Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 BLÁA LÓNIÐ ÓSKAR EFTIR Helstu verkefni: • Greining á markaðs- og sölutækifærum • Gerð markaðs- og kynningarefnis, textagerð og hönnun • Verkefnastjórnun og samskipti við hönnuði, birtingahús og aðra samstarfsaðila Hæfniskröfur: • Viðskipta- eða markaðsfræði • Almenn þekking á myndvinnsluforritum • Gott vald á talaðri og ritaðri enskri og íslenskri tungu • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfileikar • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileikar til að starfa í hóp Helstu verkefni: • Ræsting og dagleg verkstjórn • Þarfagreining og eftirlit • Þróun verklags og þjálfun starfsfólks • Ábyrgð á að notkun hreinsiefna uppfylli kröfur um umhverfisvernd • Umsjón með tækjum og búnaði sem notaður er við þrif Hæfniskröfur: • Reynsla af sambærilegum störfum mikill kostur • Leiðtogahæfileikar og mikill metnaður • Góð íslensku- og enskukunnátta • Samviskusemi, skipulagshæfni og drifkraftur Ræstingastjóra með tuskuæði Ræstingastjóri ber ábyrgð á innri og ytri ásýnd húsnæðis og umhverfis Bláa Lónsins og gegnir lykilhlutverki við upplifun gesta. Við leggjum áherslu á að ræstingastjóri starfi náið með öflugu teymi ræstingafólks og næturvarða að því að tryggja óaðfinnanlega ásýnd Bláa Lónsins á hverjum tíma. Markaðsfulltrúi starfar í öflugu teymi sérfræðinga sem mótar og markaðssetur eitt öflugasta vörumerki Íslands. Um er að ræða tækifæri til að starfa á alþjóðlegum vettvangi að krefjandi og spennandi verkefnum á sviði markaðsmála. Markaðsfulltrúa Umsjónarmanni í kvennaklefa Bláa Lónið þarf að bæta við í sterkt teymi nuddara vegna mikillar eftirspurnar eftir frábærum meðferðum sem í boði eru. Við leitum að kvenkynsnuddara sem hefur haldgóða reynslu og menntun. Starfið krefst vilja til að veita framúrskarandi þjónustu, mikillar hæfni í mannlegum samskiptum og almenns líkamlegs hreystis. Um framtíðarstörf er að ræða í 2-2-3 vaktakerfi frá kl. 11.00-18.00. Starfið felst í að hafa umsjón með ásýnd búningsklefa og sturtu- aðstöðu kvenna. Starfið krefst vilja til að veita framúrskarandi þjónustu, mikillar hæfni í mannlegum samskiptum og almenns líkamlegs hreystis þar sem gestafjöldi er mikill og í mörg horn að líta. Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg. Um framtíðarstörf er að ræða í 2-2-3 vaktakerfi. Möguleiki er á hlutastörfum með öðru skipulagi. Kvenkynsnuddara Innan raða Bláa Lónsins starfa úrvals starfsmenn sem búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum, eru agaðir og fágaðir í fram- komu og sinna starfi sínu af mikilli samviskusemi. Nánari upplýsingar um stöfin veitir Helga Jóhanna Oddsdóttir mannauðs- og gæðastjóri Bláa Lónsins í síma 420 8800 eða á helga@bluelagoon.is á milli kl. 10.00 og 12.00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.