Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 134

Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 134
134 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 Össur hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og er nú með starfsemi í 18 löndum. Árangur fyrirtækisins byggir á atorkusömu starfsfólki sem leitar á hverjum degi nýrra leiða til að bæta hreyfanleika fólks. Össur mun halda áfram að þróa vörur sem gera fólki á Íslandi, og um heim allan, kleift að yfirstíga líkamlegar hindranir, njóta sín til fulls og öðlast betra líf. ÖSSUR ÓSKAR LANDSMÖNNUM ÁRS OG FRIÐAR OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI HVað seGja þau? 1. Hvað ertu ánægðastur með í íslensku atvinnulífi um þessi áramót? Kröftugan vöxt í þjónustuútflutn­ ingi og þá einkum ferðaþjón ­ ustu sem drífur hagvöxt um þessar mundir. Vel heppnaðar skráningar á hlutabréfamarkað á árinu og skýr teikn um áfram haldandi uppbyggingu verðbréfamarkaðar. 2. Hvaða fjögur skref er brýnast að taka á árinu 2014 til að efla atvinnu ­ lífið? Afnám gjaldeyrishafta í sætum 1 til 4. 3. Hvaða mistök voru gerð á árinu 2013? Ekki var hvikað frá áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem hefur lítið annað gert en að tefja tímann undanfarin ár. Því miður hafa öll varnaðarorð um áætl­ unina reynst á rökum reist. 4. núna eru fimm ár liðin frá hruninu, hvaða vænt­ ingar hefur þú til næstu tveggja ára? Ég bind vonir við að tekin verði afgerandi skref til að auka traust á íslensku hagkerfi meðal jafnt innlendra sem erlendra fjárfesta. Það traust er fors­ enda afnáms gjaldeyrishafta, aukinnar fjárfestingar og að Ísland geti orðið heimili öflugra alþjóðlegra fyrirtækja. 5. framleiðni vinnuafls er minni hér á landi en víða í öðrum löndum. Hvað þarf að gera til að auka hana? Það er ekkert náttúrulögmál að framleiðni vinnuafls þurfi að vera minni hér en annars staðar. Vinnuaflsframleiðni í fiskiðnaði er til að mynda meiri hér á landi en í nokkru öðru ríki og hefur farið ört vaxandi. Geirinn hefur búið við harða alþjóðlega samkeppni og allir hvatar verið til staðar til að mæta henni með aukinni hagkvæmni. Neyta þarf allra ráða til að opna hagkerfið fyrir erlendri samkeppni á sem flestum sviðum og fjarlægja þannig að alþjóðleg fyrirtæki geti orðið hér til, vaxið og dafn­ að. Þar vegur afnám gjaldeyris­ hafta þyngst. Afnám gjaldeyrishafta Páll harðarson, Kauphöll íslands: Páll Harðarson. „Kröftugur vöxtur er í þjónustuútflutn ingi og þá einkum ferða­ þjón ustu sem drífur hagvöxt um þessar mundir.“ 1. Hvað ertu ánægðastur með í íslensku atvinnulífi um þessi áramót? Við höfum séð að undanförnu mikla grósku og hugmynda­ auðgi í hugbúnaðar­ og tækni ­ geir anum þrátt fyrir óvissu. Þá hugsar maður hvað væri hægt að gera hér magnaða hluti ef íslenskt atvinnulíf byggi við stöðug leika líkt og nágranna­ löndin. 2. Hvaða fjögur skref er brýnast að taka á árinu 2014 til að efla atvinnu ­ lífið? 1) Að koma í veg fyrir alvarlega deilu á vinnumarkaði og að það takist að ná ásættanlegum kjarasamningum. 2) Þríhliða samkomulag um gengis­ og peningastefnu til að tryggja stöðugleika. 3) Efla verk­ og tæknimenntun og veita þeim sem minnsta hafa menntun ann að tækifæri til náms. 4) Að stigin verði markviss skref til að skýra stöðu Íslands í Evrópusam vinn unni, einkum er varðar gjald miðilsmál og aðgengi að mörk uðum fyrir fullunnar afurðir, með þjóðar­ atkvæðagreiðslu um fram hald aðildarviðræðna við ESB. 3. Hvaða mistök voru gerð á árinu 2013? Samtök atvinnulífsins höfnuðu sátt á vinnumarkaði. Ríkisstjórn­ in gaf frá sér tækifæri til að efla velferðarkerfið með því af sala sér tugmilljarða tekjum af veiðileyfagjaldi, auðlegðarskatti og virðisaukaskatti af gistingu ferðamanna. Aðildarviðræðum við ESB slitið. 4. núna eru fimm ár liðin frá hruninu, hvaða vænt­ ingar hefur þú til næstu tveggja ára? Að glímu við fortíðina linni og hér náist breið samstaða meðal þjóðarinnar um leiðir fram á við á grundvelli trausts gjaldmiðils, frjálsra viðskipta, stöðugleika og aukinnar velsældar. 5. framleiðni vinnuafls er minni hér á landi en víða í öðrum löndum. Hvað þarf að gera til að auka hana? Vandinn liggur í offjárfestingum í ákveðnum greinum, smæð fyrirtækja og lágu menntunar ­ stigi en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur ekki lokið formlegri prófgráðu eftir grunn ­ skóla. Við getum bætt okkur með markvissari og skynsam legri fjár festingum og með því að gefa þeim sem minnsta menntun hafa annað tækifæri til náms. Koma í veg fyrir deilur á vinnumarkaði Gylfi arnbjörnsson, forseti así: „Að glímu við for ­ tíðina linni og hér náist breið samstaða meðal þjóðarinnar um leiðir fram á við á grundvelli trausts gjaldmiðils, frjálsra viðskipta, stöðugleika og aukinnar vel­ sældar.“ Gylfi Arnbjörnsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.