5 kg og hlaut 422,9 stig. Þess má til gam- ans geta að Fríða Björk er aðeins 16 ára gömul. Í flokkum karla varð Darri Már Magnússon hlutskarpastur, hann lyfti 230,0 kg og hlaut 234,8 stig. Í flokki 83 kg. sigraði ,“gamla“ brýn- ið Freyr Aðalsteinsson sem er 56 ára gamall, hann lyfti samtals 620 kg og hlaut 398,5 stig. Í öðru sæti varð Andri Már Jónsson, hann lyfti 355 kg og fékk 227,4 stig. Í flokki 120 kg sigraði Viktor Samúelsson, hann lyfti 915 kg og hlaut 530,7 stig. Elsti keppandi mótsins var hin 62 ára gamla Dagmar Agnarsdótt- ir, hún keppti í 57 kg flokki og lyfti samtals 210 kg og hlaut 246,4 stig. Glæsilegt mót, vel skipulagt og í alla staði KFA til mikils sóma. a Atli Jens og Sveinn El- ías framlengja við Þór Knattspyrnumennirnir Atli Jens Albertsson og Sveinn Elías Jóns- son verða áfram í herbúðum Þórs en þeir framlengdu nýverið samn- inga sína við félagið. Þar með er ljóst að þessir sterku leikmenn spila með Þór í fyrstu deildinni næsta sumar. Atli Jens sem er 28 ára gamall og uppalinn í Þór á að baki 135 leiki með Þór í efstu – og fyrstu deild. Sveinn Elías er einnig 28 ára gam- all á að baki 209 leiki með meist- araflokki í 1., 2. og efstu deild með Leiftri/Dalvík, KA og Þór, þar af eru 126 leikir með Þór. a Á DÖFINNI Íslandsmót á ÍSS á skautum 2014 fer fram í Skautahöllinni á Akureyri dag- ana 28. – 30. nóvember. Á föstudeginum klukkan 17:50 – 19:00 fara fram stuttar æfingar. Á laugardeginum hefst keppni klukkan 08:00, keppni á laugardeginum lýkur laust fyrir klukkan 21:00. Á sunnudeginum hefst keppni klukkan 08:00 og lýkur um klukkan 12:35. Strax að keppni lokinni verður verðlaunaafhending. Laugardaginn 29. nóvember tekur KA á móti Stjörnunni í Mizuna deild karla í blaki í leik sem fram fer í KA heimilinu klukkan 14:00. Þegar liðin mæt- ast eru Stjarnan og KA menn í öðru og þriðja sæti deildarinnar með 7 stig. Sama dag sækir Akureyri Val heim í Vodafonehöllina í Olísdeild karla í handbolta, leikurinn hefst klukkan 16:15. Þá sækir SA Björninn heim á íslandsmótinu í íshokkí karla í leik sem fram fer í Egilshöll, leikurinn hefst klukkan 18:10 Ábendingar um efni í blaðið og á vefinn itrottir@akureyri.net Halldór Hermann Jónsson gengur til liðs við KA Knattspyrnumaðurinn Halldór Hermann Jónsson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í fyrstu deild næsta sumar. Halldór, sem er þrítugur miðjumaður kem- ur frá Val þar sem hann lék síðasta sumar. Þar áður lék hann með Fram og með Safamýrarliðinu lék hann 141 leik í efstu deild og bikar. Hall- dór er uppalinn í Fjarðarbyggð þar sem hann hóf ferilinn með meist- araflokki árið 2001. Frá undirritun. Eiríkur Jóhannsson formaður knattspyrnudeildar, Halldór Her- mann og Bjarni Jóhannsson þjálfari. www.ka-sport.is Atli Jens Albertsson og Sveinn Elías Jónsson. Fyrir aftan þá stendur Donni Sigurðs- son, þjálfari Þórs. Palli Jóh Sigfús Fossdal fer hér upp með 380 kg í hnébeygju Viktor Samúelsson lyfti 300 kg í rétt- stöðulyftu. Hinn 56 ára gamli Freyr Aðalsteinsson tekur á því í hnébeygju

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.