Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 110
110 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013
áramót
eru tímamót
ÞORSTEINN INGI SIGFÚSSON,
FORSTJÓRI NýSKöPUNARMIðSTöðVAR – NMÍ
Einstakt hlutverk
Nýsköpunarmiðstöð Íslands er óvenjuleg stofnun sem varð til við sameiningu Iðntækni-
stofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins 2007. Hún er einstök; gegnir
hlutverki sem er nýtt og þegar hún er borin saman við aðrar stofnanir má sjá að hlutverk
hennar gengur lengra í viðskiptaþróun og þróun vöru og þjónustu en áður tíðkaðist.
TexTi: gíSli kriSTJánSSon / Myndir: geir ÓlafSSon o.fl
Með einstöku hlut verki sínu nær Nýsköp unarmiðstöð
Íslands m.a. að tengja betur
þá þekkingu sem til verður
í rannsóknar og sam starfs
verkefnum við atvinnu lífið og
gerir nýjum fyrir tækjum kleift
að byggja á nýrri þekkingu
sem oft skapar ákveðið sam
keppnisforskort í alþjóð legu
samhengi. Í lögunum um Ný
sköpunarmiðstöð er henni
gert að „stuðla að lífsgæðum á
Íslandi“. Allt þetta hefur fléttast
saman í okkar vinnu samhliða
ríkri áherslu á samfélagslega
ábyrgð í öllu tilliti.
Hvaða árangur Nmí ert þú
ánægðastur með á árinu?
Þegar ég horfi yfir árið sem
er að líða þá er ég ánægðastur
með hvernig okkur hefur
tekist að rækja hlutverk okkar
gagnvart frumkvöðlum og
fyrirtækjum á árinu. Við höf
um átt samtal við ríflega átta
þúsund aðila um land allt og
handleitt þá til góðra dáða. Nú
í desember vorum við til dæmis
að útskrifa nemanda númer
eitt þúsund fjörutíu og átta af
námskeiðinu „Brautar gengi“
sem leggur þeim konum lið
sem vilja hrinda viðskipta
hug mynd í fram kvæmd og
hefja eigin rekstur eða eru í
atvinnurekstri og vilja auka
rekstrar þekkingu sína.
Við höfum unnið að
verkefnum sem miða að því
að snúa sorpi í eldsneyti og
einbeitum okkur að klösum
og vöru og þjónustuþróun
í starfandi fyrirtækjum – við
reynum að beina athygli
ráðuneytis okkar að klasa
hugsuninni sem við teljum
geta hentað einkar vel hér á
landi. Og þegar ég hugsa út
fyrir landsteinana kemur í
hugann að kínversk stjórn
völd vilja stofna með okkur
alþjóðamiðstöð á sviði stein
steypu með verulega minnkuðu
kolefnisfótspori – við köllum
það EcoCrete og vonumst eftir
samningsundirskrift í byrjun
nýs ár.
Hvað nýjungar komu fram?
Nú um áramótin opnum
við nýja og öfluga starfsemi á
sviði svokallaðrar stafrænnar
smiðju, FabLab, sem við rekum
í samstarfi við MITháskóla í
Boston í Bandaríkjunum. Þarna
er samstarf við Fjölbrauta skól
ann í Breiðholti og Reykjavíkur
borg. FabLabsmiðjan verður í
Eddufelli en mun teygja anga
sína út í Fjölbrautaskólann
þar sem við prófum okkur
áfram með svokallað ELab,
smiðju sem varðar raftækni og
upplýsingatækni og mennta
málaráðuneytið hefur stutt
okkur mjög vel með. Þrjár
sam bærilegar smiðjur eru
þegar starfræktar undir okkar
hatti í Vestmannaeyjum, á
Sauðárkróki og Ísafirði og hafa
þær allar það hlutverk að efla
nýsköpun með því að auka
þekkingu á persónumiðaðri
fram leiðslu og stafrænum fram
leiðsluaðferðum sem þegar
upp er staðið eykur tækni
læsi almennings og al menna
tæknivitund. Ekki er vanþörf
á því þar sem atvinnu mark
að urinn kallar í auknum mæli
eftir tækni menntuðu fólki.
Um svipað leyti opnum við
frumkvöðlasetur fyrir skapandi
greinar á Hlemmi; nú er
Hlemm ur að menningarvæðast
svo um munar. Þar munu koma
saman ýmsar skrifstofur á borð
við Iceland Airwaves, Útón
og Tónverkamiðstöðina ásamt
hópi spennandi frumkvöðla
þar sem áhersla verður lögð
á skapandi tónlist. Samvinna
hefur verið við þessar stofnanir
og borgina.
Hver verða forgangsverkefni
Nmí næstu sex mánuði?
Þegar ég lít til framtíðar geri
ég mér grein fyrir að þessi
fyrstu ár starfseminnar hafa
reynt á okkur; fyrst hrunið og
kreppan og svo margfeldisáhrif
þess að byggingariðnaðurinn
féll í fang okkar gríðarlega
lask aður. Það er einmitt á
svona stundum sem reynir á
„karakter“ stofnunar eins og
okkar. Ég hef verið svo lán sam
ur að vinna ekki aðeins með
öflugu fólki, heldur njóta þess
að allir ráðherrar nýsköpunar á
Íslandi hafa horft til okkar um
hlutverk og forystu. Núverandi
ný sköpunarráðherra,
Ragnheiður Elín, er besta dæm
ið um slíka afstöðu og við
vinnum ötullega saman að efl
ingu íslensks atvinnulífs í kjöl
far nýsköpunar.
Starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Keldnaholti.