Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 51

Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 51
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 51 3. Hvað hefur breytt hagkerfunum á þann veg sem Summers lýsir? Hvaða skýringu gefur hann á þessu fyrirbæri? Í erindi sínu reyndi Summers ekki að útskýra hvað orsakaði þetta nýja ástand – the new normal. Það má samt hugsa sér ýmsar skýr ­ ingar. Ein er sú að viðskiptaheimurinn sé sjúk lega svartsýnn hin síðari ár en fái þó öðru hvoru bóluköst. Önnur skýring gæti verið að jafnvægiseftirspurnin í hagkerfinu haldi ekki uppi fullri atvinnu sökum vaxandi ójafn aðar þegnanna. Þeir ríkustu eyða of litlu. Gömul kenning um tæknibundið atvinnuleysi hefur einnig verið dregin fram. Þar segir að mjög örar tækniframfarir í markaðskerfinu hafi skapað of mikla framleiðslugetu mið að við heildareftirspurn. Ég stoppa hér og hætti mér ekki inn á þetta undarlega jarð sprengju ­ svæði makró­hagfræðinnar. Hinar ýmsu skýr ingar byggjast á ólíkum forsendum um eigin leika markaðarins. Ég vil samt nefna að verkaskiptingin í heiminum hefur breyst með hnattvæðingunni undanfarna áratugi og verk smiðjuframleiðsla og sumar greinar í upp lýsingatækni hafa í nokkrum mæli flust frá Vesturlöndum til þriðja heimsins. Ekki er ólíklegt að slík umskipti skapi tímabundið mis ­ gengi milli samsetningar framleiðsluþátta og eftirspurnar í hagkerfum Vesturlanda. Og svo útiloka ég ekki að Summers hafi verið að gera að gamni sínu. 4. Hvað er til ráða? Ef við horfum til hefðbundinnar makró­hag ­ fræði (IS­LM­uppsetningin) er svarið ljóst. Peningamál virka ekki en opinber útgjöld svín virka: Svarið er: meiri ríkisútgjöld. Hag ­ fræðingurinn víðkunni, Paul Krugman, sem er hallur undir hallarekstur, tók erindi Summers fagnandi. Annar bandarískur hagfræðingur sem er hallur undir kenningar Hymans Min­ skys telur að eina leiðin til að tryggja fulla atvinnu sé árlega að hækka hlutfall ríkis út ­ gjalda í þjóðartekjum. Hann getur þess ekki hvað taki við þegar hlutfallið nær 100%. Hljóð ­ lát bylting það. Ef þörf er á kerfisbreytingu þurfa stjórnvöld að greiða fyrir henni í samvinnu við einkaaðila. Það er flókið mál og snertir fleiri víddir en þær sem hefðbundin formleg líkön í hagfræði fjalla um – halli eða ekki halli, og svo framvegis. Ég sé ekki betur en þörf sé á að endurnýja inn viði bandaríska hagkerfisins og stoðkerfi atvinnulífsins. Bandaríkjamenn hafa löngum verið fljótir að laga sig að nýrri stöðu í tækni­ og atvinnu málum og vonandi er svo enn. Í Evrópu gengur yfirleitt hægt að laga hagkerfið að breyt ingum. 5. Það er mikið rætt um að Evrópa stefni að einu ríkjasambandi til að halda utan um evruna. Margir eru efins um að það takist. Hvaða skoðun hefur þú á því? Jean Monnet, afi Evrópusambandsins, vildi sameina stríðshrjáða Evrópu í eitt ríki og trúði á mátt keðjuverkana. Eitt leiðir af öðru. Byrja smátt (kola­ og stálbandalag) og síðan verður ekki aftur snúið. Hugsunin bak við upptöku evrunnar var af þessum toga. Setja upp hættulega ófullkomið myntbandalag og treysta því að þar næst yrðu tekin skref í átt að fullkomnu myntbandalagi. Evru ríkin settu sér þess vegna reglur um lágmarks jafn vægi í rekstri hagkerfanna fremur en að koma á fót sameiginlegu bankaeftirliti, innstæðu trygg ­ ingum og ríkisskuldabréfum og setja upp skatt kerfi og fjármálaráðuneyti fyrir svæðið. Þessar reglur um jafnvægi urðu fljótlega óvirkar þegar stórveldin sjálf hunsuðu þær. Það tók Bandaríkin 140 ár að koma á fót fullkomnu og traustu myntbandalagi. Banda ­ lagið byggist meðal annars á sameiginlegu kerfi skatta og almannatrygginga ásamt sam svarandi sjálfvirku flæði fjármagns til ein stakra ríkja sem glíma við staðbundna kreppu. Þróun peningamála í Bandaríkjunum var brokk geng. Umbætur sigldu oft í kjöl ­ far mikilla áfalla. Bankahrun, verðbólga, eigna bólur og atvinnuleysi kröfðust umbóta. Loks kom kreppan mikla. Það var ekki fyrr en upp úr 1930 að BNA höfðu eignast virkt bankabandalag stutt af eigin seðlabanka og fjármálaráðuneyti, kerfi innstæðutrygginga og öðrum sameiginlegum stofnunum. Banda ríkin tóku sér góðan tíma til að þróa myntbandalag sitt en þess ber að gæta að allt frá því borgarastyrjöldinni lauk 1865 voru Bandaríkin eitt ríki. Um það var ekki deilt. Evrusvæðið er ekki eitt ríki og hröð atburðarás í nútímalýðræðisríkjum blandast illa við lang ­ varandi óstöðugleika, atvinnuleysi og skerta opinbera þjónustu. Það er görótt blanda. Senni lega höfðu stjórnmálamenn meira svig ­ rúm til umbóta í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar en þeir hafa á okkar tímum. Evrusvæðið er annað og meira en gömlu myntbandalögin í Evrópu, svo sem mynt banda lag Norðurlanda. Þeirri skoðun vex fylgi að endanlega kalli evrusamstarfið á eitt ríki með sambærilegar stofnanir og Bandaríkin hafa á sviði peninga­ og fjármála. Og ríkin á evrusvæðinu hafa sennilega ekki 140 ár til að klára dæmið. Nú reynir verulega á keðju kenningu Monnets. Kannski er sú hugmynd röng að stofna þurfi eitt ríki til að standa vörð um evruna en ef kenningin er rétt sé ég ekki fyrir mér að Frakkar og Þjóðverjar ­ og hinar evruþjóðirnar ­ stofni eitt ríki. Og hvað yrði þá um Breta? Takist ekki að koma á fót nauðsynlegum stofnunum til að reka myntbandalagið yrði það skelfilegt verkefni að leggja evruna niður og verður ekki gert nema efnahagsástandið á svæðinu sé orðið ekki síður skelfilegt. 6. Ríki Suður­Evrópu telja að ef evran hyrfi sem sameiginlegur gjaldmiðill myndi fé streyma til Þýskalands og þýska markið yrði allt of sterkt. Er þetta rót um ræð ­ unnar; að evran henti Þjóðverjum vegna þess að hún er í raun veik gagnvart þeim en allt of sterk gagnvart þjóðunum í Suður­Evrópu? Jaðarþjóðir evrusvæðisins, ef borið er saman við stórveldin, búa við óstöðug hagkerfi og nafnlaunahækkanir hafa verið úr takt við framleiðnivöxtinn. Fyrir daga evrunnar felldu jaðarþjóðirnar gengi gjaldmiðla sinna til að lækka raunlaun, efla útflutning og jafna viðskiptin við útlönd. Með upptöku evrunnar kemur gengisfelling ekki lengur til greina. Í Bandaríkjunum er efnahagsástandið oft ólíkt í ríkjunum 50 en flutningur vinnuafls milli ríkjanna á stóran þátt í því að koma á jafnvægi. Vegna ólíkrar menningar og tungumála skipta fólksflutningar minna máli á evrusvæðinu. Bjargræði jaðarþjóðanna er því, fyrst og fremst, innri gengisfelling, sem svo er nefnd, en það er Sjúkleg bjartsýni er mamma eignabólunnar og hjarðhegðun er systir henn­ ar. Fjárfestar skvettu sér upp í byrjun aldarinnar þegar um þá streymdi ódæmi af lánsfé.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.