Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2012, Blaðsíða 96

Skessuhorn - 28.11.2012, Blaðsíða 96
Rammíslensk bók eftir finnskan rithöfund Skáldsagan Ariasman eftir Tapio Koivukari fjallar um Spánverjavígin á Vestfjörðum 1615 Friðþjófur Helgason með sína fjórðu ljósmyndabók um Akranes Þriggja bóka maður á árinu 2012 BÓKAFRÉTTIR UPPHEIMA 2012 Í tilefni þess að nýverið kom út hjá Upp­ heim um skáldsagan Ariasman eftir finnska rithöfundinn Tapio Koivukari lagði Magnús Sig urðs son nokkrar spurningar fyrir hann. Út er komin þykk og mikil skáldsaga þín Ariasman í þýðingu Sigurðar Karlssonar. Um hvað er þessi bók? Bókin segir frá Spánverjavígunum svoköll­ uðu árið 1615, eða þeim atburðum þegar 31 baskneskur skipbrotsmaður var veginn af vestfirskum bændum undir forystu Ara sýslumanns í Ögri. Ég heyrði þessa sögu þeg­ ar ég bjó á Ísafirði og varð stórlega undrandi. Hvernig gátu forfeður þessa almennilega og gestrisna fólks fyrir vestan unnið slíkt verk – enda alinn upp við sjávarsíðuna og lært að það verður að gera allt til að hjálpa þeim sem eru í sjávarháska. Og þeim mun meira sem ég grúskaði í þessari sögu varð mér æ ljósara að þessi saga er allt annað en svört og hvít, hún gerist að mörgu leyti á eins konar gráu svæði. Í bókinni er að finna mína ágiskun á því hvað hafi í raun og veru gerst. Þetta er mín túlkun í skáldsagnaformi. Ég fylgist bæði með Íslendingum og Böskum, hærra settum sem lægra. Lesandinn kynnist sýslumanni og leiguliða hans, skipstjóra og léttapilti, og örlögum og bakgrunni þeirra. Ara í Ögri þekkja margir Íslendingar af yngri kynslóðinni e.t.v. helst sem aflagðan skemmtistað. Hver var þessi maður? Ari Magnússon í Ögri (1571­1652) var son­ ur Magnúsar prúða Jónssonar sýslu manns. Hann var af Svalbarðsætt frá Eyja firði og dæmigerður fulltrúi íslenskrar bændaelítu. Synir stórbænda voru prestar eða sýslumenn og stjórnuðu landinu, þar sem 90% af bænd um voru leiguliðar. Ari bjó í Ögri við Ísa fjarðardjúp og var sýslumaður bæði Ísa­ fjarðar­ og Strandasýslu og sennilega valda­ mesti Íslendingur á sínum tíma, og gott ef ekki einnig sá ríkasti. Þetta er saga af ákveðnum atburði, en þú hefur sagt í viðtali að slíkir atburðir endurtaki sig í sífellu. Hvers vegna? Lærum við aldrei, erum við mennirnir alltaf sömu „villimennirnir“? Það fer að styttast í átök þegar menn verða hræddir um að missa sitt hversdagslega ör­ yggi. Þekkingarleysi, fordómar og inn byrðis ranglæti eða ójafnrétti í þjóðfélaginu eru einnig þættir sem stuðla að átökum. En mér sýnist nú að eitthvað höfum við þó lært; það var í fréttum nýverið að aldrei hafi verið eins lítið um ofbeldi í heiminum og núna, og það sérstaklega miðað við mannfjölda. Skáldsaga þín er sú fyrsta um þessa voveiflegu atburði. Hvernig ætli standi á því? Ætli þurft hafi til hið „glögga gests auga?“ Kannski er glöggt gests augað, kannski hefur það verið skammarlegt og vandræðalegt fyrir Íslendinga að taka upp þessa atburði. Ég hef velt ástæðunni fyrir mér sjálfur en hef ekki komist að neinni afgerandi niðurstöðu. En mér finnst skárra að geta sæst við sína eigin fortíð án þess að þurfa að neita henni eða lifa í sjálfsblekkingu. Þetta gildir víst eins fyrir einstaklinga sem þjóðir. Tapio Koivukari og þýðandi hans, Sigurður Karlsson, við rústir baskneskrar hvalstöðvar við Steingrímsfjörð. Fyrir skemmstu kom út ljósmyndabókin Akranes – milli fjalls og fjöru eftir Frið þjóf Helgason, ljósmyndara og kvikmynda töku­ mann. Einkenni þessarar nýju bókar eru fjölmargar „panorama­myndir“ sem Frið ­ þjófur hefur tekið undanfarin misseri. Hér að neðan eru tvö sýnishorn mynda úr bók­ inni, sem er hin glæsilegasta. Bókin er sú fjórða sem Friðþjófur gerir um sinn gamla heimabæ, sú fyrsta kom út fyrir réttum aldarfjórðungi. Sem fyrr hefur Frið þjófur náð að fanga svipmót bæjar ins á líðandi stundu í glæsilegum og heill andi ljós myndum. Bókin er gefin út í tengslum við sjötíu ára afmæli Akraneskaup staðar á þessu ári. Auk þessarar nýju bókar um Akranes komu tvær aðrar bækur úr smiðju Friðþjófs út á árinu; ljósmyndabókin A Visit to the World of the Puffin, með myndum af lundanum allt umhverfis landið, og svo endurgerð bók­ arinnar Grímsey, perla við heimskautsbaug með texta eftir Valgarð Egils son. Báðar þess­ ar bækur komu út hjá Uppheimum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.