Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.02.2013, Blaðsíða 58
58 FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 sem er sannkallaður umræðustjóri ríkisins. Af hverju hefur hann aldrei boðið Ragnari Árnasyni í þáttinn hjá sér, en Þorvaldur Gylfason er þar fastagestur? Annars er Spegillinn í Ríkisútvarpinu rammastur í hlutdrægni sinni, enda kallaður Hljóð­ viljinn. Hann er eins og Þjóðviljinn aftur­ genginn. Þessir menn hafa ekki frétt af því, að sósíalisminn féll um koll við hrun Berlínarmúrsins.“ áStæða til að Hafa áHyGGjur af Þróuninni Nú eru blikur á lofti um hagþróun víða um lönd – hvað augum sérð þú þetta ástand og hvernig er rétt að skilgreina það? „Mér líst illa á þróunina. Vestrænar þjóð­ ir eyða langt um efni fram. Banda ríkja ­ menn nýta sér, að allir taka við dölum frá þeim, og prenta dali í óðaönn til þess að fjármagna umframeyðslu sína. Þeir taka ekki á hinum raunverulega vanda, sem er, að ríkið er allt of stórt og kostn aðarsamt hjá þeim. Ástandið er enn verra í Evrópu. Þar er reynt að setja alla í sömu mót. Ég man eftir því úr menntaskóla, að við lásum þjóðsöguna grísku um hinn illa gest gjafa Prókrústes. Þegar menn voru of stuttir fyrir rúmin hans, teygði hann á þeim, en þegar þeir voru of langir, hjó hann af þeim höfuð eða fætur. Evran er dálítið sama fyrirbærið. Þó að sami gjaldmiðill henti 50­ríkjum­Bandaríkjanna,­meðal­annars­ vegna sveigjanlegs vinnumarkaðar þar og mikils hreyfanleika, er ekki víst, að sami gjaldmiðill henti hinum ólíku 27 ríkj­ um Evrópusambandsins. Ef Grikkir og Portúgalir eiga að vera með sömu föstu myntina og Þjóðverjar, þá verða þeir líka að hegða sér eins vel og Þjóðverjar, en það hafa þeir ekki gert, og þess vegna fór sem fór. Annars er þetta ekki evruvandi, heldur skuldavandi: hann er, að sumar þjóðirnar á­evrusvæðinu­hafa­safnað­óhóflegum­ skuldum. Ég býst við, að Bandaríkjamenn fari fyrr út úr kreppunni en Evrópubúar. Hagkerfið­vestra­er­ekki­eins­kyrrstætt­ og í Evrópu. En báðar ríkjaheildirnar eiga á hættu að verða eins og maðurinn, sem var of feitur­til­að­flýja­og­of­hræddur­til­að­berjast.­ Lífsbaráttan er hörð, ekki síst núna, eftir að Kínverjar og Indverjar eru mættir til leiks. Það­getur­verið,­að­þú­hafir­ekki­áhuga­á­ baráttunni, en baráttan hefur áhuga á þér.“ Þú hefur verið talsvert í Brasilíu og þekkir hagkerfi BRIk­landanna – sem þú meðal annars hefur kennt um, ef ég skil rétt – hvað er að gerast þar? „Já, stóra fréttin á fyrsta áratug 21. ald ar var ekki fjármálakreppan, held ur inn ­ ganga BRIK­landanna í hinn alþjóðlega við skiptaheim, heims kapítalismann. Sjálf ur hef ég verið með annan fótinn í Rio de Janeiro síðustu árin, enda í rann ­ sóknarsamstarfi­við­brasilískar­stofn­anir.­ Gamli brandarinn um Brasilíu var, að það væri framtíðarlandið og yrði það áfram. En nú er framtíðin orðin samtíð þar. Þetta er orðið sjötta stærsta hagkerfi­heims­og­hefur­skotið­Stóra­Bretlandi aftur fyrir sig, enda búa þarna 200 milljónir manns á jafnstóru svæði og 48 ríki Bandaríkjanna á meginlandinu. En mestu munar samt um Kína og Indland, og þar hefur breytingin orðið enn mikilvægari. Hlutur þess ara landa í heimsframleiðslunni var 7% fyrir nokkrum árum, en Alþjóða gjald eyris sjóðurinn áætlar, að­hann­verði­um­25%­árið­2017.­Við­erum­ þess vegna að sjá miklar breytingar á heiminum. Við höfum borið gæfu til þess, að engil sax nesku stórveldin réðu mestu á nítjándu og tuttugustu öld, fyrst Bretland og síðan Bandaríkin, en líklega mun Kína ráða mestu á næstu ára tugum. Þar er frels is­ hefðin ekki eins gróin og á Vestur löndum, þótt á hinn bóg inn megi búast við, að kín­ verska mið stéttin taki einn góðan veður dag völdin­úr­höndum­komm­ún­istaflokks­ins.“­ Stöðnun einKennir Þróunina Þú hefur reynt að leggja mat á efna­ hags ástand síðustu ára, hvað einkennir það umfram annað? „Stöðnun er það orð, sem ég myndi nota. Það, sem átti að vera til bráða birgða, eins og gjaldeyrishöftin, varð til frambúðar. Stjórnvöld reyna ekkert til að komast út úr kreppunni. Þau hækka skatta í stað þess að lækka þá. Þau skapa óvissu í sjávarútvegi, sem­bjargaði­okkur­yfir­versta­hjallann.­ Þetta jafngildir eins konar sjálfsmorði heillar þjóðar, eins og Wall Street Journal skrifaði eftir ráðstefnuna okkar um sjálf­ bærar­og­arðbærar­fiskveiðar.­Þau­koma­ í veg fyrir virkj anir. Þau leggja þungar byrðar á ferða mannaþjónustuna. Hér er eng inn raunverulegur hagvöxtur, aðeins veltuaukning á milli ára. Það er alveg rétt, að­Gylfi­Zoëga­hefur­blás­ið­kreppuna­af.­ En það er af því, að það er engin kreppa hjá honum sjálf um. Hann fær 400 þúsund krónur­á­mánuði,­tæpar­fimm­milljónir­á­ ári, fyrir að sitja í peningamálanefnd Seðla­ bankans.“ Hvaða lærdóm er hægt að draga af hruninu hér á landi? Og hvað segja kunn ingjar þínir erlendis um það sem gerðist hér? „Bankahrunið varð aðallega vegna hinn ar alþjóðlegu fjármálakreppu. Og hún varð að sumu leyti sem eðlileg leiðrétting á ofþenslu áranna á undan og að sumu leyti vegna mis ráðinna ríkis afskipta, til dæmis undirmálslána á bandarískum húsnæðismarkaði og lágvaxtastefnu bandaríska seðlabankans. Ný fjár málatækni, sem átti að dreifa áhættu, reyndist þess í stað fela áhættu. Við þurfum ekki strangara eftirlit með fjármálamörkuðum, heldur strang ari reglur,­svo­að­bankar­geti­ekki­flutt­áhætt- una af eigin gerðum á herðar annarra. En­til­viðbótar­við­kerfisáhættuna­á­al- þjóðlegum fjár málamörkuðum höfðum við­sérstaka­kerfisáhættu­hér,­því­að­ áhættunni var ekki dreift hér nægilega. Þegar upp var staðið, reyndust útlán bankanna að mestu leyti vera til eins og sama aðilans, en á ótal kenni tölum. Seðlabankinn íslenski hélt, að hann væri að glíma við lausa fjárskort, en hann var í rauninni að eiga við eiginfjárvanda. Ann­ ars er eini maðurinn, sem sá alþjóðlegu kreppuna fyrir, sem ég veit um, skoski sagnfræðingurinn Niall Ferg uson. Hann kom hingað sumarið 2007 á vegum Kaup­ þings og sagði í hádegisverði, að hann sæi mörg sömu teikn á lofti núna og hann hefði séð í rannsóknum sínum á árunum fyrir heimskreppuna miklu, sem hófst í árslok 1929. Hér á Íslandi þykjast hins vegar margir hafa séð kreppuna fyrir. En Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði til dæmis í vitnisburði sínum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, að hún hefði verið í góðu sam­ bandi við tvo spekinga, þá Þorvald Gylfason og Robert Wade, og hvorugur hefði nokkru sinni varað hana við, að kreppa­vofði­yfir.­Ég­segi­eins­og­Þórarinn­ Eldjárn: Það var ekki fyrr en eftir hrunið sem allir sáu það fyrir.“ Hvernig verður farsælt efna hags kerfi reist á Íslandi? „Ísland var í þúsund ár í gildru Malt­ husar.­Hér­gátu­aðeins­lifað­um­50­þúsund­ manns. Ef þjóðinni fjölgaði umfram það, þá svalt það til bana eða féll í drepsóttum. Þetta stafaði af því, að landeigendastéttin gerði þegjandi samkomulag við konung um það, að hér væri aðeins leyfður landbúnaður, sem hentaði í rauninni illa í þessu harð býla landi. Sjávarútvegur var ekki leyfður nema sem aukabúgrein. Hér spruttu því ekki upp borgir, og Íslendingar forsÍðuefni Margrét S. Valgarðsdóttir Fatahönnuður 1.000 silkimjúkir plastpokar fyrir falleg föt Oddi – Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.