Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.02.2013, Blaðsíða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 Í bókinni eru settar fram spurn ingar sem krefja les andann til að skoða hvernig hann eða hún leiðir hópinn sinn í dag, skora á les andann að marka sér sýn um hvernig hann mun stjórna og leiða í framtíðinni og hvetja hann til að aðstoða aðra til að gera slíkt hið sama. Spurn ingarnar sem höfundar varpa fram í bókinni eru einfald ar en um leið soðnar niður í það sem skiptir meginmáli. Sá stjórnandi sem les bókina og svarar spurning­ um höfunda mun átta sig mun betur á stöðu sinni, veikleikum sínum og styrkleikum. Hvar hann þarf að spýta í og hvar hann þarf að slaka á klónni. Meginmarkmiðið er að auka árangur heildarinnar og því þarf stjórnandinn/leiðtoginn að spyrja sig: Hvers konar samskipti á ég við hópinn minn? Hvað get ég gert til að gera þau enn áhrifaríkari? Fyrsta spurningin sem les­ and inn þarf að svara er: Vil ég raunverulega vera í hlutverki leiðtogans? Ef svarið er já þurf ­ um við að spyrja okkur hvort við séum sífellt tilbúin til að þróa okkur sjálf og hvað við gerum með það að markmiði að leiða aðra til góðra verka. Leiðtogi eða stjórnandi Í gegnum tíðina hefur mikið verið rætt og ritað um muninn á leiðtoga og stjórnanda. Höf ­ undar bókarinnar halda því fram að í viðskiptaumhverfi dags ins í dag geti leiðtogar/ stjórnendur ekki leyft sér þann lúxus að vera annað hvort. Stjórn andinn þarf að tileinka sér hæfni leiðtogans og öfugt til að ná hámarksárangri sem kallar á hæfnina til að vega og meta hvenær hvort hlutverk um sig á við og hvenær á að setja á sig hatt leiðtogans og hvenær hatt stjórnandans. Sama hver staða þín er innan fyrirtækisins, þú ert í senn leiðtogi og stjórnandi og þarft að læra að blanda þess­ um tveimur hliðum á peningn­ um saman með áhrifa ríkum hætti. Þeim hætti sem hvet ur há marksvöxt og ­árangur starfs manna þinna. Rétta blandan skiptir höfuðmáli Höfundar hvetja leiðtogann til að eiga merkingarfullar og markvissar samræður við fólkið sitt og verja dágóðu plássi til um ræðu um ólíkar kynslóðir á vinnustaðnum og hvernig best er að nálgast ólíka hópa. Vissulega eigum við samtöl við yfirmenn, jafningja, undirmenn og aðra hagsmunaaðila oft á dag en hversu áhrifarík eru þessi samtöl og innihalda þau rétta blöndu stjórnunar og forystu? Samræðan sem leið toginn á við fólkið sitt eykur virðingu og traust, hvetur til endur gjafar á báða bóga, skap ar tækifæri til lærdóms og nær fram því besta í öllum, leiðtoganum þar meðtöldum. Samræðan sem stjórnandinn á við fólkið felur í sér söfnun og mat upplýsinga um mögu­ leika, lok verkefna og skilafrest. Þessar tvær tegundir nálgunar í sameiningu skapa samhljóm við markmið og stefnu fyrirtækisins, hvetja til nýsköpunar, auðvelda breytingar og skapa jarðveg fyrir hámarksárangur, bæði til skamms og langs tíma. Fjórar samræðugerðir Í bókinni setja höfundar fram fjóra flokka leiðtogasamræðu sem leiðtogar ættu að beina kastljósinu að til að tryggja hæfilega blöndu stjórnunar og Góður leiðtogi hefur það að meginhlutverki að hvetja til samræðu í starfs- mannahópnum og þannig hvetja vöxt og framþróun starfsmanna og um leið fyrirtækisins alls. Bókin Leadership Conversations eftir Berson og Stieglitz er góður leiðarvísir fyrir þá stjórnendur sem vilja taka skrefið frá því að vera góðir stjórnendur til þess að verða framúrskarandi leiðtogar en oftar en ekki er langur vegur á milli þessara tveggja hlutverka. TexTi: unnur valBorG HilMarsdóTTir Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnendaþjálfari hjá vendum „Spurn ingarnar sem höfundar varpa fram í bókinni eru einfald ar en um leið soðnar niður í það sem skiptir megin­ máli.“ bækur hvernig leiðtogar geta nýtt sér fjórar einfaldar tegundir samræðu til að hvetja til samhljóms milli stefnu og framkvæmdar starfsmanna fyrirtækja. ertu framúrskarandi leiðtogi eða góður stjórnandi? góður leiðtogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.