Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 30
30 FIMMTudagurInn 3. nóveMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR ›› Keflvíkingar eru gagnrýndir fyrir að vera með þrjá erlenda leikmenn í liði sínu í Iceland Express deildinni í körfubolta. Mörgum finnst ungu leikmennirnir ekki fá næg tækifæri hjá Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara, á meðan Njarðvíkingar fara aðra leið með góðum árangri: Sigurður Ing imundars on þjálfari Keflvíkinga svarar þeirri gagnrýni að Keflvíking- ar séu komnir með þrjá erlenda leikmenn fullum hálsi og segir að Keflvíkingar ætli sér að vera í toppbaráttu og að hann vilji ekki að ungu leikmennirnir hans fari of hratt út í djúpu laugina. „Þessi ákvörðun um að semja við Steven Gerard var tekin af því að við vorum ekki með neitt sérstaklega marga menn, nema bara unga stráka. Þó svo að einhver lið hafi stært sig af því að keyra á ungum mönnum þá viljum við meira en það. Arnar Freyr sem leikur í þessari stöðu hefur verið meiddur og hefur verið að spila töluvert þannig,“ segir Sigurður en fyrir skömmu sömdu Keflvíkingar við leikstjórnandann Steven Gerard sem lék með Keflvíkingum um stutta hríð árið 2008. „Við erum líka að nota Steven í þjálfun í unglingastarfinu og hann er ekki bara einhver leikmaður, þetta er fyrrum leikmaður okkar sem við þekkjum vel til. Það eru þess vegna nokkrar ástæður fyrir því að við náðum í hann, í fyrsta lagi er þetta góður leikmaður og auk þess misstum við bara það mikið af leikmönnum í fyrra. Þrátt fyrir að vera með þessa þrjá erlendu leikmenn þá erum við ekkert með sama lið og við höfum haft undanfarin ár.“ En eru ungu strákarnir þá ekki tilbúnir til þess að leika lykilhlutverk? „Jú þeir spila alveg slatta hjá okkur og þeirra hlutverk fer stækkandi. Þetta eru strákar sem eru að spila í drengja- og unglingaflokki og eru því að spila mjög mikið. Þannig að ég vil frekar að þeir fari hægt og rólega inn í þetta í stað þess að henda þeim strax í djúpu laugina.“ Það hefur verið umtalað það sem er að gerast í Njarðvík og Sigurður segist ekki vilja fara þá leið. Hafa Keflvíkingar efni á þessum leikmanni? „Já við erum með mjög fáa leikmenn sem eru á launum og sennilega minna en nokkurn tímann hefur verið, þannig að það er ekki að ríða baggamuninn.“ Hvað viltu segja við þá sem eru á móti því að Keflvíkingar séu með þrjá erlenda leikmenn? „Það eru tólf leikmenn í Kefla- víkurtreyjunni og þeir eru allir í Keflavíkurliðinu, sama hvaðan þeir koma. Hvort sem við myndum kaupa leikmanninn frá litlu bæj- arfélagi hér á Íslandi eða litlum bæ erlendis frá, það er ekki aðalatriðið. Keflvíkingar eru vanir því að vera að berjast um titla og við viljum halda því áfram. Kannski kostar það okkur eitthvað en við erum ekki tilbúnir að vera ekki að berj- ast á toppnum. Við stefnum alltaf hátt og gerum allt sem við getum til þess, þó svo að við séum ekkert að fara fram úr okkur, það er langt í frá.“ Vill ekki senda ungu strákana of snemma út í djúpu laugina Þetta eru Óskarsverðlaun körfuboltamanna – segir Tómas Tómasson, „körfuboltaumboðsmaður Íslands“ Ég kynntist honum á þeim t í m a þ e g a r h a n n v a r hjá Chicago Bulls og ég fór þangað ti l að fylgjast með undirbúningstímabilinu og öðru slíku. Svo fékk ég hann til að koma hingað til lands og vera með þjálfarafyrirlestur árið 2004-2005, við höfum svo haldið sambandi síðan,“ segir Keflvíkingurinn Tómas Tómasson sem nýlega var viðstaddur at h öf n þ e g a r b a n d a r í s k i r körfuboltamenn heiðra leikmenn og aðra tengda körfuboltanum fyrir afrek sín á ferlinum. Af því tilefni eru menn vígðir inn í frægðarhöllina svokölluðu (Hall Of Fame). Tómas var þar gestur þjálfarans Tex Winter sem m.a. fann upp hina frægu þríhyrnings- sókn sem Phil Jackson hefur gert ódauðlega en Tómas hefur verið umboðsmaður körfuboltamanna og staðið fyrir námskeiðum og öðru tengdu íþróttinni. Tex Winter þessi hefur fengist við þjálfun frá árinu 1951 og var m.a. aðstoðarþjálfari Phil Jackson hjá bæði Chicago og Lakers. Tómas segir það vissulega hafa komið sér á óvart að sér hafi verið boðið en aðeins nokkrir útvaldir gestir máttu koma í boði Tex. „Ég átti alls ekki von á því að mér yrði boðið. Kallinn hefur hins vegar alltaf verið velviljaður og reynst mér vel. Hann kom m.a. hingað til lands á sínum tíma og oftar en ekki hafa svona virtir þjálfarar vissar kröfur og vilja að hlutirnir séu á ákveðinn hátt þegar þeir halda svona fyrirlestur eða námskeið. Tex Winter tók hins vegar enga þóknun fyrir, hann flaug ekki á fyrsta farrými og hann vildi heldur aldrei fá tvær máltíðir, heldur vildi hann skipta einni máltíð milli sín og konunnar sinnar. Þetta er bara alger öðlingur. Hann er af gamla skólanum sem maður óskaði að fleiri væru af. Það er ekki til egó í þessum manni.“ Athöfnin sem tekur þrjá daga fer fram í Springfield, Massachusetts og þangað mæta all flestir sem nokkurn tímann hafa verið vígðir inn í frægðarhöllina. „Maður hitti mikið af þessum stjörnum en gestirnir gista aðeins á tveimur hótelum í bænum og því rekst maður á alla þessa kalla. Ég hitti til dæmis David Stern framkvæmdastjóra NBA og spjallaði við hann, svo hitti maður Dr. J og Barkley og marga aðra.“ Tómas segir þetta vera mikla upplifun að fara á svona athöfn en hann myndi ekki nenna þessu á hverju ári. Hann segir Bandaríkjamenn vera sérfræðinga í því að gera hlutina væmna og dramatíska. „Þetta getur verið svolítið yfirgengilegt og þeir ná að gera 10 mínútna athöfn að einhverju þriggja tíma dæmi. Þetta stóð yfir í þrjá daga og síðasta daginn þá hreinlega nennti ég þessu ekki,“ en aðal athöfnin er á föstudeginum. Tómas sat þar á öðrum bekk og segir þetta hafa verið hálf súrrealistískt enda umvafinn mörgum goðsögnum úr NBA deildinni. „Maður lítur aftur fyrir sig og þar situr Charles Barkley ásamt fleirum goðsögnum og þetta er bara hálf kjánalegt,“ en Tómas spjallaði við flesta þessa kappa sem voru á svæðinu. „Ræðan hjá Dennis Rodman var svakaleg og breyttist í eitthvert fjölskyldudrama þar sem hann sendi móður sinni tóninn, hann er soddan ægileg tilfinningavera kallinn. Hann er mjög skrítinn náungi, þegar þú talar við hann einn á einn þá virkar hann bara feiminn og hann er mjög viðkunnalegur. En um leið og það eru komnar myndavélar og míkrófónar á svæðið þá umturnast hann og verður allt annar. Þetta var auðvitað mjög gaman og ég hafði mest gaman af því að hitta Tex. Ég hef ekki hitt hann lengi en hann fékk heilablóðfall fyrir tveimur árum og hefur átt erfitt með tal síðan þá, hann er líka að verða 90 ára á þessu ári. Ég hef verið í tölvupóstsambandi við hann og hann sendi mér póst og spurði hvort ég hefði áhuga á því að mæta. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um og maður hefur lent í miklu verri boðum en þessu. Maður er auðvitað körfuboltaáhugamaður og þetta eru okkar Óskarsverðlaun,“ sagði Tómas Tómasson að lokum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.