Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 146
146 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013
Góður andi á vinnustöðum er nauðsynlegur, enda erfitt að vera á vinnustað
átta tíma á dag fimm daga vikunnar þar sem baktal og jafnvel einelti
viðgengst. Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og stjórnendaþjálfari hjá
Þekkingarmiðlun, segir að stjórnendur veigri sér oft við að taka á málum og
viðurkenni þar með þessa óæskilegu hegðun. Hann segir jafnframt að léleg ur
andi á vinnustöðum sé algengari en margir halda. „Margir vinnustaðir geta
verið miklu betri. Það verður bara að segjast eins og er.“
Hvernig er mórallinn á
þínum vinnustað?
Þeir sem eru á vinnu markaðnum verja jafn vel meiri tíma á virkum dögum með starfs félögunum en
heima hjá sér. Það gefur því
auga leið að slæmur starfsandi
getur haft mikil áhrif. Margt get ur
valdið slæmum starfsmóral,
svo sem neikvæð samskipti
og leiðindi sem fá að grassera
óáreitt, of krefjandi verkefni, of
fá eða of mörg verkefni, óljósar
starfslýsingar eða slæmur
að búnaður. Þá hafði efnahags
kreppan einnig mikil áhrif þar
sem margir þurftu að horfa á
bak góðum samstarfsfélögum
og streita, óöryggi og óvissa
skapaðist hjá þeim sem héldu
störf um sínum og álagið varð
meira.
„Stundum dofnar bara yfir
þessu eins og hjónabandi,“
segir Eyþór Eðvarðsson. „Starfs
and inn getur allt í einu versn að
þótt ekkert hafi gerst og allir séu
tiltölulega sáttir.“
Eyþór segir að lélegur andi á
vinnustöðum sé algengari en
menn halda. „Margir vinnustaðir
geta verið miklu betri. Það verður
bara að segjast eins og er.“
Niðurdrepandi áhrif
Eyþór segir að það geti haft
slæm áhrif á starfsmenn þegar
starfsandinn er ekki nógu upp
byggilegur. „Það má líkja þessu
við að vera í sambandi sem
gengur ekki alveg upp; það er
ekki mjög uppörvandi að mæta
á vinnustað fimm daga vikunnar
þar sem maður finnur sig ekki.
Það sem gerist í eðlilegu árferði
er að fólk leitar sér að annarri
vinnu þegar starfsánægjan byrj
ar að dvína en eins og árferðið
hefur verið undanfarin ár situr
fólk sem fastast og ákveður að
þrauka á sama stað af ótta við
að fá ekkert betra. Þetta getur
tekið á og verið erfitt bæði fyrir
starfsmanninn sjálfan og sam
starfsmennina.“
Stjórnendur mikilvæg
fyrirmynd
Fólk er misjafnt og eitt af því
sem getur haft mikil og neikvæð
áhrif á starfsandann er þegar
einstaklingar baktala aðra.
Ey þór segir að það geti verið
áskorun að breyta slíku fólki.
„Erfið hegðun einstaklings þrífst
m.a. á því að enginn segir neitt
eða gerir neitt. Mikilvægt er
að stjórnandinn grípi inn í ef
ástandið breytist ekki,“ segir
Eyþór og bætir við að stjórn
endur veigri sér stundum við að
taka á málum og horfi fram hjá
því þegar starfsmaður er tekinn
fyrir. „Það fer ekki vel í fólk
þegar einhver segir leiðinda
brandara á kostnað annars á
kaffistofunni og stjórnandinn
hlær með. Ef hann bregst ekki
við er hann að vissu leyti að
viðurkenna þessa hegðun,
hann styrkir ákveðið ástand eða
ýtir jafnvel undir það. Hlutverk
stjórnun
Eyþór Eðvarðsson.
„Margir vinnustaðir
geta verið miklu betri.
Það verður bara að
segjast eins og er.“
Eyþór Eðvarðsson.
TexTi: Svava JÓnSdÓTTir Mynd: geir ÓlafSSon