Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 32
vf.is Opið frá kl. 8:00 - 17:00 Engar tímapantanir Njarðarbraut 7 Bifreiðaskoðun Til hamingju með grænt gagnaver! Við óskum Verne Global til hamingju með opnun á 500 m2 gagnaveri á Ásbrú í Reykjanesbæ. Gagnaverið er fyrsti áfangi uppbyggingar á alþjóðlegri miðstöð gagnavera á Ásbrú sem verður knúin af endurnýjanlegum orkugjöfum. Gagna­ verið er þar að auki sér hannað til þess að nýta vind kæl ingu á svæð inu sem sparar gríðar legt magn af orku. Gagnaverið er umhverfisvænn hátækniiðnaður. Framtíðin er græn. Verne Global er eitt fjölmargra fyrirtækja sem kjósa Ásbrú, samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, sem sína bækistöð. Nánari upplýsingar um Ásbrú má finna á www.asbru.is og hjá Kadeco sem hefur frá árinu 2006 leitt uppbyggingu á Ásbrú. Ásbrú í Reykjanesbæ er kjörinn staður fyrir fyrirtæki á sviði tækni og heilsu tengdrar þjónustu, auk fyrir tækja sem sjá hag sinn í nálægð við alþjóða flugvöll. Á Ásbrú er stór háskóla garður, spennandi nám í boði hjá Keili, kvikmynda ­ ver, heilsu þorp í farar broddi heilsu ferða mennsku, tækni þorp og fjöldi áhuga verðra sprotafyrirtækja. Mikil upp bygging er á svæðinu og má þar nú meðal annars finna leikskóla, grunn skóla og veitinga stað. Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú? P IP A R \T B W A -S ÍA Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar www.verneglobal.is Fimmtudagurinn 3. nóvember 2011 • 43. tölublað • 32. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 Barnadagar í nóvember ÖLL BARNABOX Á KR. 250, - Andagift í eymdinni Eitt af því sem við hjónin höfum gaman af, er að fara saman í leik- hús eða á tónleika. Getum hreinlega ekki án þeirra ver- ið. Leikhúsin veita manni andagift sem nauðsynleg er ímyndunarafl- inu og innblæstri í dagsins önn. Sátum nýverið á fyrsta bekk á nýja svið- inu í Borgarleikhúsinu og fylgd- umst með „Fólkinu í kjallaranum“. Óborganlegt að fá lífið í lúkurnar og hratið yfir sig allan, ef svo mætti að orði komast. Ógleymanlegur nútíma brjálæðisbragur! Það er gott að vera til, ekki bara spila spil. Hversdagsljóminn er einn allsherjar feluleikur, spurning bara hvernig þú ferð með hann. Lífið er allt fullt af Pollýönum og þú sérð tár á hvarmi, ef þú bara leitar og hlust- ar. Eymdin, harðlífið, biturleikinn, örbirgðin. Líka velferð, lífsgleði og tápsemi. Allt í boði og þú einn leit- ar það uppi, sem þér þykir viðeig- andi hverju sinni. Endurnæringin vinnur úr flórunni og þú matreið- ir útkomuna. Ferð með hana út í lífið, deilir henni með öðrum og færð mismunandi svör við ráðgát- unni. Engum dylst að undir niðri tekst fólk jafnt á við léttvæg og erf- ið verkefni, sem á endanum verða innlegg í reynslubankann. Hann verður aldrei gjaldþrota og er opinn allan sólarhringinn! Fit-kostnaður mismikill. Tónleikar með Bubba geta líka verið einn allsherjar rússíbani, þú ýmist elskar hann eða ekki. Á tímabili bölvaði hann öllum gel- greiddum „businessmönnum“ og bankastjórum eða úreltum alþing- ismönnum, sem engan áttu banda- manninn og brugðust í erli dagsins. Blessunarlega þó á milli laga. Í dag raular hann um börnin sín í ljúf- um ljóðum og er löngu búinn að gleyma því þegar hann seldi sálu sína og braskaði með afurðina í fjármálaspekúlantsjónum. Hún féll eins og spilaborg í vindhviðunni víðfemu. Ísabella og París Dögun eru orðin ljóð sem færðu honum lífshamingjuna á ný og aðra og miklu betri sál. Það eitt vakti mig til umhugsunar um að allt í veröldinni er hverfult, jafnvel stál og hnífur FIMMTUDAGS VALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.