Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 6
6 FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Nýja björgunar- og eftirlitsskipið Þór var svo sannarlega uppi í landsteinum þegar skipherrann Sigurður Steinar Ketilsson heiðraði sinn gamla heimabæ í hádeginu sl. fimmtudag. Skipherrann þeytti skipslúðrana þrisvar sinnum við Vatnsnesið en í fylgdarliði Þórs voru björgunarbátar frá björgunarsveitunum á Suður- nesjum. Þeir fylgdu varðskipinu til Reykjavíkur þar sem móttökuathöfn fór fram. Tvær efstu myndirnar af Þór tók Einar Guðberg Gunnarsson en neðstu myndina af skarfinum að fylgjast með skipinu tók Jón William Magnússon. Reykjanesbær hefur ítrekað boð til Landhelgisgæslunnar um að heimahöfn hins nýja björg- unar- og eftirlitsskips, Þórs, verði í Reykjanesbæ. Í bókun á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar sl. fimmtudagsmorgun var eftirfar- andi bókun samþykkt: „Bæjarráð Reykjanesbæjar sam- fagnar Landhelgisgæslunni við komu hins stórglæsilega varðskips Þórs og ítrekar um leið boð um heimahöfn í Reykjanesbæ“. Skipherra á Þór er Keflvíkingurinn Sigurður Steinar Ketilsson. Bjóða Þór heimahöfn í Reykjanesbæ Þór uppi í landsteinum Skarfurinn fylgist með nýja Þór. Mynd: Jón Willam Magnússon Nýi Þór er glæsilegur hvernig sem á hann er horft. Mynd: Einar Guðberg Gunnarsson Tillaga um stofnun ungmenn-aráðs Reykjanesbæjar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi nú síðdegis á þriðjudag. Einnig var tillaga um siðareglur fyrir kjörna fulltrúa samþykkt. Fulltrúi Framsóknarflokksins sem er í minnihluta í bæjarstjórn lagði fram tillögurnar sl. haust en þær voru síðan sendar í sérstaka nefnd sem hefur unnið frekar að framgangi þeirra með einhverjum breytingum. „Við erum auðvitað svakalega stolt að þessar tillögur sem við lögðum fram í okkar kosn- ingabaráttu hafi náð fram að ganga, þó við séum bara með einn fulltrúa í bæjarstjórn. Mér þótti við hæfi að standa upp í bæjarstjórnarfund- inum og þakka fyrir umfjöllunina og afgreiðsluna í bæjarstjórninni,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdótt- ir, varabæjarfulltrúi framsókn- armanna í Reykjanesbæ. Markmið siðareglna er að skil- greina það hátterni sem ætlast er til að kjörnir fulltrúar sýni af sér við störf sín fyrir hönd bæjarfélagsins og upplýsa íbúa um þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Tilgangur með Ungmennaráði Reykjanesbæjar er að UNGÍR, sem er skammstöfun ráðsins, sé bæj- arstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í bæjarfélaginu og þjálfa ungmenni, yngri en 18 ára í lýð- ræðislegum vinnubrögðum. Báðar þessar tillögur voru sam- þykktar með öllum greiddum at- kvæðum. Nú er Getraunaleikur Keflavíkur að hefjast að nýju en leikurinn fór af stað í fyrra og tókst vel. Í vetur verður getraunastarfið í Félagsheimilinu við Sunnubraut frá kl. 10:30 til 13:00 á laugardögum. Svona mun leikurinn ganga fyrir sig. 1. Hópleikurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt í getraunastarfi Keflavíkur 230. Tveir einstaklingar mynda hvern hóp og gefa honum nafn til aðgreiningar frá öðrum hópum. Þátttökugjald er kr. 5.000,- fyrir hópinn og greiðist í síðasta lagi við skráningu. 2. Hópunum er síðan skipt í riðla þannig að aldrei séu færri en 8 hópar í hverjum riðli og aldrei fleiri en 12. 3. Hópurinn sendir inn tvo seðla á þar til gerð blöð sem Keflavíkur-getraunir láta í té, þessir tveir seðlar skulu hvor um sig innihalda 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu. 4. Raðirnar skulu vera komnar til Keflavíkur-getrauna fyrir lokun sölukerfis Íslenskra getrauna. Tekið er á móti röðunum á laugardögum í Félagsheimilinu við Sunnubraut frá kl. 10:30 til 13:00. Einnig er hægt að senda raðirnar á netfangið 1x2@keflavik.is eða hringja á laugardögum í síma 421-3044. 5. Riðlakeppnin stendur yfir í 15 vikur. Að lokinni riðlakeppni fara tveir efstu hóparnir úr hverjum riðli í tvo úrvalsdeildarriðla þar sem keppt er í fjórar vikur. Efstu liðin úr hvorum riðli keppa síðan til úrslita um sæmdarheitið Getraunameistari Keflavíkur-getrauna. Þau lið sem eru efst í sínum riðli taka með sér tvö stig í úrslitin. Þau lið sem ekki komast í úrvalsdeildarriðlana verður síðan skipt í riðla og keppa í fjórar vikur um "Afturrúðubikarinn". 6. Raðirnar sem hóparnir senda inn fara ekki sjálfkrafa í sölukerfi Íslenskra getrauna, heldur þarf hver hópur að senda þær þangað sérstaklega. 7. Gleymi hópur að senda inn raðir eina vikuna þá gildir lægsta skor vikunnar í þeim riðli sem viðkom- andi hópur er í. 8. Þegar spilað er í úrslitum eða lið eru jöfn í riðla- keppninni þá kemst það lið áfram sem hefur fleiri útisigra rétta. Sé enn jafnt þegar útisigrar eru taldir þá gilda jafnteflisleikir. Sé enn jafn þegar þeir leikir eru skoðaðir þá er varpað hlutkesti. Hópgetraunir Keflvíkinga aftur í gang Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam- þykkir ungmennaráð og siðareglur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.