Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 22
22 FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR
„Ég var í Japan þegar hamfarirn-
ar dundu yfir. Ég var hins vegar í
Kyoto, sem er í um 500 km fjar-
lægð frá Tokyo (og um 700 km frá
Fukushima svæðinu) þannig að
við urðum ekki vör við neina jarð-
skjálfta eða neitt af því tagi. Íslend-
ingum var meira að segja boðin frí
gisting í Kyoto á meðan allt var í
uppnámi þarna fyrir austan. And-
rúmsloftið eftir hamfarirnar var
þó nokkuð rólegra en ég bjóst við.
Meirihlutinn af Evrópubúunum
hérna á vistinni fóru heim og flest-
ir komu aftur eftir nokkrar vikur.
Ég fékk mér kínverskt vísa til von-
ar og vara svo ég gæti mögulega
„flúið land” á stuttum tíma, en það
var eiginlega bara til að róa fjöl-
skylduna. Fólkið í skólanum var
mjög duglegt að minna okkur á
að Kansai svæðið er það langt í
burtu frá hamfarasvæðunum að
við þyrftum ekki að hafa neinar
áhyggjur. Við vorum líka í sum-
arfríi á þessum tíma, þannig að
við misstum ekkert úr skólanum,“
segir Birgir.
Hvernig var sumarið?
„Það er rosalega heitt. Íslending-
urinn er ekki vanur því að það sé
heitara úti heldur en inni. Sum-
arfrí okkar var í febrúar og mars og
ég var í skólanum yfir sumarið.“
Lærði mikið á þessu eina ári
Birgir er að læra Japanskt mál og
menningu við Háskóla Íslands.
Partur af náminu, eftir eins eða
tveggja ára nám þar, er að sækja
eins árs skiptinám við japanskan
skóla.
„Ég er núna á þriðja námsárinu
mínu og ákvað að fara til náms við
Kyoto Sangyo University,“ segir
Birgir sem býst við því að útskrif-
ast um jólin. Það búa 1,4 milljónir í
Kyoto en í Japan búa 127 milljónir.
„Þetta er frekar lítil borg í Japan og
ákaflega gamaldags.
En vita þeir eitthvað um Ísland?
„Nei ósköp lítið, minn skóli var
auðvitað í samstarfi við HÍ og við
vorum tveir Íslendingar í skól-
anum. Við fengum að kynna
landið okkar fyrir hinum nemend-
unum í alþjóðakynningu á hátíð í
skólanum.“
Birgir segist hafa farið út til þess
að læra nýtt tungumál og kynn-
ast menningu sem er algjörlega
ólík því sem hann hafi alist upp í.
„Besta ákvörðun lífs míns, Japan
er yndislegt land sem hefur margt
upp á að bjóða, bæði í menningu
og fegurð.“
Hann er farinn að geta bjargað sér
í almennum samræðum, geta farið
nokkuð dýpra en að tala bara um
veðrið og hvers konar mat hon-
um líkar við, segir hann. Ritmálið
er hins vegar töluvert öðruvísi og
tekur töluvert meiri tíma að læra.
Það eru um 2-3000 tákn notaðar
í daglegu máli og endalausar sam-
setningar af þeim, og er Birgir
örugglega búinn að læra rétt yfir
1000 af þeim. „Ég var varla sam-
ræðuhæfur þegar að ég fór út en
núna er ég orðinn töluvert betri,
ég lærði í raun mun meira á þessu
ári en þeim tveim sem ég hafði
verið í Háskóla Íslands,“ en Birgi
langar jafnvel að leggja fyrir sig að
starfa sem túlkur og stefnir hann
að því að komast sem fyrst aftur
til Japan.
Lærði golf á japönsku
Námi Birgis í skólanum var skipt
í tvennt. Helmingurinn af tím-
unum hans voru japönskutímar
sem fara fram að nánast öllu leyti
á japönsku, þó tala kennararnir
þó nokkuð góða ensku. „Við fór-
um í orðaforða, hlustunar-, mál-
fræði- og samræðutíma. Stundum
eyddum við heilum tímum í að
tala saman á japönsku um allskon-
ar málefni,“ segir Birgir.
„Í hinum helmingnum af tím-
unum fengum við að velja allskon-
ar Japan-tengd málefni, t.d. bók-
menntir, samfélagsfræði, umhverf-
isfræði, stjórnmálafræði, lögfræði
og fleira. Þeir voru allir kenndir á
ensku. Tilgangurinn með þeim var
að setja útlendinga og Japana sem
vilja bæta sig í ensku saman í tíma
og læra saman,“ en það finnst Birgi
vera mjög góð hugmynd.
„Svo tók ég golftíma líka, bara mér
til skemmtunar. Sá tími er 100% á
japönsku. Mjög áhugavert að læra
golforðaforðann á japönsku.“
Allir vingjarnlegir í Japan
Hvernig voru Japanir heim að
sækja?
„Þeir taka manni mjög vel. Þeir
búast oft við því að maður sé Am-
eríkani en venjulega er hvítt fólk
talið þaðan. Það sem mér líkar best
við Japan er hversu vingjarnlegir
allir virðast. Það er mjög mikið
gert í því að láta manni líða vel.
Það gæti orðið dálítið óþægilegt
fyrir suma, en það venst.“ Það eru
mjög fáir hlutir sem Birgi finnst
slæmt við Japan, en það sem hon-
um fannst skrítnast er tilfinning-
in þegar maður fer í sumar búðir
(sérstaklega rafmagns- og heim-
ilisvörubúðir). Ljósin eru mjög
björt, sama lagið á repeat á hverri
mínútu, allan daginn, og starfs-
fólkið þarf að kalla „rasshaimase”
(velkomin) í hvert skipti sem
þau sjá viðskiptavin. Svo ekki sé
minnst á fólkið sem stendur fyrir
utan með auglýsingaskiltin.
Birgir segir Japani leggja mikið
upp úr því að vera kurteisir hvor
við annan. „Tungumálið hefur
nokkur stig og annan orðaforða,
miðað við hvern þú ert að tala við,
t.d. hvort viðkomandi er hærra
settur, ókunnugur, góður vinur og
svo framvegis. Jafnvel bara eldri
nemendur eru settir á hærra stig
en maður sjálfur.
Á Íslandi passar maður sig að-
eins á að nota ekki slæm orð ef
maður er að tala við hærra setta
einstaklinga, en hér notar maður
næstum því allt annað tungumál,“
segir þessi mikli áhugamaður um
japanska menningu að lokum.
eythor@vf.is
Japansdvölin besta
ákvörðun lífs míns
FI TudagurInn 3. n VE bEr 2011 • VÍ F ÉTTI
Birgir Bachmann Konráðsson var skiptinemi í Japan síðastliðið ár eða svo. Þar kynntist
hann nýjum siðum og magnaðri menningu að
eigin sögn, auk þess dundu gríðarlegar nátt-
úruhamfarir yfir landið á meðan hann var þar
staddur.
›› Birgir Bachmann Konráðsson var skiptinemi í Japan:
- Var í Japan meðan hamfarirnar dundu yfir