Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 31
31VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 3. nóveMber 2011 „Eldri leikmönnum og þjálfurum sýnd mikil virðing“ ›› Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson gerir það gott með unglingaliði Ipswich Grindvíkingurinn Gunnar Þ o r s t e i n s s o n h e f u r undanfarna fjóra mánuði dvalið hjá hinu þekkta knattspyrnuliði Ipswich þar sem hann leikur með unglinga- og varaliði félagsins. G u n n a r e r 1 7 á r a g a m a l l miðjumaður sem ætlar sér stóra hluti í heimi knattspyrnunnar. „ Mér hefur gengið rosalega vel. Ég hef náð öllum þeim markmiðum sem ég setti mér og í rauninni gott betur en það,“ segir Gunnar en hann hefur unnið sér fast sæti í undir 18 ára liði félagsins og hann hefur verið að fá að spila með varaliðinu. „Maður renndi dálítið blint í sjóinn og vissi í raun ekki hvar maður stæði í samanburði við þessa stráka þarna úti.“ Gunnar er varnarsinnaður miðjumaður sem hefur ágætis auga fyrir spili. Hann er að eigin sögn svolítill hlaupagikkur. Gunnar, sem er þaulreyndur landsliðsmaður í yngri landsliðum Íslands bauðst að fara á reynslu til Ipswich í vor og í framhaldi buðu þeir honum að ganga til liðs við félagið. „Ég er vinnusamur leikmaður og legg hart að mér, ég reyni svo að sýna fagmennsku og gera hlutina rétt,“ segir Gunnar aðspurður um það hvers vegna hann teldi að Ipswich hefði sýnt honum áhuga. Gunnar neitar því ekki að hafa leitað í reynslubanka Óskars Péturssonar, markvarðar Grindvíkinga sem lék um skeið með unglingaliðum Ipswich. „Ég sagði ekki já fyrr en ég hafði rætt við Óskar. Hann sagði að þetta væri tækifæri sem maður ætti ekki að sleppa.“ Gunnar telur að þetta hafi verið rétti tíminn til að fara út á vit ævintýranna í atvinnumennskunni. „Ég hefði ekki getað farið yngri út. Það er annað hvort hægt að slá í gegn á Íslandi og komast þannig erlendis, eða að fara ungur út og komast í gegnum unglingastarf félaganna í aðalliðið. Án þess að lasta Ísland og þá frábæru umgjörð sem er hér í fótboltanum, þá er þetta topp klúbbur þar sem samkeppnin er miklu meiri og þú ert að vinna við það að spila fótbolta allan daginn. Til þess að komast í liðið þá þarftu að vera á tánum hvern einasta dag. Ég leit á þetta sem áskorun og tækifæri til að þróa enn frekar sem leikmann í umhverfi atvinnumanna.“ Ertu búinn að setja þér háleitari markmið? „Ég hef að s j á l f s ögðu mín langtímamarkmið en ég kýs að halda þeim fyrir mig,“ segir Gunnar hógvær en hann sleit takkaskónum að mestu leyti í Grindavík en hann fluttist til Grindavíkur sjö ára að aldri. „Ég hafði búið áður í Vestmannaeyjum og hafði eitthvað verið að sprikla þar.“ Annars hefur Gunnar leikið með Grindvíkingum og þar hafði hann aðeins fengið smjörþefinn af meistaraflokknum áður en hann hélt í víking til Englands. Hvernig klúbbur er Ipswich? „Þetta er bara topp klúbbur og það er hugsað mjög vel um okkur. Þó að Ipswich sé stór klúbbur þá er þetta allt á fremur persónulegum nótum. Við erum mikið í kringum aðalliðið og það kemur oft fyrir að við spilum á móti þeim svo að þetta sé frek. Þetta er því alls ekkert svo aðskilið eins og hjá allra stærstu klúbbunum.“ Hefurðu bætt þig sem leikmaður á þessum tíma hjá Ipswich? „Ég hef tvímælalaust bætt mig sem leikmaður og það er fullt af hlutum sem ég hef náð betri tökum á. Aðallega það að aðlagst hröðum leik eins og tíðkast á Englandi.“ Hvernig er staðurinn Ipswich? „Þetta er svipað Reykjavík að stærð og mér skilst að borgin sé frekar róleg. Miðbærinn er ágætur en ég bý í frekar rólegu úthvefi hjá enskri fjölskyldu. Englendingarnir eru fínir og það er gaman að upplifa öðruvísi menningu og víkka þannig sjóndeildarhringinn.“ Gunnar segir það töluverð viðbrigði að venjast því að þarna er eldri leikmönnum og þjálfurum sýnd mikil virðing en það tíðkast ekki jafn mikið hér á Íslandi. „Það er miklu meiri agi hvað það varðar, á Íslandi er allt miklu afslappaðra, það er helsti munurinn. Svo er margt í menningunni sem tekur smá tíma að venjast en það hefur bara gengið vel.“ Gunnar hefur verið varafyrirliði hjá undir 18 ára liðinu og einnig hefur hann verið með fyrirliðabandið hjá yngri landsliðum Íslands. Ertu leiðtogi á vellinum? „Ég læt i mér heyra og reyni að láta verkin tala. Það er alltaf mikill heiður að fá að bera bandið,“ segir hann og bætir því við að auðvitað sé samkeppni um það eins og stöðurnar á vellinum. Hvernig finnst þér annars yngriflokkastarfið hjá Grindavík? „Það er mjög vel haldið utan um það og það er gott. Málið er samt að þó að það sé aldrei afsökun þá er svo mikill munur á fólksfjölda hérna og í stærri klúbbunum hérlendis. Það hafa þó alltaf skilað sér leikmenn í úrvalsdeildarklassa úr hverjum árgangi hér í Grindavík.“ Gunnar ætlar sér að gera hvað hann getur til þess að ná sem allra lengst í fótboltanum. „Ég lagði þetta þannig upp að ég ætla að leggja allt í sölurnar til þess að ná árangri og til þess að ná þeim markmiðum sem ég hef sett mér,“ hver þau markmið eru verður svo tíminn að leiða í ljós en ljóst er að Gunnar ætlar sér stóra hluti. LIÐ Í ENSKA? ARSENAL. GRINDAVÍK EÐA VESTMANNAEYJAR? GRINDAVÍK EN HEF STERKAR TAUGAR TIL EYJA. EITTHVAÐ ÁHUGAVERT UM ÞIG SEM FÁIR VITA? ER SÉRLEGUR ÁHUGAMAÐUR UM KROSSGÁTURNAR Í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. HVER ER EFTIRLÆTIS BÍÓMYNDIN ÞÍN OG HEFURÐU SÉÐ EINHVERJA GÓÐA NÝLEGA? PULP FICTION ER KLÁRLEGA NÚMER EITT. SÁ DRIVE NÝLEGA OG RYAN GOSLING ER EKKI ÚTI AÐ AKA ÞAR. BESTU SJÓNVARPSÞÆTTIR? HIMYM, THE BIG BANG THEORY, THE VAMPIRE DIARIES (TAKK KJARTAN) OG FRIENDS. HVERS SAKNARÐU MEST AÐ HEIMAN, FYRIR UTAN ÆTTINGJA OG VINA? MATARINS, NÁTTÚRUNNAR OG FEGURÐAR ÍSLENSKS KVENFÓLKS. DRAUMURINN ER AÐ SPILA MEÐ? ÍSLENSKA A-LANDSLIÐINU TÓNLIST SEM KEMUR ÞÉR Í STUÐ? SKRILLEX ÞYKIR VERA FAGMAÐUR Á ÞVÍ SVIÐI. SUMARIÐ HJÁ GRINDAVÍK VAR? FYRSTI KAFLI Í NÝJU TÍMABILI, VAKNING ÞAR SEM MENN ÁTTUÐU SIG Á AÐ HUGARFARSBREYTING ÞYRFTI AÐ EIGA SÉR STAÐ. FRAMTÍÐIN ER BJÖRT. EFTIRMINNILEGASTA ATVIK Á FÓTBOLTAFERLINUM? ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI FYRSTI LANDSLEIKURINN OG FERÐ ÞRIÐJA FLOKKS Á GOTHIA CUP 2010.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.