Akureyri


Akureyri - 27.11.2014, Qupperneq 12

Akureyri - 27.11.2014, Qupperneq 12
12 44. tölublað 4. árgangur 27. nóvember 2014 Það skiptir miklu að börnin borði vel. Hádegismatseðill fyrir leik- og grunnskóla VIKA 1 MÁNUDAGUR Gufusoðinn fiskur, Meðlæti:Kartöflur og rúg- brauð Sósa/viðbit:Tómatsósa og smjörvi Hrátt grænmeti: Gúrkur og tómatar Ávextir: Mandarínur og bananar ÞRIÐJUDAGUR Buff eða lifrabuff Meðlæti:Kartöflumauk eða kartöflur Meðlæti:Grænar baunir eða rauðkál Sósa/viðbit:Brún lauksósa Hrátt grænmeti:Ferskt salat Ávextir: Ferskur ananas MIÐVIKUDAGUR Ofnsteiktur fiskur Meðlæti:Kartöflur eða kryddgrjón Hrátt grænmeti:Rifnar gulræt- ur eða ferskt salat Ávextir: Bananar og appel- sínur FIMMTUDAGUR Steiktur kjúklingur Meðlæti:Steiktar kartöflur eða hrísgrjónog maísbaunir Sósa/viðbit:Heit eða köld sósa Hrátt grænmeti:Ferskt salat Ávextir: Melónur FÖSTUDAGUR Skyr Meðlæti:Heitt brauð eða heilhveitibrauð m/sósu eða áleggi Sósa/viðbit:Smjörvi Hrátt grænmeti:Gúrkur og paprikur Ávextir: Bananar og perur VIKA 2 MÁNUDAGUR Steiktur fiskur, Meðlæti:Kartöflur Meðlæti:Blandað grænmeti eða sýrðar gúrkur Sósa/viðbit:Köld eða heit sósa Hrátt grænmeti:Ferskt salat Ávextir: Bananar og appel- sínur ÞRIÐJUDAGUR Hakkbollur eða kjötbollur Meðlæti:Kartöflur eða stapp- að kartöflumauk Meðlæti:Rauðrófur eða rauðkál Sósa/viðbit:Brún sósa eða köld sósa Hrátt grænmeti:Ferskt salat Ávextir: Melónur MIÐVIKUDAGUR Ofnbökuð ýsa Meðlæti: Kartöflur eða hrísgrjón Meðlæti:Soðnar gulrætur Hrátt grænmeti:Ferskt salat Ávextir: Epli og bananar FIMMTUDAGUR Svína eða lambapottréttur Meðlæti:Kartöflumús eða hrísgrjón eða bygg Meðlæti:Brauð eða spaghettí Hrátt grænmeti: Blandað salat Ávextir: Perur og mandarínur FÖSTUDAGUR Pastaréttur Meðlæti:Brauð Sósa/viðbit:Smjörvi Hrátt grænmeti: Ferskt salat Ávextir: Ferskur ananas VIKA 3 MÁNUDAGUR Ofnbakaður fiskur, Meðlæti:Kartöflur eða hrísgrjón Hrátt grænmeti: Gúrkur og paprikur Ávextir: Klementínur og kíwí ÞRIÐJUDAGUR Soðið slátur Meðlæti:Kartöflur eða kart- öflumús Meðlæti:Gulrófur eða rófu- stappa Sósa/viðbit:Hvítur jafningur Hrátt grænmeti:Gúrkur Ávextir: Melónur MIÐVIKUDAGUR Gufusoðinn fiskur Meðlæti:Kartöflur og rúg- brauð Sósa/viðbit:Tómatsósa og smjörvi Hrátt grænmeti:Gúrkur og paprikur Ávextir:Bananar og mandar- ínur FIMMTUDAGUR Grænmetisréttur Meðlæti:Hrísgrjón Meðlæti:Brauð Meðlæti:Maísbaunir Sósa/viðbit:Köld eða heit sósa Hrátt grænmeti:Ferskt salat Ávextir: Appelsínur og epli FÖSTUDAGUR Hrísgrjónagrautur Meðlæti:Slátur MeðlætiKanelsykur Hrátt grænmeti:Gúrkur Ávextir: Ávaxtabakki VIKA 4 MÁNUDAGUR Kjöthleifur eða kjötbúðingur Meðlæti:Kartöflur og grænar baunir Meðlæti:Rauðkál eða rauðrófur Sósa/viðbit:Brún sósa Hrátt grænmeti:Ferskt salat Ávextir: Melónur Drykkur: Vatn ÞRIÐJUDAGUR Silungur eða Ýsuréttur Meðlæti:Kartöflur eða steiktar kartöflureða hrísgrjón Sósa/viðbit:Köld eða heit sósa Hrátt grænmeti:Gúrkur og tómatar eða ferskt salat Ávextir: Epli og kíwí MIÐVIKUDAGUR Soðið eða steikt lambakjöt Meðlæti:Kartöflur eða kart- öflugratín eða hrísgrjón Meðlæti:Steiktar eða soðnar gulrætur eða rófur Sósa/viðbit:Karrýsósa, bún sósa eða grænmetissósa Hrátt grænmeti:Ferskt salat Ávextir: Ferskur ananas FIMMTUDAGUR Fiskipottréttur Meðlæti:Kartöflur eða hrísgrjón Meðlæti:Brauð Hrátt grænmeti:Ferskt salat Ávextir: Appelsínur og bananar FÖSTUDAGUR Kraft eða lauksúpa Meðlæti:Brauð eða bollur Sósa/viðbit:Smjörvi Hrátt grænmeti:Grænmetis- bitar Ávextir: Bananar og epli STOFNANIR AKUREYRARBÆJAR LEIKSKÓLAR » Iðavöllur » Lundarsel » Flúðir » Síðusel » Holtakot » Pálmholt » Sunnuból » Krógaból » Kiðagil » Naustatjörn » Tröllaborgir » Smábær - Hrísey » Leikskóli - Grímsey » Hólmasól » Hlíðaból GRUNNSKÓLAR » Brekkuskóli » Oddeyrarskóli » Glerárskóli » Lundarskóli » Síðuskóli » Giljaskóli » Hlíðarskóli » Naustaskóli » Grunnskólinn - Hrísey » Grunnskólinn - Grímsey » Tónlistarskólinn MENNINGARSTOFNANIR » Amtsbókasafnið » Héraðsskjalasafnið » Bókasafn - Hrísey » Bókasafn - Grímsey » Davíðshús » Sigurhæðir » Minjasafnið Holt Hrísey » Listamiðstöðin Kaupvangsstr. » Félagsheimilið Múli Grímsey » Rósenborg » Akureyrarstofa » Upplýsingamiðstöð Akureyrar » Listasafnið á Akureyri » Iðnaðarsafnið » Minjasafnið á Akureyri » Nonnasafn » Laxdalshús » Gudmans Minde » Leikfélag Akureyrar » Menningarhúsið Hof ÍÞRÓTTAMANNVIRKI » Íþróttamiðstöð Glerárskóla » Íþróttahús Síðuskóla » Íþróttamiðstöð Giljaskóla » Íþróttahöllin » Sundlaug Akureyrar » Íþróttahús Laugagötu » Íþróttamiðstöð - Hrísey » Sundlaug - Grímsey » Hlíðarfjall » Íþróttahúsið Boginn » Félagssvæði Þórs » Félagssvæði KA » Skautahöllin » Akureyrarvöllur » Golfvallarhús AÐRAR STOFNANIR » Ráðhús Geislagötu 9 » Ráðhús Glerárgötu 26 » Skrifstofa Hrísey » Slökkvistöð » Víðilundur þjónustumiðstöð » Bjarg þjónustumiðstöð » Skammtímavistun Þórunnarstræti 99 » Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur » Hæfingarstöðin Skógarlundi » Gámasvæði í Réttarhvammi » Framkvæmdamiðstöð » Strætisvagnar » Lystigarður » Öldrunarheimili Akureyrar » Heilbrigðiseftirlit » Norðurorka » Hafnarsamlag Norðurlands Skáletraðar stofnanir eru sam- starfsstofnanir Akureyrarbæjar sem myndu eiga þess kost að kaupa mat- væli á þeim kjörum sem Akureyrar- bær semur um fyrir sínar stofnanir - kjósi þær það. Bærinn semur við Kjarnafæði um kaup á kjöti fyrir 100 milljónir Akureyrarbær hefur samið við Kjarnafæði um allar kjötvörur fyr- ir allar stofnanir bæjarins næstu þrjú árin. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, staðfestir þetta. Þrír aðilar buðu í samninginn og atti Kjarnafæði m.a. kappi við Norðlenska í útboði um vöruna. Um ræðir 100 milljóna króna samning. Umræða fór fram innan bæjar- ins áður en gengið var að tilboði Kjarnafæðis hvort Kjarnafæði hefði í raun boðið lægst. Gunn- laugur segist telja að svo hafi ver- ið. Mikill fjöldi stofnana á vegum bæjarins mun því fá kjötvörur frá Kjarnafæði næstu þrjú árin. Í út- boðsgögnum segir m.a. að leita skuli hagstæðasta verðs á hverjum tíma og að æskilegt sé að fyrir- tækið sem samið verði við sé með starfstöð á Akureyri. Kjarnafæði er til húsa á Svalbarðseyri beint á móti bænum. Það var hagþjónusta Akureyrarbæjar sem óskaði eftir tilboðum í matvæli og tengdar vör- ur fyrir stofnanir og deildir Akur- eyrarbæjar. Samingurinn gildir til 15. október 2017. Gunnlaugur segir að Kjarnafæði hafi verið með lítinn hluta af síðasta útboði sem gilti í 12 mánuði, þá aðeins í svína- og nautakjöti en nú sé fyrirtækið inni í öllu útboðinu. „Annars höfum við langa sögu með Akureyrarbæ, við höft selt þangað allt frá stofnun fyrirtækisins.“ Stofnanir Akureyrarbæjar kaupa inn matvæli í mismunandi miklu magni hver um sig. Leikskól- ar, grunnskólar og Öldrunarheim- ilin eru með um 90-95% af öllum innkaupum matvæla Akureyrar- bæjar. Segir m.a. í útboðsgögnum: „Vegna aldurs flestra neytendanna (börn og aldraðir) þurfa bjóðendur að geta boðið mjög heilsusamlegar vörur á góðu verði. Hugsanlega verða síðar settar fram kröfur af kaupanda í einhverjum tilvikum um fitu- og saltinnihald vörunnar en þegar bjóðandi forvinnur vöru að einhverju leyti er skilyrt að hann sendi inn með tilboði nákvæma innihaldslýsingu þeirrar vöru sem boðin er,“ segir í útboðslýsingu. Leikskólar, grunnskólar og Öldrunarstofnun eru með matseðla nokkrar vikur fram í tímann. Ak- ureyri Vikublað birtir hér á síðunni dæmi um matseðil fyrir leik- og grunnskóla en leikskólar starfa að mestu allt árið, grunnskólar lítið yfir sumarmánuðina. Bæði leikskólarnir og grunnskólarnir starfa ekki um helgar og grunn- skólarnir taka frí yfir jól og páska. Öldrunarheimilin starfa alla daga ársins. „Þannig er hægt að magn- taka matseðla um leið og matseðill er sendur til seljendanna. Aðrar stofnanir (skrifstofur og fl.) gera yfirleitt matseðla fyrir eina til tvær vikur í senn. Þær stofnanir eru hins vegar ekki skyldugar að kaupa inn samkvæmt samningum við eins- taka tilboðsgjafa en ef þær gera það þá eiga tilboðsverðin að gilda líka gagnvart þeim,“ segir í útboðs- gögnum. Um kjötvörur segir sérstaklega: „Um er að ræða 4 flokka af kjöti þ.e. lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt og hrossakjöt. Bjóða má í alla flokka eða hvern og einn flokk. Bjóðend- ur þurfa að geta afgreitt vöru sem pöntuð er með 2ja til 3ja daga fyr- irvara. Um er að ræða allt frá niður- hlutuðum skrokkum til forunninn- ar vöru. Krafa er gerð um að selj- andi kjötvöru sem forvinnur hana sendi með tilboði nákvæma inni- haldslýsingu um viðbótarefni, fitu- innihald, krydd og fl.“ Einnig segir: „Seljandi skal hafa viðurkennt innra eftirlit með vinnslu- og dreifingarferli sínu. Einnig skal hann hafa tiltækar upplýsingar um uppruna vörunnar og alls þess hráefnis sem í vöruna er notað til að auðvelda rekjanleika. Seljandi skal tryggja að öll aðkeypt aðföng uppfylli allar kröfur sem um þau gilda hverju sinni.“ -BÞ

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.