Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 24
24 FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Þau hjónin Hulda Sveins og Hrafn Jónsson eiga hand- verksfyrirtækið Raven Design, sem þau reka í Reykjanesbæ, í Fjósinu í Koti, í Ytri Njarðvík. Á þessu ári hefur þeirra fyrirtæki verið valið til að taka þátt í tveim- ur sérstökum verkefnum Íslands- stofu (áður nefnt Útflutningsráð Íslands) og er þetta mikill heiður, því takmarkaður fjöldi fyrirtækja komast að á öllu landinu hverju sinni. Fyrra verkefnið sem Raven Design var valið í heitir Hönnun í Útflutn- ing sem er þróunarverkefni sem Íslandsstofa leiðir í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands, Ný- sköpunarmiðstöð Íslands og Sam- tök iðnaðarins. Markmið verkefn- isins er að leiða saman hönnuði og fyrirtæki í samvinnu um hönnun og framleiðslu á útflutningsvörum. Þátttaka Raven Design var tvíþætt, annars vegar var að finna umbúðir fyrir stærri vörur s.s. plexí- og leð- urvörur og hins vegar að hanna borð- og gólfstanda fyrir alla vöru- línuna. Þátttakendur í verkefninu munu fá framlag að upphæð 500.000 kr. til að standa straum af hönnunar- kostnaði, gegn a.m.k. jafnháu mót- framlagi fyrirtækisins. Þriðjudag- inn 21. júní skrifuðu Raven Design og Sóley Þórisdóttir vöruhönnuður sín á milli undir samstarf í verkefn- inu og hófst þar með fimm mánaða ferli sem lýkur núna í nóvember. Fyrirtækin sem voru valin í þetta verkefni eru Amivox, Bjarmaland, Glófi, Matorka, Raven Design, Saga Medica, Sif Cosmetics og Triton. Seinna verkefnið sem Raven De- sign var nýlega valið í kallast ÚH (Útflutningsaukning og hagvöxtur) sem er markaðs- og þróunarverk- efni fyrir fyrirtæki þar sem starfs- menn eða stjórnendur vinna með viðskiptahugmynd er varðar út- flutning á vöru eða þjónustu. Að þessu sinni var verkefnið Keilir heilsukoddi fyrir valinu. Verkefn- ið stendur yfir í 12 mánuði og er skipt í þrennt þar sem fyrirtækin fá fræðslu og þjálfun með áherslu á markaðs- og sölumál, stefnumót- un, og áætlanagerð. Þar fá eigend- ur Raven Design góðan grunn að undirbúningi á erlendan mark- að með áherslu á markaðsval og markaðsrannsókn sem unnið er í samvinnu við meistaranema í HÍ. Einnig kemur til þjálfun í sölu- og samningatækni, sýningarþátttöku og kynningartækni samhliða vöru- aðlögun og markaðs- og kynn- ingarefni fyrir erlenda markaðs- setningu. Markaðssetning erlendis verður í samstarfi við erlenda ráð- gjafa þar sem markmiðið er að ná viðskiptasamböndum og að lokum sölu. Að ÚH verkefninu standa Íslands- stofa, Samtök iðnaðarins, Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, Byggða- stofnun og Félag kvenna í atvinnu- rekstri. Fjöldi fyrirtækja í ÚH er takmarkaður við 8 þátttakendur á landinu og var Raven Design eitt þeirra. Margrét Sesselja Magnúsdótt-ir og tenórsöngvarinn Stef- án H. Stefánsson standa saman að verðugu verkefni sem hefur svo sannarlega undið upp á sig. Það byrjaði allt með því að Mar- gréti langaði að gleðja móður sína, heitina á afmælisdaginn, en hún var með Alzheimer sjúkdóm- inn. Margrét og systkini hennar vildu gefa mömmu sinni öðruvísi afmælisgjöf þar sem gjafir hefðu ekki skipt miklu máli fyrir móð- urina sem ástands hennar vegna. „Okkur datt í hug að það gæti ver- ið skemmtileg tilbreyting að fá einhvern til að syngja fyrir hana og ég nefndi það við deildarhjúkr- unarfræðinginn á Hrafnistu, sem tók vel í hugmyndina. Úr varð að við fengum tvo söngvara, en annar þeirra var Stefán Helgi og undirspilara til þess að syngja gömul íslensk lög.“ Afmælisgjöf- in skilaði svo sannarlega sínu en þegar söngurinn byrjaði lifn- aði yfir heilli 18 manna deild og það kom glampi í augu fólksins, en flest þeirra eru í hjólastól og bregðast venjulega ekki við miklu í umhverfi sínu.“ Í kjölfar þessarar vel heppnuðu uppákomu ákvað Margrét að gera eitthvað gott úr þessu og gaf hún sig á tal við Stefán Helga og hann tók vel í þessa hugmynd Margrétar að fara á fleiri heimili og syngja fyrir íbúana. Verkefnið sem hlaut nafnið Elligleðin ferðast nú um landið og heldur áfram að gleðja Alzheimer-sjúklinga og þá sem glíma við heilabilanir, en heimili fyrir aldraða á höfuðborgarsvæð- inu fá nú orðið mánaðarlega heim- sókn frá þeim. Stefán hefur svo sannarlega sungið sig inn í hug og hjörtu sjúklinganna en mikil gleði hefur brotist út á skemmtununum en blaðamaður var viðstaddur slíka skemmtun í Selinu í Njarðvík á dögunum. Stefán söng þá listavel og sagði skemmtilegar sögur þess á milli. Hann lét þó ekki þar við sitja heldur bauð hann konunum upp í snúning og kraup á kné og söng til þeirra, hann gjörsamlega heillaði þær upp úr skónum. Verkefnið gengur eingöngu á styrkj- um en Lionsklúbbur Njarðvíkur styrkti einmitt verkefnið við þetta tækifæri. „Þetta gengur á styrkjum og við höfum verið það lánsöm að fólk og ýmis samtök hafa lagt okkur lið,“ segir Margrét. Hún segir að það vanti alltaf fleira fólk til þess að leita styrkja þó svo að henni finn- ist vinnan vera skemmtileg en hún hefur ekki verið sem best til heils- unnar sjálf. „Þó svo að það geti ver- ið erfitt að fjármagna þetta og mikil vinna sem fylgi þessu þá munum við ekki láta einhver peningamál stöðva þetta verkefni,“ sagði Mar- grét að lokum. Menntastoðir er nám unn-ið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Námið er hugsað sem undirbúningur til áframhaldandi náms og miðar við háskólabrú Keilis og frumgreinadeildir við Bifröst, Háskólann á Akureyri og HR. Boðið er upp á þrjár mismun- andi leiðir, staðnám, dreifinám og fjarnám. Helsti munurinn er sá að staðnám tekur um 6 mánuði og er kennt alla virka daga en dreifi- og fjarnám tekur 10 mánuði og er kvöld/helgarskóli með fjarnáms- sniði. Fyrsti hópur fjarnámsnema lýkur námi í desember næstkom- andi og nýr hópur fer af stað í janúar 2012. Fjarnámið byggir á einni helg- arstaðlotu í mánuði en tvisvar í viku er nýtt kennsluefni sett á netið, sem nemendur vinna með heima. Námið veitir nemandanum færi á því að þjálfa þá námstækni sem nauðsynleg er við fjarnám, kynnast kennslukerfi sem notað er við fjarnám auk þess að þjálfa sjálfstæði í vinnubrögðum. Nú þegar hefur skapast góð reynsla af náminu og komið í ljós að þörf var á möguleika til þess að stunda nám með vinnu og heimilisrekstri, fjarri heimabyggð. Mikil áhersla er lögð á að þróa námið í samráði við nemendur svo koma megi til móts við þarfir fullorðinna námsmanna og að undirbúningur fyrir frekara nám sé sem bestur. Þá er lögð áhersla á að nemend- ur læri að læra, öðlist aukna trú á eigin getu og átti sig á því að nám er raunhæfur möguleiki en ekki fjarlægur draumur. Flestir nem- endur sem koma í Menntastoð- ir, óháð því hvaða leið þeir velja, eru í svipuðum sporum. Þeir hafa ekki stundað nám í langan tíma, tekið sér frí frá skólagöngu af ein- hverjum ástæðum og hafa áhuga á að mennta sig og breyta til í lífinu. Það getur reynst mörgum erfitt að stíga fyrsta skrefið og setjast aftur á skólabekk en staðreyndin er sú að langflestir nemendur koma sjálfum sér á óvart í náminu, segjast öðlast meira sjálfstraust og skemmtilega reynslu þrátt fyrir mikið álag á stundum. Nú þegar hafa 122 nemendur lokið fullu námi í Menntastoðum og um 80% þeirra hafið nám í Háskólabrú Keilis. Menntastoðir opna mögu- leika þinn til þess að setjast aftur á skólabekk og taka fyrsta skref- ið að áframhaldandi námi. Gríptu tækifærið og komdu með! Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Miðstöðvar símennt- unar á Suðurnesjum, www.mss.is eða hjá Særúnu Rósu Ástþórsdóttur í síma 412 5952/421 7500. Skráning er þegar hafin á www.keilir.net Skráning hafin fyrir vorönn 2012 Menntastoðir – tækifærið bíður þín! Sigrún Elísabeth Arnardóttir stundar fjarnám í Menntastoðum: Með 7 börn og stórt heimili var ég farin að sjá að ég myndi ekki geta farið í neitt nám næstu árin. En ég skellti mér af stað fyrst loksins var boðið upp á þetta snilldar fjarnám svo ég gæti haldið áfram og komist í Háskólabrú Keilis. Og þó ég myndi ekki halda áfram í námi þá er ég búin að læra það mikið að ég get hjálpað mínum börnum með margt í sínu námi sem ég hefði ekki getað áður. Í Menntastoðum er kennslan mjög vel upp sett og öll aðgengileg á netinu, svo ég get lært þegar ég hef tíma. Mér finnst frábært að hafa lotukerfi og samskipti við kennara eru þægileg og góð. Svo þetta nám er bara akkúrat eins og ég vil hafa það, alveg sniðið fyrir mig. Og með 8. barn á leiðinni þá ætla ég að skella mér í Háskólabrú hjá Keili í janúar að loknum Menntastoðum. Handverksfyrirtæki valið í tvenn verkefni Íslandsstofu Elligleðin ferðast um landið - með stuðningi frá Lionsklúbbi Njarðvíkur Stefán hefur svo sannarlega sungið sig inn í hug og hjörtu sjúklinganna en mikil gleði hefur brotist út á skemmtununum en Víkurfréttir voru við- staddar slíka skemmtun í Selinu í Njarðvík á dögunum. Stefán söng þá listavel og sagði skemmtilegar sögur þess á milli. Hann lét þó ekki þar við sitja heldur bauð hann konunum upp í snúning og kraup á kné og söng til þeirra, hann gjörsamlega heillaði þær upp úr skónum. Verkefnið gengur eingöngu á styrkjum en Lionsklúbbur Njarðvíkur styrkti einmitt verkefnið við þetta tækifæri. Myndin var tekin við það tækifæri.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.