Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.01.2011, Side 10

Víkurfréttir - 27.01.2011, Side 10
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR10 Synti með mörgæsum og selum mannlífið Draumaferðin „Pabbi hans bauð honum í þessa ferð en þetta var alltaf draumaferðin hans og hann ákvað að láta verða af því núna,“ sagði Þóra Birgitta Garðarsdóttir, móðir Matth- íasar. „Matti neitaði boðinu og hafði lítinn áhuga á ferðinni. Ég greip þá í taumana og sagði honum að taka sér bara smá frí frá skólanum og drífa sig í þessa ferð því svona tilboð kæmi aðeins einu sinni á lífs- leiðinni.“ Matthías stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en ákvað að taka sér frí frá skól- anum vegna ferðarinnar og sér ekki eftir því. Við náðum í Matthías á Suðurskautsland- inu nú í vikunni þar sem hann dvelur í stóru skipi og skoðar þessa náttúruperlu. „Þetta er æðislegt hérna. Ísjak- ar fljótandi alls staðar, selir og mörgæsir út um allt, alveg eins og maður sér fyrir sér þegar maður hugsar um Suðurskaut- ið,“ sagði Matthías en hann er búinn að taka yfir 3.000 myndir og telur að yfir 1.000 af þeim séu bara af mörgæs- um. „Við sofum í skipinu sem við komum með en það getur verið dálítið erfitt að sofna því öldurnar eiga það til að vera 5-7 metra háar sem gerir þetta að smá áskorun.“ Sumar á suðurskautinu Nú er sumar á suðurpólnum og veður mjög gott miðað við hvernig það getur verið þarna en vindurinn á það til að skella í 200 metra á sekúndu yfir vetrartímann. „Veðrið er bara ágætt hérna en þetta er bara svipað og heima á Íslandi. Vindurinn hefur farið mest upp í 27 metra á sekúndu og alveg niður í logn en hitastigið rokkar frá -3° og upp í svona 2°. Sund með mörgæsum Matthías fékk sér smá sund- sprett einn daginn með mör- gæsum og selum og sagði þetta vera skemmtilegasta sundsprett sem hann hefði tekið. „Ég hef nú ekki gaman af sundi en þetta var ótrúlegt og fékk svo viðurkenningu fyrir sundið sem ég skil ekki alveg. Annars er lítið annað að gera hérna en að borða og sofa, fyrir utan auðvitað að skoða allar náttúruperlurnar sem hér eru.“ sagði Matthías. Mörgæsunum slétt sama Mörgæsir og selir eru kannski ekki þessi venjulegu húsdýr sem flestir alast upp við en Matthías hefur verið um- kringdur fleiri þúsundum af þessum dýrum. „Mörgæs- unum er bara slétt sama hvort við séum þarna eða ekki og þær eru mjög ljúfar,“ sagði Matthías aðspurður hvort ferðamenn væru ekkert að angra dýrin. „Selirnir verða aftur á móti mjög styggir ef við komum nálægt kópunum þeirra þannig að ég læt það alveg eiga sig,“ sagði Matthías að lokum. siggi@vf.is Ungur strákur úr Reykjnesbæ gerði sér lítið fyrir og fór í 27 daga ferð til Suðurskautslandsins ásamt erlendum föður sínum, Michael Don. Matthías Þór Þóruson, sem er aðeins 17 ára gamall, er staddur á Suðurskautslandinu þessa dagana en hann er yngsti Íslendingurinn til að fara þangað. Hann flaug til Englands þar sem pabbi hans býr en þaðan fóru þeir feðgar saman til Brasilíu og svo til Argentínu. Þar tóku þeir svo skip sem sigldi með þá til Suðurskautslandsins en tóku allar eyjarnar í kring áður en áfangastaðnum var náð. Loks komu þeir á Suðurskautslandið en þar er allt mor- andi í mörgæsum og selum og landslag er meira augnayndi en margan manninn grunar. 4 Matthías Þór Þ óruson er staddu r á Suður- skautslandinu í m ikilli ævintýrafer ð:

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.