Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 31
31
ljóð við „Ég lít í anda liðna tíð“ og „Svanurinn minn syngur“ og
fleiri af þekktum sönglögum tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns; hann
gerðist héraðslæknir þar í sveitinni 1910 og það má kalla til merkis
um stórhug fólks þar um slóðir að þegar tónskáld þetta hafði rekið á
fjörur þess skaut það saman peningum fyrir engu minna en flygli, og
eru til sagnir um það þegar þetta mikla og þunga hljóðfæri var flutt á
árabáti frá Ísafirði og þangað upp í hafnlausa fjöruna.
Um svipað leyti held ég að afi hafi farið þaðan fulltíða, hann varð
nítján ára í júlí 1910, en tveimur árum fyrr var hann þó enn á Laugalandi
því að þá var þar til húsa fátækt par, Etelríður og Kristmundur, og
svo bar til um þessar mundir, í október 1908, að hún varð léttari þar
á bænum. Ekki mun það hafa gengið hratt eða án erfiðismuna og
mun sautján ára húsmaður, Einar afi Þorbergsson, hafa verið sendur
nokkuð langan veg í rysjóttu veðri eftir yfirsetukonu. Hún kom og
barnið var í heiminn borið og nefnt Aðalsteinn, en er þekktur sem
skáldið Steinn Steinarr. Sem „kvaðst á við fjandann“ eins og segir
í einu hans snilldarkvæða. Um faðerni drengsins hefur margt verið
dylgjað, eins og lesa má um í ævisögu Steins Steinars sem Gylfi
Gröndal setti saman löngu eftir hans dag.
Einar afi, sem komið hafði á Laugaland sem hálfmunaðarlaus
niðursetningur sjö ára gamall varð tvítugur 1911 og samkvæmt
heimildum var hann farinn þaðan þá. Ísafjarðarkaupstaður var þá
eins og síðar merkast pláss í Djúpinu, með alvöru húsum á eyrinni,
verslunum, fiskvinnslu, höfn og útgerð og þangað hlaut leið manna að
liggja. Og ungur var afi kominn þangað og farinn að stunda sjó. Sem
var hættuleg iðja, á næstum hverju ári hurfu og sukku nokkrir bátar
í illviðrum með áhöfnum sínum; það voru góð ár þegar drukknaðir
sjómenn náðu ekki að fylla tuginn. Enda bátarnir opnir og litlir en
hafsjóir stórir og veður höst á Vestfjarðamiðum. Ég held það hafi
verið á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem afi og hans félagar á
lítilli skútu eða mótorbát hröktust undan norðanbáli um vetur suður
um það bil tíu árum eldri og hét Kristín Kristmundsdóttir, en alltaf
kölluð Didd. Hún mun hafa farið frá Laugalandi og út á Ísafjörð á
meðan afi Einar var enn á barnsaldri og þar tók hún að sér móðurlausa
stúlku, Sigríði Valdimarsdóttur, ömmu mína sem síðar varð.
Ekki var nein skólaganga á þeim tímum þarna á Snæfjallaströnd;
kannski komu farkennarar á bæi, en þó held ég ekki, menn gengu til
prests í fermingarundirbúningi; sjálfur hef ég alltaf ímyndað mér (og
þar með haft fyrir satt) að afi hafi lært að lesa á svipaðan hátt og sagt
er um Ólaf Kárason í Heimsljósi, en þar minnir mig að vinnumaður á
sambærilegum bæ hafi dregið fyrir hann bókstafina með priki í moðið
á fjárhúsgólfinu. En hvernig sem það var þá varð afi síðar mjög
hneigður til lestrar og kom sér upp bókasafni sem þótti þess virði að
ánafna eftir hans dag til elliheimilisins á Ísafirði.
En hann var kirfilega af alþýðufólki kominn, þannig
erfiðismönnum á kotbýlum sem ekki áttu bókastofur eins og
fyrirfundust hjá sýslumönnum og prestum; þó var afi afa míns – og
nafni okkar beggja, Einar Fransson – sagður hafa verið skáldmæltur;
einhverntíma hittust þeir (sem mun hafa verið sjaldgæft) og þá fór
Franson með vísu fyrir Þorbergsson; ég man að hún hófst svona:
Einar Kristján, yngismaður... – ekki kveðskapur af því tagi sem fer
í sýnisbækur þjóðskáldanna, en samt notalegur vitnisburður um
barngæsku og elskusemi. Annars er mér minnisstæðastur svipurinn
og raddhreimurinn hjá afa þegar hann fór með þess vísu fyrir mig á
tíræðisaldri uppi á sjöundu hæð Borgarspítalans, því hann slaknaði
allur í andliti og hann fór á einhvern hátt að draga seiminn þótt það
væri þessi eina hversdagslega ferskeytla; ég held ég hafi þar fengið að
heyra vott af því hvernig tíðkaðist að fara með bundið mál vestur við
Djúp fyrr á öldum.
Á Laugalandi var afi áfram, ég held að þar í sveit hafi verið ágætt
fólk; á næsta bæ, Laugabóli, bjó í byrjun aldarinnar skáldkonan og
framfaramanneskjan Halla Eyjólfsdóttir sem samdi meðal annars
En lífið var fátæklegt og frumstætt fyrir barnungan og einstæðan dreng; afi sagði mér næstum öld síðar og með hlátur sem suðaði oft í radd-
böndum hans: „Ég var látinn sjá um allt fullorðna féð!“ Frá sjö ára aldri að því er mér skilst. Og svo verið settur til annarra og erfiðari verka eftir
því sem hann hafði aldur til.
M
yn
d
P
ál
l S
te
fá
ns
so
n