Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 94

Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 94
94 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 HAGVANGUR Áhersla á ráðgjöf í orkustjórnun „Ég horfi bjartsýn inn í næsta ár og trúi því að við séum að komast yfir erfiðasta hjallann þótt þetta séu ekki auðleysanleg mál sem þjóðin stendur frammi fyrir. Við eigum svo fullt af tækifærum sem við þurfum að nýta betur,“ segir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. Hagvangur er fyrst og fremst ráð ­gjaf arfyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta og persónulega þjónustu og eru gildi fyrir tæk ­ isins traust, heiðarleiki og per ­ sónuleg þjónusta. „Ég held að flestir geti tekið undir það enda er fyrirtækið þekkt fyrir þetta,“ segir Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri. „Við vinnum með trúnaðar ­ upp lýsingar og við teljum það skyldu okkar gagnvart um hverfinu og samfélaginu að virða trúnaðaróskir við kom ­ andi – hvort sem það eru ein ­ staklingar eða fyrirtæki.“ Hausaveiðar og nýir starfsmenn Katrín segir tvö atriði standa upp úr hjá fyrirtækinu á þessu ári. „Í fyrsta lagi spila hausa ­ veiðar, sem á ensku kallast „headhunting“, sífellt stærra hlutverk en áður og í öðru lagi hefur Hagvangur, vegna auk ­ inna umsvifa, ákveðið að ráða til sín tvo nýja starfs menn.“ Katrín segir að það sé stað ­ reynd að hausaveiðar eiga sér stað á hverjum degi í ís lensku atvinnulífi. „Hausa veiðar er sú aðferð sem notuð er þegar atvinnurekendur leita að fólki sem er ekki endilega virkt í atvinnuleit heldur er þegar í spennandi starfi. Oft og tíðum eru störf ekki auglýst heldur er leitað til Hag ­ vangs og óskað eftir að finna hæfasta einstaklinginn hvort sem hann er í starfi eða ekki. Þessi aðferð er meðal annars notuð af stjórnum fyrir tækja sem eru að leita að nýj um framkvæmdastjórum. Hag ­ vangur fylgist vel með vinnu ­ markaðnum og eru ráðgjafarnir ávallt í góðum tengslum við atvinnulífið. Við fylgjumst vel með öllum breytingum í efri lög um fyrirtækja og finnst spennandi að sjá fólki gefin aukin tækifæri til starfsframa. Fólk getur leitað til okkar í full um trúnaði ef það vill breyt ingar og sjá ný tækifæri. Að auki hefur það færst í vöxt að fólk sækir ekki um auglýst störf af ótta við trúnaðarbrest í meðförum umsókna sinna. Svo eru það þeir sem eru í störfum og hafa staðið sig áberandi vel. Við höfum sam ­ band við það fólk að fyrra bragði til að kanna hvort það vill eitthvað hreyfa sig og skoða tækifæri sem við erum með,“ segir Katrín en aðferðin er aðallega notuð við leit að sérfræðingum og stjórnendum. Hún segir að ekki sé hægt að gefa upp nákvæma tölu um hversu stór hluti af ráðningum Hagvangs fari í gegnum hausa ­ veiðar en aðeins um 30% af ráðn ingum, sem fyrirtækið sér um, fari í gegnum aug ­ lýsingaferli. Sterkur gagna ­ grunn ur Hagvangs er líka mikilvægur í leitinni að góðu fólki. Katrín tekur fram að heildar fjöldi hausaveiða á ári hlaupi á nokkrum tugum en þetta er í eðli sínu bæði tíma ­ frekari og dýrari aðferð en hefðbundnar aðferðir. „Hagvangur er aðili að alþjóð ­ legum samtökum hausaveiðara (EMA). Íslensk fyrirtæki sem starfa á alþjóðavettvangi hafa í samstarfi við Hagvang og EMA nýtt sér þessa þjónustu með góðum árangri varðandi ráðn ingar í störf stjórnenda erlendis.“ Hitt atriðið sem stendur upp úr hjá Hagvangi á árinu er ráðn ing tveggja nýrra starfs ­ manna, Leifs Geirs Haf steins ­ sonar og Hinriks Sigurð ar Jóhannssonar. Leifur Geir er aðstoðarfram ­ kvæmdastjóri Hagvangs og fag legur stjórnandi og Hinrik Sigurður er sviðsstjóri ráð ­ gjafar sviðs. Leifur Geir er með doktorspróf í vinnusálfræði og Hinrik Sigurður með cand. psych.­gráðu, sem er sálfræði ­ gráða. Katrín segir að hjá Hagvangi sé mikil áhersla lögð á vel menntað starfsfólk sem er til ­ búið til að vinna í krefjandi umhverfi. „Við leggjum áherslu á að fólk fái að njóta sín í starfi. Með tilkomu þess ara nýju starfsmanna verður aukin áhersla lögð á mannauðsráðgjöf.“ Í stefnumótunarvinnu Katrín segir að Hagvangur hafi alltaf lagt mikla áherslu TexTi: Svava JÓnSdÓTTir / Mynd: geir ÓlafSSon áramót eru tímamót Leifur Geir Hafsteinsson, Katrín S. óladóttir og Þórir Þorvarðarson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.