Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Síða 47

Vísbending - 23.12.2013, Síða 47
47 Stærsta sveitarfélagið að flatarmáli er aftur á móti Fljót-dalshérað, sem umvefur fimmta fámennasta sveitar-félagið, en í Fljótsdalshéraði búa 3.434, flestir á Egilsstöðum eða 2.500 manns. Stærðin á sveitarfélaginu er nákvæmlega sú sama og Púertó Ríkó eða 8.884 ferkílómetrar, íbúar eyríkisins eru 3,7 milljónir. Næststærsta sveitarfélagið er Skaftárhreppur í Vestur-Skafta- fellssýslu, en á tæplega sjö þúsund ferkílómetrum búa 450 manns. Stærðin þúsund ferkílómetrum meiri en Vesturbakkinn og Gaza, það sem við köllum Palestínu, en þar búa nú 4,3 milljónir. Þriðja stærsta sveitarfélagið er Hornafjörður, rúmlega 6 þúsund ferkílómetrar að stærð, svipað og Skútustaðahreppur, oftast kallaður Mývatnssveit og svo kemur nágranninn Þingeyjar- sveit. Þessi fimm sveitarfélög eru þau einu sem eru meira en fimm þúsund ferkílómetrar að stærð. Seltjarnarnes, minnsta sveitarfélag á Íslandi, er heilir tveir ferkílómetrar, fjórum sinn- um stærra en minnsta ríki veraldar, Vatíkanið.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.