Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.02.2013, Blaðsíða 57
FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 57 forystu alþýðusambandsins? að því leyti sem þú treystir þér til að bera saman verkalýðsforystu og áherslumál þeirra frá einni kynslóð til annarrar? „Það kemur ef til vill á óvart, en ég held, að forysta­verkalýðs­hreyfi­ng­arinnar­núna­sé­ miklu skárri en hún var áður fyrr. Eðvarð Sigurðsson var elskulegur maður og að sumu leyti óspilltur. En hann var harður stalínisti, eins og fram kemur í bók minni um íslenska kommúnista, og tók við stórfé frá Ráðstjórnarríkjunum í styrki til íslensku verkalýðshreyfingarinnar.­Auðvitað­var­ Gvendur jaki skemmti legur persónuleiki, sem sagði vel frá, sannkallaður neftóbaks­ maður. En hann skipaði sér líka á bekk með kommúnistum. Gott dæmi er, að hann segir frá því í endur minn ingum sínum,­að­hann­hafi­sótt­heimsmót­æsk- unnar­í­Varsjá­1955,­og­þar­hafi­hann­orðið­ óþægilega var við stéttaskiptinguna innan kommúnistahreyfingarinnar,­lotn­ing- una fyrir valdinu. En hann sagði aldrei frá því. Og hann hélt áfram að þiggja boð til Rússlands eins og raunar margir aðrir íslenskir verka lýðsforingjar, og þar sátu þeir í dýrlegum veislufagnaði við strendur Svartahafs, á meðan rússnesk alþýða stritaði undir sínu oki. Við megum ekki gleyma því, að þetta var voldugt einræðisríki. Ég hef áður sagt, að­ég­stórefist­um,­að­kjarabarátta­skili­ kjarabótum. En sumir verka lýðs foringjar hafa vissulega barist fyrir umbótamálum, sérstaklega Guð mundur H. Garðarsson í Versl unarmannafélagi Reykjavíkur, sem vildi­stórefla­lífeyrissparnað­og­auka­val­ einstaklinga. Núverandi for ystu menn verkalýðshreyfingarinnar­vilja­eflaust­ vel, en ég er ekki viss um, að þeir geri mikið gagn. Þeir gera hins vegar ekki sama ógagn og herskáu kommúnistarnir í heims kreppunni og síðar í kalda stríðinu, sem beittu hvað eftir annað ofbeldi. Það er fræg saga af því, þegar Gvendur jaki skipulagði mikil verkföll sumarið 1961. Þá sagði Ólafur Thors forsætisráðherra: „Í dag eru á landinu tveir forsætisráðherrar, Guðmundur og ég, og óvíst, hvor má sín betur.““ Nú veitir þú Rannsóknarsetri um ný­ sköpun og hagvöxt forstöðu – hverju er því ætlað að ná fram? „Þetta er lítið rannsóknarsetur, sem við Ragnar Árnason og Birgir Þór Runólfsson stofnuðum til þess að kynna betur ýmsar hugmyndir um sjálfsprottna samvinnu í stað vald boðs, um verðlagningu í stað skipu lagningar. Helstu áherslur okkar eru velferðar­ og skattamál, nýting auð ­ linda, nýsköpun og fram kvæmda menn og minningin um fórn arlömbin. Rann ­ sóknarsetrið hefur boðið ýmsum fyrir ­ les urum til landsins og hefur í hyggju að gefa­ýmislegt­út­í­samstarfi­við­Almenna­ bókafélagið. Einn fyrirlesarinn var hinn kunni vísindarithöfundur Matt Ridley, sem skrifað hefur bókina The Rational Optimist, þar sem hann bendir á allar framfarirnar síðustu áratugina. Síðan má nefna tvær alþjóðlegar ráðstefnur, sem við héldum haustið 2012. Önnur­bar­yfir­skriftina­„Evrópa­fórnarlambanna“. Þar var aðalræðumaður prófessor Stéphane Courtois, sem var ritstjóri Svartbókar kommúnismans, en útkoma þeirr ar bók ar var mikill viðburður. Stein grímur J. Sigfússon sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Vinstri grænna í febrúar, að versta hugmyndafræði, sem fundin hefði verið upp, hefði verið nýfrjálshyggjan. Hann hefur bersýnilega ekki mikla sögulega yfirsýn.­Gleymir­hann­ekki­nasismanum?­ Og kommúnisminn kost aði um 100 milljónir mannslífa, eins og Courtois fór yfir­í­stórmerku­erindi­sínu­á­ráðstefnunni­ okkar. Á meðal þeirra, sem töluðu á þessari ráðstefnu, var Anna Funder, höfundur Stasilands, sem er stórmerk bók um daglegt líf í Austur­Þýska landi. Hin ráðstefnan var um­fisk­veiðar,­sjálfbærar­og­arðbærar.­Þar­ töluðu helstur sérfræðingar FAO, OECD og­Alþjóðabankans­um­fiskveiðar­og­þrír­ kunnustu hagfræðingar okkar á sviði fiskihagfræði­og­stofnanahagfræði,­þeir­ Ragnar Árnason, Rögnvaldur Hannesson og Þráinn Eggertsson.“ Þrjár teGundir fjölmiðla Þú skrifaðir á sínum tíma rit um fjöl­ miðla – hvaða augum sérðu íslenskt fjöl miðlaumhverfi? „Við þurfum að gera okkur grein fyrir, að íslenskir fjölmiðlar eru þrenns konar og á þeim er eðlismunur. Í fyrsta lagi eru frjálsir fjölmiðlar, sem eru háðir lesendum sínum, til dæmis Morgunblaðið og Stöð tvö, Við ­ skiptablaðið og Frjáls verslun. Menn þurfa að kaupa þá. Þetta er að mínum dómi eini eðlilegi rekst ur inn. Í öðru lagi eru svokallaðir ókeypis miðlar, sem lifa á því að selja auglýsendum aðgang að lesenda­ eða hlustendahópunum, sem þeir geta myndað. Þeir geta auðvitað ekki starfað eins og frjálsir fjölmiðlar. Ýms um blöðum er til dæmis troðið inn um bréfalúguna hjá­mér,­þótt­ég­hafi­ekki­beðið­um­þau.­ Lesendakannanir, þar sem slíkir ókeypis fjölmiðlar eru settir við hlið hinna, sem eru valdir, eru marklausar. Í þriðja lagi eru þeir fjölmiðlar, sem eru á fjárlögum, það er að segja Ríkisútvarpið. Enginn getur sagt því upp, og allir þurfa að greiða til þess. Þess vegna eru auðvitað sett lög um­það,­að­Ríkisútvarpið­þurfi­að­gæta­ óhlutdrægni í frásögnum af mönnum og málefnum. Ríkisútvarpið brýtur þessi lög á hverjum degi. Ég skal aðeins nefna örfá dæmi. Ríkis útvarpið talaði alltaf um Icesave­skuld ina, en ekki Icesave­kröfuna. Það gekk þannig erinda Breta og Hol l end­ inga gegn þeim Íslendingum, sem þó eru skyldaðir til að greiða fyrir reksturinn. Ríkisútvarpið sendir oft eða jafnvel alltaf fréttamenn á fundi, sem Evrópustofa heldur, og gerir frétt um fyrirlestrana. En það sendi ekki fréttamann á einn ein­ asta fund, sem Rannsóknarsetrið okkar hélt, og bauð það þó upp á heims kunna fræðimenn eins og Courtois og Ridley eða hélt ráðstefnur með helstu alþjóðlegu sérfræðingum um mikilvægustu hitamál Íslendinga­eins­og­kvótakerfið.­Það­vinna­ margir góðir menn á Ríkisútvarpinu, og ég er ekki að gagnrýna þá. Þeir gera sitt besta, og stofnunin býr að langri sögu og ríkri hefð. En fréttastjórinn þar, Óðinn Jónsson, heldur því miður ekki í heiðri lagaboðið um að gæta fyllstu óhlutdrægni. Hann gat á sínum tíma valið um það, hvort hann yrði framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar eða fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Ég er ekki viss­um,­hvort­starfið­hann­valdi­í­raun­og­ veru. Það er ekki heldur hollt að leggja svo mikið dagskrárvald í hendur einum manni. Hið sama er að segja um Egil Helgason, „Við Davíð höfum verið einkavinir í nær fjörutíu ár, og raunar kaus ég hann sem inspector í Menntaskólanum í Reykja­ vík þegar vorið 1969, áður en ég kynntist honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.