Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 115
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 115
nálg un á leiðtogahlutverkið á
þeim veruleika sem leiðtogar
búa við í dag en ekki um miðbik
síðustu aldar þegar margar
stjórn unarkenningar voru settar
fram og víst er að margt er sett
fram í bókinni á hagnýtari hátt
en oft áður og ljóst að höfundur
nýtir sér reynslu sína og bak
gr unn í skrifum sínum. Höfund
ur legg ur mikið upp úr því að
„þýða“ kenningar yfir á manna
mál og setur fram sínar reglur
og lögmál byggt á fræðilegum
kenn ingum. Dæmi um það eru
fimm lögmál forystuúlfsins sem
eru samskipti, ástríða, misskilning
urinn um að vita svörin við öllu,
mikilvægasta eign fyrirtækis ins er
starfsfólkið og valdtraust.
Höfundur byggir nálgunina
á leiðtogahlutverkið á þeim
veruleika sem leiðtogar búa
við í dag en ekki um miðbik
síðustu aldar.
Leadership
Conversations:
Munurinn á leið
toga og stjórn
anda
Í gegnum tíðina hefur mikið verið
rætt og ritað um muninn á leið
toga og stjórnanda. Sú umræða
er yrkisefni bókarinnar Leader-
ship Conversations eftir Berson
og Stieglitz. Höfundar bókarinnar
halda því fram að í viðskiptaum
hverfi dagsins í dag geti leið
togar/stjórnendur ekki leyft sér
þann lúxus að vera annað hvort.
Stjórnandinn þarf að tileinka sér
hæfni leiðtogans og öfugt til að
ná hámarksárangri sem kallar
á hæfnina til að vega og meta
hvenær hvort hlutverk um sig á
við og hvenær á að setja á sig
hatt leiðtogans og hvenær hatt
stjórnandans. Sama hver staða
þín er innan fyrirtækisins; þú ert
í senn leiðtogi og stjórnandi, og
þarft að læra að blanda þessum
tveimur hliðum á peningnum
saman með áhrifaríkum hætti.
Þeim hætti sem hvetur hámarks
vöxt og árangur starfsmanna
þinna. Í bókinni eru settar fram
spurningar sem krefja lesand
ann til að skoða hvernig hann
eða hún leiðir hópinn sinn í dag,
skora á lesandann að marka
sér sýn um hvernig hann mun
stjórna og leiða í framtíðinni og
hvetja hann til að aðstoða aðra
til að gera slíkt hið sama. Spurn
ingarnar sem höfundar varpa
fram í bókinni eru einfaldar en
um leið soðnar niður í það sem
skiptir meginmáli. Sá stjórn
andi sem les bókina og svarar
spurningum höfunda mun átta
sig betur á sinni stöðu, veikleik
um sínum og styrkleikum. Hvar
hann þarf að spýta í og hvar
hann þarf að slaka á klónni.
Höfundar bókarinnar halda
því fram að í viðskiptaumh
verfi nútímans geti leiðtogar
og stjórnendur ekki leyft sér
þann lúxus að vera annað
hvort.
True North:
vertu þú sjálf(ur)
Í bókinni True North eftir Bill
Ge orge er kastljósinu beint að
mikilvægi þess fyrir stjórnand
ann að þekkja sjálfan sig til
að hann geti komið fyrir sem
ósvikinn leiðtogi og þannig
náð enn meiri árangri en ella.
Leiðtogar þurfa oftar en ekki að
taka fjölda afdrifaríkra ákvarð
ana á hverjum degi í sín um
störfum. Þær ákvarðanir geta
haft alvarlegar afleiðingar í för
með sér fyrir þá sjálfa og alla
hagsmunaaðila, starfsmenn,
við skiptavini, hluthafa og svo
mætti lengi telja. Sá leiðtogi sem
stendur föstum fótum á jörðinni,
þekkir gildi sín og lífsreglur, veit
hvað hvetur hann áfram, byggir
upp fólkið í kringum sig og nær
jafnvægi á öllum sviðum lífs síns
er sannur leiðtogi og trúverðugur
sem slíkur. Þess vegna fylgir fólk
honum fúslega í átt að sameigin
legri sýn, þrátt fyrir erfiðar og
stundum óvinsælar ákvarðanir, en
ekki af því að það á að gera það.
Slíkur leiðtogi nær meiri árangri en
hinir „hefðbundnu“ leið togar sem
krefjast fylgis í skjóli stöðu sinnar
og setja eigin hag framar hag
heildarinnar. Bókin hjálpar lesand
anum að styrkja stoðir sínar svo
hann geti staðið styrkari í ólgusjó
hins dag lega amsturs.
True North leggur höfundur
áherslu á að stjórnandinn
þekki sjálfan sig til að hann
geti komið fyrir sem ósvik
inn leiðtogi og þannig náð
enn meiri árangri en ella.
Lean in:
Konur – Látið
vaða!
Í kvennablaðinu var fjallað um
þá bók sem hefur fengið eina
mestu umfjöllun frá útgáfu af öll
um þeim sem komu út á þessu
ári. Það er bók Cheryl Sand
berg, framkvæmdastjóra rekstrar
hjá Facebook, Lean In. Sand
berg fjallar þar um þau skref
sem konur þurfa að stíga til að
raunverulegt jafnrétti náist. Bókin
hefur notið fádæma vinsælda
og á haustdögum kom hún út í
íslenskri þýðingu. Bókin á rætur
að rekja til erindis Sandberg
á Ted.com þar sem hún gefur
konum ráð um hvað þær þurfa
að gera til að marka dýpri spor
á vinnumarkaði. Ráðin sem hún
gefur eru í raun lexíur sem hún
hefur lært á sínum farsæla ferli
sem stjórnandi en í bókinni segir
hún ófáar sögur af sigrum og
mistökum sínum og annarra.
Þótt megininntak bókarinnar
sé það sama og í erindinu á
TED er farið mun dýpra í efnið í
bókinni og fleiri efnisþættir teknir
með í reikninginn. „Hvað myndir
þú gera ef þú værir óhrædd“
er grundvallarspurningin sem
Sheryl vill spyrja konur til að
hvetja þær til að opna augun
fyrir því hvers þær eru megnu
gar ef óttanum er ýtt til hliðar.
Hún vill hvetja konur til að beina
kastljósinu að því hvað þær geta
gert til að breyta stöðu sinni í
stað þess að einblína á það sem
þær geta ekki. Megintilgangur
bókarinnar er að hvetja konur til
þess að láta vaða þegar til áhrifa
kemur á hverju því sviði sem
þær kjósa að láta til sín taka á
og ef þær vilja á annað borð láta
að sér kveða. Þetta er bók sem
allar konur í atvinnulífinu þurfa
að lesa – og karlar líka!
Bill Ge orge höfundur true North.