Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 42

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 42
42 Þ annig orti sálmaskáldið séra Valdimar Briem (1848 – 1930) árið 1886. Það ár var enn eitt erfiðleikaárið af mörgum á Íslandi. Vetur var harður og óvenjuleg snjóþyngsli víða. Vorið ætlaði aldrei að koma, enda hafís við land. Sláttur byrjaði seint og heyskapur var erfiður. Aflabrögð víðast rýr. Þá sem oftast var erfitt að búa á Íslandi og seint verður sagt að náttúran hafi leyft landsmönnum að njóta vafans. Við þessar aðstæður telur sálmaskáldið réttast að kveða um fánýti veraldlegra hluta. Hvað stoðar prjál hvort sem er þegar dauðinn er það eina sem landsmenn geta gengið að sem vísu? Lífið gefur ekki tilefni til bjartsýni og eina haldreipið er að betri víst bíði í öðrum heimi. Kirkjan hefur í gegnum tíðina talið sig hafa mikið og ótvírætt leiðbeiningarhlutverk þegar kemur að útskýra fátækt og ríkidæmi fyrir almúganum. Túlkun hennar hefur þó breyst mikið með árunum og þar hafa endurteknar trúardeilur kirkjunnar ráðið miklu. Klemens frá Alexandríu var talinn til svonefndra kirkjufeðra og ber sína ábyrgð á því að kristin kirkja er eins og hún er í dag. Hann starfaði í borginni Alexandríu í Egyptalandi á ofanverðri annarri öld eftir Krist og hafði mikil áhrif á mótun kristinnar trúar með því að hann varð fyrstur kristinna manna til að flétta skipulega saman gríska heimspeki og hina gyðing-kristilegu hugsun. Guðfræðingar nú á dögum tala oft um hann sem einn elsta frumkvöðul vísindalegrar guðfræði. Í bók sinni Hjálpræði efnamannsins fjallar Klemens fyrstur kristinna manna sérstaklega um dæmisögu Jesú um hinn ríka mann, sem er torveldara að fá inngöngu í himnaríki en úlfalda að komast Hvað stoðar þig allt heimsins góss og gæði og gull og silfur, skart og dýrleg klæði, er ber þú utan á þitt dauðlegt hold? Hvar liggur það, þá líkaminn er dauður og langt frá öllu prjáli hvílir snauður í myrkri mold? Veist þú þá ei, að dómsins lúður dynur, þá djásnið fölnar, veldisstóllinn hrynur og gullkálfurinn hjaðnar eins og hjóm? Veist þú þá ei, að ekkert gildi hefur öll auðlegð heims og neina bót ei gefur við Drottins dóm? Vor auðlegð sé að eiga himnaríki, vor upphefð breytni sú, er Guði líki, vort yndi’ að feta’ í fótspor lausnarans, vor dýrðarskrúði dreyrinn Jesú mæti, vor dýrlegasti fögnuður og kæti sé himinn hans. SIguRðuR mÁR JÓNSSON BLaðamaðuR gæðI þESSa HEImS Og aNNaRS auðsöfnun gat vafist fyrir guðhræddum mönnum eins og sést þegar ytri umgjörð kirkjunnar er skoðuð, en lengst af á miðöldum safnaði kirkjan gríðarlegum auði og skammaðist sín ekki fyrir að sýna hann. margir kirkjunnar þjónar töldu auðinn ekki sína eign þó þeir í daglegu amstri færu með hann eins og svo væri. þeir voru vörslumenn auðæfanna og notkunin var fyrst og fremst guði og kirkju hans til dýrðar. um þetta ríkti ekki sátt og með reglubundnu millibili risu upp andhófshreyfingar sem boðuðu meinlæti og fátækt, líka fyrir kirkjunnar þjóna, ekki síst þegar kirkjufeðurnir urðu of gírugir í völd og auðævi Nokkur orð um trú, fátækt og ríkidæmi

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.