Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 46

Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 46
46 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 skoðun Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir sem fela í sér að fólk sem skuldaði húsnæðislán á árunum 2007 til 2010 muni fá niðurfellingu hluta skulda sinna vegna forsendu­ brests. Forsendubresturinn er sagður tilkominn vegna þess að verðbólga jókst umfram vænting ar lántaka og fasteigna­ verð stóð um tíma í stað. Jafnvel þeir sem ekkert skulda lengur fá „leiðréttinguna“ í formi aukins persónuafsláttar. Vonast er til að aðgerðirnar auki fólki bjartsýni og hvetji til meiri neyslu til að örva efnahagslífið. Athygli vekur að ráðgjafar ríkis stjórnarinnar gefa sér að hin aukna neysla sem vonast er eftir muni einungis hafa já ­ kvæð áhrif. Reynslan sýnir þó að aukin eftirspurn þýðir m.a. meiri innflutning og líkur vaxa á óhagstæðum viðskiptajöfnuði og veikingu krónunnar vegna undirliggjandi skorts á gjaldeyri til að greiða af erlendum lánum o.fl. Því aukast jafnframt líkur á verðbólgu. Einnig er líklegt að fasteignaverð hækki vegna þess að eftir leiðréttinguna mun fólk telja sig borgunarmenn fyrir dýrari fasteignum vegna aukins eigin fjár. Stjórnarmeiri ­ hlutinn gefur þó lítið fyrir varnaðarorð Seðlabanka, AGS o.fl. enda mest í mun að sanna að kosninga loforðin hafi verið uppfyllt.“ Forsendubresturinn dR. STeFaNÍa ÓSKaRSdÓTTiR – lektor við HÍ STJÓRNMÁL ÁRNi ÞÓR ÁRNaSoN – stjórnarformaður oxymap ehf. FYRIRTÆKJA- REKSTUR Ég hef fylgst með rekstri Ríkisspítala og Landspít­alans allt frá árinu 1964 þegar ég var sendill sumarlangt hjá lítilli heildsölu í Reykjavík. Skrif stofa spítalanna var uppi á Klappar stíg og átti að borga út einu sinni í viku. Iðulega var miði á hurðinni: „Engin útborgun reikn ­ inga í dag.“ Þá þorði enginn að rukka ríkið um vexti. Hreinlætið var á lægra plani, lítið um einnota vörur eða hátæknilyf og ýmiss konar gegnumlýsingartæki sem kosta tugi milljóna. Þá voru bara rúm, nálar brýnd ar og einhver lyf framleidd hjá Lyfja verslun ríkisins. Samt var aldrei til peningur. Það er nefni lega staðreynd að stjórnvöld hafa aldrei úthlutað þeim pen ingum sem þarf til að reka nútíma heilbrigðisþjón ustu á hverjum tíma. Þegar verst var byrjuðu líknarfélög að gefa tæki til stofnana og deilda til að bæta úr ófremdarástandinu. Frægast er framtak Hringskvenna með vökudeildina og uppbygging á augndeild Landakotsspítala með stuðningi Lionshreyfingarinnar. Í kjölfarið hafa fylgt fleiri safnanir og sér ekki fyrir endann á þeim. Svo er nú komið að tækjakaup byggjast að verulegu leyti á almenn ingssöfnun og nú er enn ein komin í gang til að kaupa róbot eða aðgerðaþjark til að taka okkur inn í 21. öldina. Á undanförnum árum eftir hrun var reynt að halda uppi metn ­ aðar fullri starfsemi án nokk urs skiln ings fjárveitingavalds ins. Það eru víst í gangi al þjóð legar reikn ­ ingsreglur um meðferðarkostnað en sá sem kaupir þjón ustuna kemst upp með að borga ekki fyrir hana samkvæmt þeim tölum. Þegar enn ein svikin voru lögð á borðið sagði forstjórinn upp. Þetta er nokkuð sem er óþekkt í íslenskri stjórnsýslu. Allir hrukku við og nú á að bæta upp fornar syndir með átaki. Öll setjum við jú góða heilbrigðisþjón ustu í fyrsta sæti, við krefjumst þess. Því held ég að drottningarfórn Björns Zoëga og það sem á eftir fylgdi geri þetta fyrirtæki að fyrir tæki ársins 2013. Þetta er það fyrirtæki sem skiptir alla Íslend­ inga mestu máli.“ Einar Guðbjartsson segir að IASB (alþjóðlega reikn ­ings skilaráðið) sé alltaf að bæta skýringar með reiknings­ skilum, núna síðast með því að innleiða ramma fyrir efnistök skýrslu stjórnar/stjórnenda. Í lok árs 2010 gaf IASB úr leiðbein­ andi tilmæli um efnisinnihald skýrslu stjórna/stjórnenda, IFRS Practice Statement Management Commentary, A framework for presentation Commentary. „Það sem er nýtt við útgáfu á „Management Commentary“ er að IASB er hér með leiðbeinandi tilmæli til stjórna félaga um það hvaða efnisinnihald ætti að vera í skýrslu stjórnar/stjórnenda með ársreikningi. Það tók um það bil fjögur ár að gera þessi leiðbein­ andi tilmæli.“ Einar segir að miklu máli skipti að traust ríki á markaðinum gagn ­ vart reikningsskilum og skýring­ um með þeim. Eftirlitsaðilar, t.d. Kauphöllin, eigi að hvetja félög til þess að fylgja Management Commentary, með því næst ákveðið samræmi hvað varðar efnisinnihald skýrslu stjórnar/ stjórn enda. „Almennt er þetta ekki notað hér á markaði, þ.e. ekki er tekið tillit til Management Commentary í efnisinnihaldi skýrslu stjórnar/ stjórnenda. Þessar leiðbeiningar eru sambærilegar og í bandaríska kerfinu Management Discussion & Analysis þar sem það er skylda að segja frá fjárhag, rekstri og viðskiptaumhverfi viðkomandi félags. Það ætti að vera hluti af góðum stjórnarháttum að nota þennan ramma.“ eiNaR GuðBjaRTSSoN – dósent við HÍ REIKNINGSSKIL Reikningsskil og skýrsla stjórnar/ stjórnenda Landspítalinn fyrirtæki ársins?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.