Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 03.11.2011, Blaðsíða 17
17VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 Í TILEFNI AF ÞVÍ AÐ BÍLAR & HJÓL EHF HEFUR TEKIÐ VIÐ ÞJÓNUSTUUMBOÐ I FYRIR ÖSKJU BÍLAUMBOÐ KIA OG MERCEDES BENS ÞÁ BJÓÐUM VIÐ EFTIRFARAN DI TILBOÐ Í NÓVEMBER N Ó V E M B E R T I L B O Ð 20% AFSLÁTTUR AF OLÍU OG VINNU SM URNING 15% AFSLÁTTUR AF VINNU SAM- KVÆMT VERÐSKRÁ VER KSTÆÐI 15% AFSLÁTTUR AF VINNU OG ÖLLUM DEKKJUM DEKK 15% AFSLÁTTUR AF VERÐSKRÁ SP RA UT UN OG RÉTTING MEÐ ÖLLUM TILBOÐUM ER BOÐIÐ UPP Á ÓKEYPIS ÁSTANDSSKOÐUN Á DEKKJUM, BREMSUM, ÞURRKUBLÖÐUM, LJÓSABÚNAÐI OG FROSTLÖG ÁSAMT FRÍRRI ÁFYLLINGU AF RÚÐUVÖKVA ÞEIR SEM VILJA NÝTA SÉR ÞETTA TILBOÐ VINSAMLEGA PANTIÐ TÍMA Í SÍMA 421 1118 BÍLAR OG HJÓL, NJARÐARBRAUT 11ATH!ATH!AT !A ! Starfsdagur Suðurnesjavaktarinnar fór fram sl. fimmtudag og tókst mjög vel en það mættu tæp- lega 130 manns í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Markmiðið með starfsdeginum var að kynna öll úrræði og athafnir sem eru í boði á Suðurnesjum á sviði velferðarþjónustu en um langt bil hefur verið talin þörf á markvissri kynningu fyrir þá sem starfa að ráðgjöf og þjónustu við einstaklinga á svæðinu. Þarna voru komnir saman aðilar sem standa að baki fulltrúum í Suðurnesjavaktinni ásamt öðrum sem starfa að velferðarmálum á svæðinu. Þarna voru meðal annars fulltrúar frá öllum félagsþjónustum sveitarfélaganna á svæðinu, Vinnumálastofnun, Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, menntastofnunum, kirkj- unni, fræðsluskrifstofum og fleirum. Ingibjörg Broddadóttir frá velferðarráðuneytinu og formaður Suðurnesjavaktarinnar flutti ávarp í upp- hafi dags. Eftir það hélt Lovísa Lilliendahl, verkefnis- stjóri Suðurnesjavaktarinnar, kynningu á úrræðum og fleiru sem er í boði á svæðinu og í framhaldinu fengu allir fulltrúar tækifæri til þess að kynna nánar sínar eigin stofnanir og samtök. Suðurnesjakonan Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Ís- lands hélt skemmtilegt erindi og góð hvatningarorð til okkar Suðurnesjamanna. Lára Björnsdóttir for- maður stýrihóps velferðarvaktarinnar hélt svo stutta tölu í lok dags. Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri í Sand- gerði sá um fundarstjórn. Í tilefni dagsins var einnig kynntur nýr bæklingur sem Suðurnesjavaktin tók saman og inniheldur úrræði og athafnir á sviði velferðarmála á Suðurnesjum 2011. Velferðarvaktin var sett á laggirnar í kjölfar efnahags- hrunsins en hlutverk hennar er að fylgjast með félags- legum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum banka- hrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu með markvissum hætti og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna. Velferðarvaktin er óháður álitsgjafi sem leggur fram tillögur til stjórnvalda og hagsmuna- aðila. Suðurnesjavaktin hefur verið starfandi frá því í janúar á þessu ári. Við erum hópur fólks - hugmynda- og tækifærissmiðja. Bærinn er að koma til móts við okkur, sem og menningarráð Suðurnesja sem hefur verið með okkur í liði. 130 þátttakendur á starfsdegi Suðurnesjavaktarinnar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.