Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 14
14 FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR TEK AÐ MÉR AÐ SJÁ UM JÓLAHLAÐBORÐ. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SOHO.IS ÖRN GARÐARS, SÍMI 692 0200 ERUM BYRJUÐ AÐ BÓKA Í JÓLAHLAÐBORÐ Í STAPANUM. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.STAPINN.IS ER JÓLAHLAÐBORÐ FRAMUNDAN? Dagskrá Lundar forvarnarfélags á mánudögum að Suðurgötu 15 Ráðgjafaviðtöl frá 13:00 til 16.00 og eru pönntuð í síma 421-6700. Eru þetta bæði einkaviðtöl við þann sem á í erfiðleikum með hin ýmsu vímuefni og ekki síður aðstandendur þeirra. Það er að segja, foreldra, systkini, vini og eða aðra tengda sem þetta er farið að hafa áhrif á. Stuðningur (Grúppa) frá 16:30 - 17:30 er fyrir þau sem eru búin að vera EDRÚ í 10 daga eða lengur, hittast og fara yfir sín mál undir stjórn faglegs ráðgjafa. Foreldrafræðsla frá 18:00 til 20:00 (Fyrirlestur og grúppa) Fyrirlesturinn fer þannig fram að rágjafi fræðir okkur um hin ýmsu málefni varðandi sjúkdóminn, fíknina, meðvirknina og fleira, að því búnu er hópavinna (grúppa) þar sem allir geta fengið að tjá sig ef þeir vilja og hlusta á aðra. Annað í húsnæði Lundar að Suðurgötu 15 NA deild á þriðjudögum kl. 20:00 OA deild á fimmtudögum kl. 20:00 Al-anon á sunnudögum kl. 21:00 Í samráði við aðra (Ykkur) get- ur Lundur komið til ykkar með fræðslu, kynningu um hætturnar sem stafa af misnotkun á áfengi og öðrum vímugjöfum og afleiðingar þess á aðstandendur, hvort sem um er að ræða skóla, vinnustaði, stofn- anir og fleiri staði sé þess óskað. Nánari uppl. Erlingur Jónsson 772-5463 Davíð Ibsen er lærður bifvélavirki og hefur starfað sem slíkur með smá hléum síðan árið 1987. En hvar byrjaði Davíð ferilinn? „Ég var 15 ára þegar ég fór í starfs- kynningu hjá Edda Bó og Munda á Skiptingu. Í raun má segja að Eddi og Mundi hafi verið mínir kenn- arar og lærimeistarar í mörg ár. Ég hóf störf hjá Skiptingu árið 1987 og hef einnig starfað þar að undan- förnu eða fram að stofnun BÍLA- STOFU DAVÍÐS. Tíminn á Skipt- ingu var lærdómsríkur og kveð ég Edda sem vinnufélaga í góðri sátt. Ég stend á fertugu og hef starfað sem bifvélavirki í rúma tvo áratugi. Reynslan er því svolítil“. Hvenær mun fyrirtækið opna og hvaða þjónusta verður í boði? „BÍLASTOFA DAVÍÐS hefur nú þegar hafið störf og eru starfsmenn til að byrja með 2 en fjölgað verð- ur í liðinu í takt við ný og stærri verkefni. Verkstæðið er staðsett að Grófinni 7 í Reykjanesbæ eða þar sem BG var áður með verk- stæði. Við bjóðum upp á almennar bílaviðgerðir, smurþjónustu og stefnum jafnframt að frekari verkefnum, s.s. hjólbarðaþjón- ustu og fl. innan skamms tíma“. Er markaður fyrir nýtt fyrirtæki á þessu sviði í Reykjanesbæ? „Ég tel svo vera. Við munum leggja okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu. Í þessum bransa er traust frá við- skiptavinum lykillinn að árangri og munum við koma fram af heilindum við alla sem til okkar leita. Það mun taka tíma að byggja upp traust, það skiljum við, en ég vona að BÍLASTOFA DAVÍÐS fái góðar viðtökur í Reykjanesbæ. Að lokum vil ég bjóða nýja við- skiptavini velkomna til okkar, það er alltaf heitt á könnunni.“ Hljómsveitin The Wicked Strangers frá Selfossi og Eyrarbakka sigraði á Rokkstokk 2011 sem fór fram í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ laugardaginn 29. október 2011. Kristjón Freyr var valin besta hljómsveitin af áhorfendum. Sex hljómsveitir/hljómlistarmenn tóku þátt í keppninni að þessu sinni, Mc Narri frá Reykjanesbæ, Nine Worlds frá Reykjanesbæ, The Wicked Strangers frá Selfossi og Eyrarbakka, Kristjón Freyr frá Reykjanesbæ, Primavera frá Kópavogi og A day in december frá Reykjavík. Dómnefndin sem skipuð var þeim Magna Frey (söngvara Tommy gun Preachers og Black earth), Vigni Bergmann (gítarleikara Júdas), Hlyni Þór (Hobbita), Gunnari Gunn. (umsjónamaður Skúrsins á Rás 2) og Fríðu Dís (Klassart) var á einu máli um að hljómsveitin The Wicked Strangers ætti sigurinn skilið eftir frammistöðu sína þetta kvöld og fékk hljómsveitin peningaverðlaun að upphæð 100.000 kr. Kristjón Freyr sem áhorfendur völdu sem besta atriði kvöldsins fékk einnig peningaverðlaun 50.000 kr. Hljómsveitakeppnin Rokkstokk var tekin upp af Rás 2 og verður hægt að heyra afraksturinn af því í Skúrnum sem verður sendur út á Rás 2 fimmtudaginn 10. nóvember kl. 22:00. SamSuð, samstarfsvettvangur félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, stendur fyrir Rokkstokk. Menningarráð Suðurnesja styrkti Rokkstokk 2011. Bílastofa Davíðs opnar í Reykjanesbæ The Wicked Strangers bar sigur úr býtum ›› Viðskipti og atvinnulíf: ›› Rokkstokk 2011

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.