Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 6

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 6
6 HEImILISBöLIð ER þYNgRa EN TÁRum TaKI U pp úr 1660 kviknuðu á sögur á Skálholtsstað um að sjálf biskupsdóttirin, hin glaðlynda Ragnheiður Brynjólfsdóttir, hefði haft ósæmilegt samneyti við kennara sinn, Daða Halldórsson, sem var mikill kvennaljómi. Brynjólfur biskup, valdamesti og lærðasti maður landsins, mátti ekki vamm sitt vita og gaf dóttur sinni kost á að sanna með eiði í Skálholtskirkju að áburðurinn væri ósannur. Ragnheiður vinnur eiðinn en um níu mánuðum seinna fæðist henni og Daða svo sonurinn Þórður. Hafði hún framið meinsæri? Daði var rekinn af staðnum og sektaður þungum sektum, Þórður litli tekinn af móður sinni og sendur til föðurforeldra sinna. Ragnheiður sem að vonum var í sárum lofaði bót og betrun. Brynjólfur gaf Danakonungi Sæmundareddu, sem nefnd hefur verið Konungsbók Eddukvæða, til þess að fá æru Ragnheiðar uppreista. Svo höfðingleg gjöf dugði, en það reyndist of seint því að Ragnheiður lést áður en konungsbréf kom til Íslands. Þegar biskup missti svo Halldór son sinn, síðastan sjö barna sinna, tók hann Þórð litla Daðason sem sinn ættleidda son. Þórður var hið efnilegasta barn, en ekki var spurt að því þegar sjúkdómar herjuðu. Hann lést ellefu ára gamall. Sorglegri efnisþráð hefði verið erfitt að skálda. Hér á eftir eru raktar nokkrar staðreyndir málsins, sem sumar varpa frekara ljósi á sögu þessa. Persónur og leikendur Brynjólfur biskup Sveinsson var lærðasti maður á sinni tíð á Íslandi. Hann var kosinn biskup árið 1638, þvert gegn vilja sínum. Flestir bera honum vel söguna, hann hafi verið réttsýnn maður. Það kann að skýra það að hann vildi að dóttir hans hreinsaði sig af áburði um saurlífi með eiði. Ragnheiður, dóttir hans, var fædd miðvikudaginn 8. september klukkan 13. Svo nákvæmlega vitum við um fæðinguna því að stoltur faðirinn skráði stundina nákvæmlega. Hún hefur eflaust verið hið líflegasta barn og víst er að faðirinn vildi að hún fengi hina bestu kennslu. Um Ragnheiði var sagt í Biskupasögum Jóns Halldórssonar: „var snemma skörp, skynsöm og mannvænleg og þar fyrir mikið eftirlætisbarn föður síns. Þótti honum vænt um hana og lét bæði kenna henni kvenlegar handyrðir og þær bóklegar menntir, sem kurteisri kvenpersónu vel sómdu.“ Til þess að segja dóttur sinni til fékk Brynjólfur biskup Daða Halldórsson sem hafði þrátt fyrir ungan aldur fylgt biskupi á mörgum ferðum og naut fyllsta trausts hans. Daði var sonur góðs vinar biskupsins. Daði var þó kannski ekki besti kennari til þess að eyða löngum stundum með ungri stúlku í einrúmi. Jón Halldórsson sagnaritari, sem fyrr er nefndur sagði: „Daði . . . átti þó litlu síðar tvíbura við hinni sléttustu [ómerkilegustu] vinnukonu í Skálholti, dóttur Sveins Sverrissonar gamla staðarsmiðs, hvað biskupi var eitt meðal annars til sturlunar, að haft hefði með lökustu ambátt undir eins og dóttur sína.“ Hér mun þó líklega skakka ári um fæðingu tvíburanna eins og Guðmundur Kamban sýndi fram á í grein í Skírni. Þeir fæddust ári fyrr. Biskup hlýtur að hafa vitað um þetta og þar með að Daði gat verið skæður í kvennamálum. Ragnheiður veit þetta væntanlega líka en ást hennar er blind. Kannski komst hún ekki að fjöllyndi Daða fyrr en síðar. Víst er þó að Daði hefur yljað sér um nætur annars staðar en hjá Ragnheiði meðan á kennslu stóð. Sigurður dómkirkjuprestur, sem er illmenni sögu Friðriks Erlingssonar, var vissulega líka sekur um að eignast barn í lausaleik og missti embættið, en það var ekki sama barn og Daði átti með vinnukonunni. Sigurður virðist þó hafa verið iðinn við að lepja rógburð í biskup og upphafsmaður að eiðtökunni, þó að auðvitað hafi hún verið með samþykki biskups. BENEdIKT JÓHaNNESSON RITSTJÓRI Óperan Ragnheiður eftir gunnar þórðarson er magnað verk sem gefur tilefni til þess að rifja upp söguna sem að baki býr. þrátt fyrir að flest fólkið sem í óperunni kom fyrir eigi sér fyrirmyndir í raun og veru, og til hafi verið fólk sem hét þessum nöfnum, er óperan auðvitað skáldverk. þess vegna leyfa höfundar sér að færa atburði í stílinn þannig að þeir falli að sögunni sem þeir vilja segja. Raunverulega sagan var enn dramatískari. Enginn slítur úr sér hjartað

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.