Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 2
2 FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Suðurstrandar vegur mil li Grindavíkur og Þorláks- hafnar hefur verið lagður bundnu slitlagi. Vegurinn opnaði um sl. helgi fyrir umferð og er því kom- inn beinn og breiður 58 kílómetra langur nútímavegur milli bæj- anna tveggja. Suðurstrandarvegi var fyrst lofað fyrir tólf árum síðan í tengslum við kjördæmabreytingar. Nú komast ferðamenn á milli Suðurnesja og Suðurlands án þess að fara í gegnum höfuðborgina. Grindvík- ingar fagna veginum mjög og eiga von á auknum ferðamannastraumi. Þá auðveldar vegurinn flutninga af Suðurlandinu til Suðurnesja. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, Bryndís Gunnlaugsdóttir, benti á í fréttum Stöðvar 2 að miklir fisk- flutningar væru til Grindavíkur frá t.a.m. Djúpavogi. Þá getur Hellisheiði oft verið farar- tálmi í vondum vetrarveðrum. Með Suðurstrandarvegi er kominn láglendisvegur milli tveggja bæjar- félaga. Suðurstrandarvegur átti ekki að vera tilbúinn fyrr en í september á næsta ári en er því að opna 10 mán- uðum á undan áætlun, 12 árum eftir að veginum var fyrst lofað, en Suðurstrandarvegur hefur oft verið kallaður mest svikna kosninga- loforðið. ›› Samgöngubót: ›› Ófremdarástand á Suðurnesjum: GRUNNSKÓLAR REYKJANESBÆJAR ER NÁGRANNAVARSLA Í ÞINNI GÖTU? Reykjanesbær minnir á nágrannavörslu þar sem íbúar geta gert samkomulag um vöktun í sinni götu. Til þess að taka þátt þarf undirskriftir allra íbúa í götunni og er hún þá og húsin merkt sérstaklega. Nágrannavarsla felur m.a. í sér að tilkynna til lögreglu grunsamlega hegðun í götunni sem þá verður fylgt eftir. Góður granni er áhrifaríkasta afbrotavörnin. Sjá nánar á reykjanesbaer.is/usk Háaleitisskóli auglýsir eftir forfallakennara v/fæðingarorlofs frá 4. janúar 2012 til loka skólaársins. Upplýsingar veitir Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í síma 420 3000 og Anna S. Guðmundsdóttir aðstoðar- skólastjóri í síma 420 3050. Einnig eru veittar upplýsingar hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar í síma 421 6700. Umsóknir skulu berast til Starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbær fyrir 10. nóvember nk. Fræðslusvið Nýjar bækur í hverri viku. Lestur er lífsstíll. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega Sýnum tillitssemi – ökum varlega. EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 Laugardagur 5. nóvember í Grindavíkurkirkju Sunnudagur 6. nóvember í Ytri-Njarðvíkurkirkju Spurning vikunnar Ertu að vinna með skóla? (Spurt í FS) Rúnar Örn Gunnarsson: Nei ég geri það ekki en það er á döf- inni að sækja um á rafverkstæði hérna í Reykjanesbæ Lovísa Mjöll Jónsdóttir: Já ég vinn á Langbest Jón Valdimar Sævarsson: Nei en ég vinn í jóla- og páskafríunum í Vísi í Grindavík Valgerður Kjartansdóttir: Ég vinn á pizzastað í Vogunum Rúnar Ingi Eðvarðsson: Ekki þessa stundina en ég vann eina önn á bílaleigu Engir tiltækir sjúkrabílar voru í Reykjanesbæ á mið- vikudagskvöld í síðustu viku en þeir þrír bílar sem Brunavarnir Suðurnesja hafa yfir að ráða voru allir uppteknir í verkefnum samtímis. Mikið annríki var við sjúkraflutninga síðdegis þennan dag. Þegar þessi staða kom upp, að allir bílar væru uppteknir eða ekki lausir á Suðurnesjum var næsti lausi sjúkrabíll Brunavarna Suðurnesja staddur í Hafnarfirði. Þá kom upp sú staða að koma þurfti sjúklingi frá Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja með forgangi til Reykjavíkur. Næsti lausi sjúkra- bíll var í Hafnarfirði og þurfti að aka Reykjanesbrautina á forgangi til Reykjanesbæjar til að sækja sjúklinginn. Þetta ástand er óþolandi fyrir Suðurnes. Brunavarnir Suðurnesja höfðu áður fjóra sjúkrabíla, þ.e. þrjá sem sinna útköllum og þann fjórða til vara þegar álagstoppar koma. Nú er fjórði bíllinn ekki lengur til staðar vegna niðurskurðar. Ofan á allt er svo það rekstrarfé sem Brunavarnir Suðurnesja fær til sjúkraflutninga takmarkað. Nú standa yfir við- ræður við Sjúkratryggingar Íslands og segir Jón Guðlaugsson að það sé ljóst að Brunavarnir Suður- nesja verði að fá aukin framlög, því annars verði reksturinn mjög erfiður. Suðurstrandarvegur opnaður Kom á forgangi úr Hafnarfirði í sjúkrabíla- lausan Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.