Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 10
10 FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR K.Steinarsson, - söluumboð ÖSKJU í Reykjanesbæ. Holtsgötu 52, 260 Reykjanesbær - Sími 420 5000 Dæmi um kjarabíla Tegund Gerð Mán. Tilboðsverð Afborgun pr. mánuð* Kia Sorento 60 3.090.000 44.890 kr. Honda CRV 60 2.190.000 31.890 kr. VW Tiguan 72 3.990.000 49.990 kr. Kia cee´d 60 1.790.000 25.990 kr. VW Passat 60 2.990.000 43.490 kr. Toyota Rav4 60 2.190.000 31.890 kr. Mitsubishi Lancer 36 990.000 22.390 kr. Mercedes-Benz A-Class 36 1.690.000 38.090 kr. *Afborgun miðast við 30% útborgun og óverðtryggðan bílasamning á 8,95% föstum vöxtum fyrstu 36 mánuðina. Nánari upplýsingar á www.landsbankinn.is. KJARADAGAR Notaðir bílar á góðu verði. Sérstök kjör á völdum bílum og frábærir lánamöguleikar. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -0 8 6 5Kia cee’d 2008 Verð 1.790.000 kr. Útborgun 537.000 kr. 25.990 kr. m.v. 60 mán. 6 ára ábyrgð eftir frá framleiðanda Dæmi um frábær kaup Sæljós GK 2 var dregið til hafnar í Sandgerði á mánudagskvöld eftir að báturinn var sóttur vélarvana nokkrar sjómílur út frá Sandgerði. Það var björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein sem sótti Sæljós. Þegar komið var í innsiglinguna til Sandgerðis kom björgunarbáturinn Gunnjón frá Björgunarsveitinni Ægi í Garði til aðstoðar, en veður var þannig að að- stoð Gunnjóns var nauðsynleg. Þegar björgunarskipið var komið með Sæljós í höfn hrökk vélin í gang og lagði báturinn því sjálfur að bryggju. Sæljós GK dregið vélarvana til hafnar Sæljós GK komið inn í höfnina í Sandgerði. Björgunarbáturinn smái en knái, Gunnjón, á stjórnborða. VF-myndir: Hilmar Bragi Landfestum Sæljóss GK komið í land. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein í baksýn, en það sótti bátinn á haf út. Gunnjón aðstoðaði svo þegar komið var í inn- siglinguna til Sandgerðis. Það eru fáar þúfur, stígar eða grundir í Garðinum sem Karl Njálsson hefur ekki markað spor sín í. Garðurinn er sviðið sem hann lék eitt af aðalhlutverkunum á alla ævi. Hann var Garðmaður eins og þeir gerast bestir. Vaxinn úr grasi þar sem dugnaður var dyggð og orð látin standa. Lífs- björgin dregin úr Garðsjónum og afkoman undir áræði hvers og eins komin. Lífið var ekki dreg- ið fram af hagtölum mánaðarins eða súluritum sem teigðu sig til himins. Kalli Njáls vissi það alla tíð að lífsvonin felst í verðmæta- sköpun, sem hefur verið í hönd- um sjósóknara og verkafólks við sjávarsíðuna, þar sem lífið var og er salfiskur. Hann var vart kom- in af fermingaraldri þegar hann var búinn að leggja línurnar fyrir framtíðina. Kominn í útgerð og hark löngu fyrir tvítugt, útskrif- aður úr Háskóla lífsins með láði. Kalli Njáls var af þeirri kynslóð sem lagði grunnin af velferð nú- tímans með áræði og hörku til vinnu alla tíð og hefði átt að njóta launanna lengur. Hann gekk þó stoltur frá verkum sínum, mætti örlögunum af reisn. Hann var skuldlaus við Guð og menn, var alla tíð með sitt á hreinu. Dugn- aður Karls og lífsförunautar hans Guðrúnar Sigurðardóttur bar ávöxt í lífi og starfi. Þau voru sam- taka í öllum málum, studdu hvort annað og voru jafningjar í rekstr- inum. Gunna í bókhaldinu, Kalli í atinu. Fjölskyldan og fyrirtækið varð eitt þar sem natni, gæfa og góðmennska spratt úr jarðvegi sem gaf af sér fimm vænleg börn og hagsæld í rekstri. Karl gekk vasklega til verka og varð fljótt þekktur af drifkrafti og góðum rekstri fyrirtækis þeirra hjóna. Hann tók þátt í öllum verkum og dró hvergi af sér. Karl var eft- irsóttur til ábyrgðarstarfa og spor hans liggja víða í atvinnulífinu. Kynni okkar hófust þegar hann kom á bæjarskrifstofuna til að leggja bæjarstjóranum sínum lín- urnar. Hann bar einkenni veikinda sinna þegar þessi fíngerði maður stakk aðeins við og gekk hokinn inn ganginn, tók niður pottlok- ið og kastaði kveðju á stelpurn- ar. Greip rauðan vasaklútinn og snýtti sér kröftuglega. Hristi klút- inn settist og tróð aftur fullfermi af neftóbaki í rjótt nefið. Ég fann það strax að þarna var kominn maður að mínu skapi. Kalli Njáls var góður leiðbeinandi, varkár og traustur maður. Hann var sjóaður í starfi og leik. Fór yfir málin af yfirvegun, varaði bæjarstjórann við pyttum lífsins og sagði frá því góða sem Garðurinn hafði upp á að bjóða. Sagði mér hvar brot- sjóina bæri varast í risjóttu mann- lífinu. Varaði mig við kvíguskap og undanlátsemi, en hvatti til sparnaðar og ráðdeildarsemi. Ég þakkaði fyrir ráðin hollu, þétt handtakið og vináttuglampann í augunum. Kalli Njáls var af gamla skólanum, fór hljóðlega um og vildi ekkert prjál, en skildi þeim mun meira eftir sig. Ég finn enn tóbaksþefinn í loftinu sem varð eftir þegar hann fór og tóbakið hristist úr rauða tóbaksklútnum þegar hann gekk hægum skrefum út í síðasta sinn og setti upp pott- lokið. Karl Njálsson skildi eftir sig farsæl spor í Garðinn sinn. Samúðarkveðjur sendum við til Guðrúnar, barna, barnabarna og fjölskyldunnar. Sigríður Magnúsdóttir Ásmundur Friðriksson Karl Njálsson - minning Auglýsingadeild í síma 421 0001 Fréttadeild í síma 421 0002 Afgreiðsla í síma 421 0000 Vikulegar Víkurfréttir - inn á öll heimili á Suðurnesjum!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.