Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 4
4 FIMMTUdagUrInn 5. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Það er óhætt að segja að árið hafið byrjað með stórfrétt fyrir okkur Suðurnesjamenn. Oddný G. Harðardóttir var skipuð fjármálaráðherra í byrjun vikunnar, öllum á óvart og ekki síst henni. Pólitíkin er skrýtin og þessari ákvörðun fögnum við Suðurnesjamenn því það hefur lengi verið draumur okkar allra að fá ráðherra, hvað þá fjármálaráðherra. Við skulum vona að Oddný verði já ráðherra. Suðurnesja- menn hafa aldrei átt neinn slíkan og hafa í gegnum tíðina ekki verið mjög ánægðir með þingmennina sína. Ekki fundist þeir nógu miklir hagsmunapólitíkusar eins og Árni Johnsen er fyrir Eyjamenn, Jón Bjarnason fyrir sitt fólk og fleiri dæmi mætti nefna um þingmenn og ráðherra sem hafa hugsað um sín kjördæmi og nærumhverfi. Þegar við spurðum Oddnýju í viðtali eftir tveggja daga starf í vikunni hvort hún myndi ekki hugsa um sitt fólk svaraði því hún auðvitað játandi. Hún verður því vonandi Já Suðurnesja- ráðherra. Það er virkileg þörf á slíkum ráðherra núna. Hér er mesta atvinnuleysi landsins, flest gjaldþrot, hér eru flestir öryrkjar, minnsta menntunin og versta veðrið auk fleiri þátta sem mætti nefna. Oddný ráðherra getur tekið til í flestum þessum þáttum. Atvinnuþátturinn er þó stærstur og kemur að hluta til undir fjármálaráðherra. Veðrinu getum við sleppt. Það vita allir að hér er vindasamt en að sama skapi er lítil loftmengun. Oddný þarf að fara í fremstu víglínu í að ýta álverinu af stað. Breytast í Gumma Steinars í sókninni og skora mörk. Nú þurfum við að hugsa um sóknina eftir langvarandi varnarleik. Kannski örlítið í stíl við gengi Keflavíkurliðsins á síðasta ári og við getum bætt gengi Grindvíkinga við. Bæði lið sem sagt í botnbaráttu á síðasta ári og ætla bæði að horfa fram á við, sækja titla með öllum tiltækum ráðum. Hvort sem fyrrverandi Júgóslavi eða örvinglaður Guðjón Þórðarson eru við stjórnvölinn. Nú segjum við sama við Oddnýju. Í sóknina með þig! Steingrímur og Jóhanna geta verið í marki og í vörn og varist en þú þarft að sækja og skora mörk. Mörg mörk. Hafðu þetta í huga kæra Oddný ráðherra. Suðurnesjamenn óska þér til hamingju með að vera fyrsta konan í embætti fjármálaráðherra og einnig fyrsti þingmaður á Suðurnesjum sem verður ráðherra. Við vonum að við getum óskað þér til hamingju með frammistöðuna þegar starfi þínu í fjármálaráðuneytinu lýkur. Nú liggur mikið við og nú treystum við á þig. Við á Víkurfréttum óskum Suðurnesjamönnum öllum gleðilegs nýs árs með þakkir fyrir góð samskipti á liðnu ári. vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 12. janúar 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Já ráðherra! Fréttaflutningur síðustu mánaða og ára hefur, að mati höfunda, verið nokkuð einhæfur þegar kemur að fréttum af Suðurnesjum. Eðli fréttamennskunnar og fjölmiðla er því miður þannig að hið neikvæða fær meiri athygli en jákvæðar fréttir. Ekki verður hjá því komist að taka eftir að óvenju mikið hefur verið fjallað um það neikvæða hér á Suðurnesjum, svo sem slæmt atvinnuástand og afleiðingar þess. Umfjöllun um menntamál á svæðinu tengist oftar en ekki lélegum árangri á samræmdum prófum og lítið eða ekkert er fjallað um góðan árangur þar sem hann er að nást á öðrum sviðum. Ekkert svæði er þannig samsett að þar sé einungis að finna neikvæðar fréttir, það er líka alltaf eitthvað gott og uppbyggilegt að gerast á hverjum stað. Það má ekki gleyma því að margir á Suðurnesjum eru að standa sig vel í námi og starfi og margir skólar og fyrirtæki að gera mjög góða hluti á ýmsum sviðum. Það sést vel ef síðustu greinar Menntavagnsins eru skoðaðar að metnaður skóla hér á svæðinu til að gera vel er mikill auk þess sem framboð ýmissa félagslegra úrræða er mjög fjölbreytt. Árið 2010 voru lagðar fyrir kannanir á menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn ungmenna í öllum grunnskólum og framhaldsskólum á landinu. Kannanirnar voru framkvæmdar af rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir og greining en þær eru lagðar fyrir með reglulegu millibili, síðast árið 2007 en fyrst árið 1992. Í grunnskólum tóku nemendur 9. og 10. bekkjar þátt, hér á Suðurnesjum voru það alls 553 krakkar. Framhaldsskólakönnunin var lögð fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tóku 606 manns þátt. Svarhlutfall í báðum könnunum var mjög gott, bæði hér á Suðurnesjum og á landsvísu. Kannanirnar í grunnskólum annars vegar og framhaldsskólum hins vegar eru ekki nákvæmlega eins svo ekki er gott að bera þær sérstaklega saman en þær gefa skýra mynd af stöðu ungmenna hérna í samanburði við önnur ungmenni í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ef rýnt er í niðurstöður þessara kannana og niðurstöður hér á Suðurnesjum bornar saman við höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina kemur ýmislegt ánægjulegt í ljós. Á sama tíma og menntunarstig á svæðinu er frekar lágt eru til dæmis fleiri foreldrar á Suðurnesjum en annars staðar á landinu í námi. Hlýtur það að teljast jákvætt þar sem það er styrkur fyrir svæðið að sem flestir afli sér menntunar og nýti þau tækifæri sem bjóðast hverju sinni og ætti það að leiða til hærra menntunarstigs hérna í framtíðinni. Í grunnskólum á Suðurnesjum eru fleiri nemendur en annars staðar sem leggja rækt við námið og fleiri nemendur en annars staðar á landinu sem telja foreldra sína finnast mikilvægt að þeir standi sig vel í náminu. Í framhaldsskólanum eru færri nemendur en annars staðar á landinu sem finnst námið ekki mikilvægt. Allt eru þetta jákvæðar niðurstöður fyrir okkur hér á Suðurnesjum sem benda bæði til þess að nemendur hér reyni að leggja sig fram við námið og að þeir, jafnt sem foreldrar, telji mikilvægt að mennta sig. Í könnuninni meðal grunnskólanemenda voru þeir spurðir hvort þeir finndu fyrir ýmsum einkennum ADHD sem er ofvirkni með athyglisbresti. Á Suður- Bjart með köflum 0 5 10 15 20 25 Suðurnes Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin 18,2% 21,3% 22,1% 12,6% 18,3% 16% % Upplifun nemenda af einkennum ADHD Ég tala oft eða mjög oft óhóflega mikið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Suðurnes Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin 4,2% 6,2% 8,5% % Ég þarf aldrei að vinna heimavinnu Grunnskóli 0 5 10 15 20 25 Suðurnes Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin 18,2% 21,3% 22,1% 12,6% 18,3% 16% % Upplifun nemenda af einkennum ADHD Ég tala oft eða mjög oft óhóflega mikið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Suðurnes Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin 4,2% 6,2% 8,5% % Ég þarf aldrei að vinna heimavinnu Grunnskóli 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 Suðurnes Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin 82,9% 74,8% 69,5% 52,3% 47,4% 49,9% % Ég vinn ekki með skólanum Grunnskóli Framhaldsskóli nesjum eru færri nemendur en annars staðar á landinu sem finna fyrir þessum einkennum. Dæmi um niðurstöður svona spurninga má sjá í töflu nr. 1. Hlutfall framhaldsskólanemenda sem segjast vera greindir með athyglisbrest er 7,8% á Suðurnesjum, 10,5% á höfuðborgarsvæðinu og 9,9% á landsbyggðinni. Grun skólanemendur voru jafnframt spurðir að því hvort þeim finnst þeir vera lagðir í einelti í skólanum. Ef einn nemandi svarar þessari spurningu játandi er það alltaf einum nemanda of mikið, og því miður voru þeir fleiri en það. Suðurnesin eru þó ekki að koma verr út en aðrir staðir á landinu hvað einelti varðar. Hlutfall þeirra sem telja sig verða fyrir einelti í skólanum er það sama og á höfuðborgarsvæðinu eða 1,5% grunnskólanemenda. Á landsbyggðinni er hlutfallið 2,2%. Hér á Suðurnesjum virðist vera meira um það að grunnskólanemendum sé sett fyrir heimavinna en annars staðar á landinu, því hlutfall þeirra sem segjast aldrei þurfa að vinna heimavinnu er lægra hér en bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Niðurstöðurnar má sjá í töflu nr. 2. Færri nemendur, bæði í grunnskóla og framhaldsskóla, vinna með námi á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Niðurstöðurnar má sjá í töflu nr. 3. Í ljósi atvinnuleysis á svæðinu er líklegt að erfiðara sé fyrir skólakrakka að fá vinnu með námi, en það hlýtur þó að teljast jákvætt að þeir einbeiti sér þá frekar að náminu sem er í reynd full vinna fyrir flesta sem vilja standa sig vel. Þegar kemur að framtíðarsýn ungmenna á Suðurnesjum stefna langflestir á áframhaldandi nám að loknum grunnskóla og framhaldsskóla, það er að segja álíka margir hér og annars staðar á landsbyggðinni. Hlutfallið er örlítið hærra á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum stefna 4,3% í vinnu eftir grunnskólann, 4,5% á landsbyggðinni en 2,7% á höfuðborgarsvæðinu. Grunnskólanemendurnir hérna eru almennt jákvæðari en þeir á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni, hvað atvinnuhorfur í framtíðinni varðar þegar spurt er um möguleika á góðu starfi, hærri tekjum en foreldrar og líkum á atvinnuleysi. Þó að ástandið sé stundum dökkt þá er það sjaldnast svo dökkt að það lýsi ekki einhvers staðar í kringum okkur. Það má alltaf finna ljósa punkta innan um og eftir því sem maður leitar betur og einbeitir sér að þeim og því jákvæða í samfélaginu, fer því fjölgandi sem maður getur verið ánægður með. Það má því alls ekki gleymast í umræðunni um atvinnu- og menntamál á Suðurnesjum að það er ýmislegt gott að eiga sér stað, samhliða öðru sem þarf að ráða bót á. Mun auðveldara er að takast á við vandamálin ef hugsað er í lausnum og einblínt á það jákvæða og uppbyggilega. Verkefnisstjórar um eflingu menntunar á Suðurnesjum tóku saman, Hanna María Kristjánsdóttir og Rúnar Árnason Tafla 1 Tafla 2 Tafla 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.