Víkurfréttir - 27.05.2010, Qupperneq 8
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR8
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
TO
Y
50
21
8
05
/1
0
Þjónustudagur Toyota
Laugardaginn 29. maí
Kynntu þér betur þjónustu okkar á www.toyota.is
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 17 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
Toyota með allt á hreinu
Nú gerum við allt glansandi flott fyrir sumarið
á Þjónustudegi Toyota.
Milli klukkan 11 og 15 bjóðum við öllum eigendum Toyota
til umboðs- og þjónustuaðila Toyota. Þar verður nóg um
að vera.
Við þrífum bílana að utan - grill og gos.
Komið í heimsókn, haldið upp á Þjónustudaginn
með Toyota og akið burt á skínandi hreinum bílum
í sönnum Evróvisjóngír.
-Hvað setja framsóknarmenn
í Reykjanesbæ á oddinn fyrir
þessar kosningar?
„Íbúalýðræði, lýðræði í bæj-
arstjórn. Við viljum auka sam-
vinnuna innan bæjarstjórnar.
Síðan er það auðvitað stóra
málið – atvinnumálin. Við
verðum að keyra þessi stóru
verkefni í gegn sem eru á Ásbrú
og Helguvík…ég er tilbúinn að
klára Keflavíkurgönguna frá
Kúagerði inn í Reykjavík til að
hamra á ríkisstjórninni.“
-Er það ríkisstjórnin sem á að
útvega orku í álverið?
„Nei, Magma er að gera það
núna.“
-Hvaðan á hún að koma?
„Hún kemur að hluta til úr
nýrri Reykjanesvirkjun sem
Magma hefur vonandi burði
til að byggja upp. Auk þess
verður væntanlega virkjað í
efri og neðri Þjórsá og eitthvað
á Hellisheiðinni.“
-Nú hefur verið talað um að
þessir virkjunarkostir dugi
ekki til?
„Ef þessir virkjunarkostir sem
VÍKURFRÉTTIR TAKA PÚLSINN Á ODDVITUM FRAMBOÐSLISTANNA
KOSNINGAR Í REYKJANESBÆ Sjáið einnig viðtal íSjónvarpi VF á vf.is
Kristinn Jakobsson, oddviti framsóknarmanna:
Göngum óbundin
til kosninga
ég taldi upp verða nýttir að
viðbættri Krýsuvík, þá fer það
langt.“
-Nú býður Framsókn fram
undir eigin merkjum með
ungu fólki á lista. Vantar ekki
reynsluna?
„Nei, reynslan er fyrir hendi.
Kannski ekki pólitísk reynsla
en lífsreynsla og atvinnu-
reynsla er mikil. Þarna er
menntað, ungt fólk sem er
tilbúið til að takast á við nýja
tíma.“
-Ef við gefum okkur að núver-
andi meirihluti falli og mynda
þurfi meirihluta tveggja eða
fleiri flokka, hvaða samstarf
kæmi til greina?
„Samstarf við hvaða flokk
sem er í rauninni til að mynda
starfhæfan meirihluta. Við höf-
um lagt fram málefnaskrá eða
stefnumótun næstu fjögur árin
og á þeim grundvelli munum
við fara í samstarf. Við göng-
um óbundin til kosninga og
spyrjum að leikslokum.“
Kristinn Þór Jakobsson, Íris Edda og Freyr Sverrisson unnu spurn-
ingakeppni frambjóðenda uppi á Ásbrú þann 22. apríl.
Steinar Guðmundsson syngur og Guðmundur Steingrímsson
leikur undir á harmonikkuna.
Við opnun kosningaskrifstofunnar.
Kvenkyns frambjóðendur Framsóknarflokksins í myndatöku í Sólbrekkum á dögunum.