Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 1
vf.is Metan er innlendur og umhverfisvænn orkugjafi sem er helmingi ódýrari en bensín. Nýttu þér kosti metans með Volkswagen. K. Steinarsson – Njarðarbraut 13 420 5000 - heklakef@heklakef.is Das Auto. TM Opið allan sólarhringinn Fitjum NÝTT Morgunverðar-matseðill Aðeins í boði áSubway Fitjum 14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011 Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is 989kr/stk. Tilboðsverð! 339kr/stk. Tilboðsverð! Easy ÞvoTTaEfni aloE vEra 2.7 kg Easy MýkingarEfni 2 l | www.flytjandi.is | sími 525 7700 | VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undan- úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB Æsispennandi körfuknattleikir - sjá nánar á bls. 23 Víkurfréttir Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 F i m m t u d A G u R i n n 5 . J A n Ú A R 2 0 1 2 • 1 . t ö l u b l A ð • 3 3 . á R G A n G u R Stærra og efniSmeira blað í hverri viku! ÚTSALAN ER HAFIN Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946 Fjármálaráðherra úr Garðinum ›› Oddný G. Harðardóttir óvænt við ríkisstjórnarborðið, fyrsti ráðherra Suðurnesjamanna og fyrsta konan í embætti fjármálaráðherra: Útsölur að hefjast! Stórtjón í heitavatnsleka Janúarmánuður er þekktur fyrir útsölur en þá getur fólk gert góð kaup þegar jólavarningur ýmiskonar og fatnaður fer á afslætti. Á myndinni er Einar Sigurpálsson að setja upp gluggamerkingu í Kóda þar sem stendur „Útsala“ stórum stöfum VF-mynd: pket St ó r t j ó n v a r ð í g ö m l u lögreglustöðinni í Grænási í Reykjanesbæ þegar heitt vatn lak þar úr bilaðri leiðslu í nokkra daga. Það var svo í hádeginu á þriðjudag sem menn urðu lekans varir en þá voru allir innviðir hússins orðnir gufusoðnir og sjóðandi heitt vatn um öll gólf. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var fengið til að dæla út vatninu en allir innviðir eru ónýtir og eigandi hússins hefur nefnt að tjónið sé allt að 50 milljónum króna. - Sjá nánar á vf.is Oddný G. Harðardóttir, nýr fjármála-ráðherra í ríkisstjórn Íslands segir að settar séu á hana nokkrar kvaðir sem fyrsti kvenkyns fjármálaráðherrann og jafnframt fyrsti Suðurnesjamaðurinn í ráðherrastól. „Ég þarf að standa mig, bæði fyrir konur og fyrir Suðurnesjamenn.“ Hún segir að það hefði komið sér í opna skjöldu þegar henni var boðinn ráðherrastóllinn en hún vissi ekki að það stæði til fyrr en á þingflokksfundi fyrir áramót. „Auðvitað vissi ég að einhverjar breytingar gætu átt sér stað í ríkisstjórn og ég vissi að það var áhugi fyrir því að hafa jöfn kynjahlutföll. Ég sá því að þetta kæmi hugsanlega til greina því ég hef gegnt stöðu formanns þingflokksins og verið formaður fjárlaganefndar um skeið og því með ákveðinn bakgrunn. Ég fór þó ekki inn á fundinn með það í huga að ég fengi ráðherrastólinn. Það hvarflaði ekki að mér að ég fengi stöðu fjármálaráðherra. Ég hélt einfaldlega að við værum ekki komin það framarlega í jafnréttisbaráttunni, að setja konu í þessa stöðu. Þar hafði ég bara rangt fyrir mér.“ Oddný segist ekki geta sagt til um það hvort það hafi skipt máli að hún sé Suðurnesjamaður þegar hún skipuð í ljósi erfiðs ástands. Hún segir að henni hafi þótt verra að Suðurkjördæmi í heild sinni hafi ekki átt ráðherra í ríkisstjórn þetta kjörtímabilið og það hafi verið gott hjá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að kippa því í liðinn. Hún segir að hún muni beita sér fyrir því að vinna með atvinnuvegaráðherra að því að bæta atvinnulífið, og þá sérstaklega hér á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið er mest. Það sé ríkinu fyrir bestu að atvinnulífið komist af stað hér á svæðinu og það sé nauðsynlegt að gera. Oddný kveðst ætla að beita sér fyrir alla landsmenn og þar séu Suðurnesjamenn ekki undanskildir. Hún er með þau skilaboð til Suðurnesjamanna að landið sé að rísa úr öskunni og að aðstæður fari hægt batnandi. „Ríkissjóður er að vísu enn rekinn á lánum en við höfum farið úr 216 milljarða gati í 20 milljarða gat ef allt gengur eftir á árinu 2012. Allir landsmenn, líka Suðurnesjamenn, græða á því að ríkissjóður sé rekinn á núlli, helst með afgangi. Með því móti þurfum við ekki að taka lán og borga vexti. Þar af leiðandi breytum við vöxtum í velferð ef svo mætti segja.“ En geta Suðurnesjamenn átt von á því að hlutir fari að gerast í stóru atvinnumálum svæðisins, t.d. í álverinu? „Ég vona það svo sannarlega. Auðvitað er gagnaverið að fara af stað á Ásbrú og kísilverið í Helguvík. Stóra verkefnið er álverið í Helguvík og þar held ég að hlutirnir fari að ganga í kjölfar gerðardóms sem féll á dögunum,“ segir Oddný og hún er þeirrar skoðunar að það verkefni verði stöðugleikinn í atvinnumálum Suðurnesjamanna í framtíðinni. Oddný, sem er úr Garðinum, segir að það hafi snert hana mjög þegar hún kom heim í Garðinn eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum á gamlársdag að búið var að flagga um allan Garð. Hún segir að þetta hafi verið afar skemmtilegt uppátæki Garðbúa og yljað henni um hjartarætur. - „Þarf að standa mig, bæði fyrir konur og fyrir Suðurnesjamenn“ Oddný, fremst til vinstri, ásamt öðrum ráðherrum í ríkisstjórn og forseta Íslands á ríkisráðsfundi á gamlársdag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.