Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2012, Blaðsíða 94

Skessuhorn - 28.11.2012, Blaðsíða 94
„Mér þykir notalegt að koma inn í kirkjur ef þær eru mannlausar.“ Úr nýrri skáldsögu Gyrðis Elíassonar, Suðurglugganum „Yss, ég vissi alltaf að það var í honum ónáttúra.“ Brot úr Töfrahöllinni, nýrri skáldsögu eftir Böðvar Guðmundsson Helvíti er annað fólk, sagði óþekktur vitr­ ingur. Hann hefur hugsað málið vel áður en hann komst að niðurstöðu. eru ekki allir í stuði? Vinur minn sem á húsið býr erlendis, nánar tiltekið í Þýskalandi. Hann hringir einstöku sinnum í mig og segist vera með heimþrá og kannski komi hann og heimsæki mig í sumar. Þótt hann eigi að sjálfsögðu fullan rétt á að koma í sitt eigið hús, þá reyni ég heldur að draga úr honum með þetta, segi að veðrið í vor hafi verið alveg ömurlegt, og allir helstu veðurfræðingar spái arfalélegu sumri. Ég vona að það dugi, hann hefur alltaf átt erfitt með kuldann hérna. Það kemur fyrir að ég skrifa henni bréf á rit­ vélina, löng bréf sem ég set síðan í umslög og ek með yfir í þorpið. Ég er einn af þeim síðustu sem skrifa venjuleg sendibréf í þess­ um heimi. En í hvert skipti sem ég er kom­ inn að pósthúsinu hætti ég við að fara með umslagið inn. Ég geymi öll umslögin hér í kommóðu, þau eru með fullri áritun og vantar bara frímerkin. En svo er hún kannski flutt fyrir löngu, og þá hefði ég hvort sem er fengið þau í hausinn aftur. Fréttirnar frá Sýrlandi fara langt með að klára alla lífstrú af tankinum. Eiginlega eru bara nokkrir dropar eftir af henni. Mað ur­ inn gengur ekki fyrir olíu, hvað sem Banda ­ ríkjamenn halda. Ég sé alltaf fleira og fleira fólk í hinum hús­ unum. Sem betur fer er það yfirleitt ekki alla vikuna, bara um helgar. Mín vegna mættu vera helgar á tveggja vikna fresti. ætla bráðum að skreppa á kaffihúsið Það er niður frá sjónum þegar ég geng út þetta kvöld, búin að vera ylgja í nokkra daga og enn súgar frá honum. Þanglykt berst að vitum. Ég fer malarstíginn sem liggur alveg ofan á sjávarbakkann, og sest þar á brúnina einsog ég er vanur að gera. Himinninn er dökk grár. Þó er svo bjart að ef ég væri með bók gæti ég sennilega lesið. En ég hef enga bók, nema þá sem er í höfðinu á mér og tregð ast við að koma í heiminn. Þegar ég ætla inn í búðina í þorpinu einn daginn, er ég stöðvaður af manni á miðjum aldri. Hann er í bláum smekkbuxum eins og amerískur bóndi og með rauðleitan höku­ topp. Hann ávarpar mig, röddin er rám, líkt og smásteinar núist saman í munni hans. Ég hef heyrt svipað surg í fjörumöl þegar sjórinn gjálpar við ströndina í lygnu veðri. Í forngrískum mælskuskólum höfðu menn steinvölur undir tungunni til að þjálfa sig í skrautmælgi, en þessi maður kemur beint að efninu. „Þú ert rithöfundur?“ „Ætli það ekki,“ svara ég. „Rithöfundar eru vonlaust fólk.“ „Alveg hárrétt,“ segi ég. „Vitavonlaust.“ „Einsog talað út úr mínu,“ segi ég. Hann horfir á mig, líkt og hann sé stein­ hissa á að ég skuli taka undir orð hans. Ekki veit ég af hverju hann taldi sig þurfa að segja mér það sem ég hef lengi vitað. Hann stendur eftir á tröppunum þegar ég fer loks inn til að kaupa haframjölið & kaff­ ið & uppþvottalöginn & súkkulaðikexið & bök uðu baunirnar & klósettpappírinn & allt það sem fólk kaupir þegar það fer í búð. Þegar ég kem aftur út er maðurinn í smekk buxunum horfinn. Vonandi líður hon um eitthvað skár. Kirkjan í þorpinu er með grænu þaki, hún er frekar falleg þar sem hana ber við fjallið með jökulbungunni. Kannski geng ég þangað á eftir. Mér þykir nota legt að koma inn í kirkjur ef þær eru mann lausar. Mamma og afi voru eins ólík og dóttir og faðir geta verið. Hún var einbirni og fallegri en flestar konur og hafði aldrei séð aðra einkunn en ágætiseinkunn í skóla, enda tók hún stúdentspróf átján ára gömul og var boðinn styrkur til Bandaríkjanna. Þetta var auðvitað áður en ég fæddist en hún sagði mér stundum frá því, sérstaklega þegar mér gekk illa í skólanum. En afi lagði blátt bann við því að hún færi til Bandaríkjanna því þar voru kommúnistar og negrar ofsóttir, sagði hann. Svo þessi unga og fríða og gáfaða dóttir hans giftist þess í stað hinum ofursiðfágaða föður mín­ um sem var af göfugustu ættum landsins í báðar ættir og hefði getað skreytt sig með minnst sjö sænskum og dönskum og enskum ættarnöfnum, gott ef ekki eini Íslendingurinn sem nokkru sinni hefur feng ið grunnmenntun sína í Eton. Og hét auk þess Edvard Malmholm. Íslenska nafna­ löggjöfin hefur trúlega bannað foreldrum hans að láta hann heita Edward. Tvöfalt vaff var talið óþjóðlegt. Malmholm gekk af því að það var komin hefð á það. Eins og Thors og Zoëga. „Mamma þín átti upphaflega að heita Rósa Lúxembúrg,“ sagði afi mér. „En prest­ skepnan neitaði að skíra hana því nafni, en hann gat ekki komið í veg fyrir að hún héti Olga. Olga Jósepsdóttir.“ Þess vegna heiti ég Jósep Malmholm. Sameiginlegt öllum þessum fínu ættum hans pabba var að þær voru staurblankar. Fóru allar á hausinn ýmist í kreppunni miklu eða í dýrtíðinni eftir seinni heims­ styrjöld. Mamma giftist því ekki til fjár, en kannski giftist hún pabba til að hefna sín á afa af því að hann vildi ekki leyfa henni að fara til Bandaríkjanna. Líklega hefur samt fínu ættunum hans pabba ekki líkað ráðahagurinn. Ég var að minnsta kosti orð­ inn rígfullorðinn þegar ég áttaði mig á því að ég þekkti ekki eitt einasta skyldmenni í föðurætt. Hann pabbi minn, já. Friður sé með hon­ um. Aldrei hef ég kynnst svo kurteisum og fáguðum manni. Umgekkst alla af sömu fjarlægu hlýju, lagði aldrei illt til nokk urs manns og var svo agaður í tali að undrum sætti, hvort heldur var í orðavali eða fram­ burði. Gárungarnir sögðu að hann talaði íslensku með Oxfordframburði. Mér var stundum strítt á því. Krakkar í nágrenninu hermdu eftir honum. Settu stút á munninn og sögðu: „Oúw, þetta er afar sérkennilegt. Mjög svo. Kærar þakkir.“ Þau keyptu hús í skuld við Garðastræti og hann þýddi skjöl og leiðarvísa og kenndi ensku við Verslunarskólann og Háskólann. Var hinn fullkomni eiginmaður, sögðu allir – nema afi. „Þetta er yfirstéttarpempía,“ sagði hann. Með yfirstéttarpempíunni eignaðist mamma svo okkur bræðurna með rúmlega árs milli bili. Og þvílíkt millibil. Sigurjón Alex a nder var úr öðru efni en ég, fallegra barn hafði enginn séð og annar eins bráð­ þroski var óþekktur á byggðu bóli. Hann var orðinn fluglæs þegar hann var fjögurra ára. Á því lék enginn vafi að hann mundi leggja undir sig heiminn líkt og nafni hans. Ég var níu ára og tæplega læs þegar pabbi flutti úr húsinu í Garðastræti til vinar síns sem bjó í enn stærra húsi við Laufásveg. Við bræðurnir og mamma héldum áfram að eiga heima í húsinu við Garðastræti en það var allt of dýrt fyrir okkur því mamma hafði bara stúdentsprófið og vann á skrifstofu hjá Ford­umboðinu og fékk auk þess fyrir náð eða kunningsskap eða hvort tveggja að kenna ensku við Iðnskólann. Mamma grét og vinir og vandamenn voru alveg í rusli og hvísluðust á um að pabbi hefði komið út úr skápnum. Allir hvísluðu – nema afi. „Yss, ég vissi alltaf að það var í honum ónátt úra,“ sagði hann. „Maður þekkir sódóm ista á augnaráðinu. Augun í þeim liggja dýpra en í öðru fólki.“ Það var haust og það var rigning alveg eins og í kvikmynd þegar fólk ratar í ógæfu. Gyrðir Elíasson. Ljósm. Einar Falur Ingólfsson. Böðvar Guðmundsson. Ljósm. Friðþjófur Helgason. BÓKAFRÉTTIR UPPHEIMA 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.