Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 5
5VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 5. janúar 2012 ›› FRÉTTIR ‹‹ Til leigu! Vandað 120 fm skrifstofurými á góðum stað að Hafnargötu 62 í Reykjanesbæ, efri hæð URTUSTEINN fasteignafélag Upplýsingar í síma 421 5460, skuli@urtusteinn.is, urtusteinn.is P & Ó Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að bæjarstjórn Garðs vilji þakka Pétri Brynjarssyni fyrir sam- starfið á liðnum árum og óskar bæjarstjórn honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Bæjarstjóri hefur ákveðið í samráði við fræðslustjóra Fræðsluskrif- stofu Reykjanesbæjar, formann skólanefndar Garðs og meirihluta bæjarstjórnar Garðs að ráða Þor- kel Ingimarsson í tímabundið starf skólastjóra Gerðaskóla, til loka skólaársins 2011-2012. Ákvörð- unin verður kynnt skólanefnd ásamt deildarstjóra og aðstoðar- skólastjóra Gerðaskóla á fundi skólanefndar sem verður haldinn í byrjun janúar. Á fundi skólanefndar degi síðar, þann 29. desember sl., var lögð fram bókun frá kennurum sem er svohljóðandi: „Kennarar í Gerðaskóla undrast vinnubrögð meirihluta bæjar- stjórnar í þessu ferli. Ekkert sam- ráð hefur verið haft við kennara eða skólanefnd sem ráðgefandi fagnefnd, heldur hefur aðeins verið tilkynnt á skólanefndarfundum um ákvarðanir meirihluta bæjar- stjórnar“. Á sama fundi bókaði D-listinn: „Meirihluti skólanefndar áréttar að fráfarandi skólastóri og bæjar- stjórnarmeirihlutinn hafi náð sam- komulagi um starfslok skólastjóra og sá samningur og efni hans sé utan valdsviðs skólanefndar og því ekki í hennar verkahring að veita ráðgjöf um“. Undir liðnum önnur mál bókaði N-listinn varðandi ráðningu skóla- stjóra og þar segir: „N-listinn mótmælir harðlega að ráðið sé í eina af mikilvægustu stöðu bæjarins án auglýsinga og umsagnar skólanefndar. Með því er farið framhjá mati fagnefndar sveitarfélags á hæfni skólastjór- ans og möguleikum fleiri á því að bjóða fram krafta sína. Samkvæmt 4. kafla í erindisbréfi skólanefndar er ráðningarferli tilgreint þannig að ráðið er í stöðu skólastjóra að undangenginni umsögn skóla- nefndar. Þar segir í 16 gr: „Sveitarstjórn ræður skólastjóra að fenginni umsögn skólanefndar og aðstoðarskólastjóra að feng- ›› Skólastjóramál fyrirferðarmikil í Garði: Tekist á um tímabundna ráðn- ingu skólastjóra Gerðaskóla „Allt frá því að nýr meirihluti tók við völdum hér í Garðinum hafa verið linnulausar árásir frá þeirra hendi á Gerðaskóla og skólastjóra hans. Flumbrugangur meirihluta D-lista og gerræðisleg vinnubrögð þeirra hafa verið einkennandi í öllu þessu máli. Meirihluti bæjar- stjórnar hirti ekki um jafnræðis-, meðalhófs-, upplýsingareglu eða reglu um andmæli. Ásmundur bæjarstjóri afturkallaði úttekt á vegum Mennta- og menningarráðuneytisins, Mat á skólastarfi, og það var gert degi áður en matið átti að fara fram“. Þetta segir í bókun N-listans í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs á síðasta bæjarstjórnarfundi, þann 28. desember. Þar var tekið fyrir samkomulag um starfslok Péturs Brynjarssonar, skólastjóra Gerðaskóla. inni umsögn skólastjóra sbr. 1. og 2. mgr laga um grunnskóla nr 66/1995. Áður en aðstoðarskóla- stjóri er ráðinn skal sveitarstjórn jafnframt afla umsagnar skóla- nefndar varðandi ráðninguna. Hafi ekki verið ákveðinn annar háttur auglýsir skólanefnd fyrrnefndar stöður og tekur við umsóknum um þær. Að loknum umsóknarfresti skal skólanefnd halda fund svo fljótt sem auðið er, fjalla um um- sóknir og senda þær sveitarstjórn ásamt umsögnum og tillögum um val á skólastjóra eða aðstoðarskóla- stjóra“. Erindisbréf þetta er enn í fullu gildi þar sem annað hefur ekki komið fram. Erindisbréfið hefur ekki verið fellt úr gildi eða nýtt verið staðfest af núverandi bæjarstjórn. Það er algert metnaðarleysi að sveitarfélag standi fyrir því að ráðning í eina af mikilvægustu stöðu sveitarfélags- ins þoli ekki samkeppni eða faglega skoðun“, segir N-listinn í bókun sinni. Fulltrúar D-listans í skólanefnd færðu þá til bókar: „Nýr skólastjóri er ráðinn sem verkefnastjóri fram á vor og því ekki skylda að auglýsa starfið sam- kvæmt laganna hljóðan. Staða skólastjóra verður auglýst laus til umsóknar á vordögum eins og lög gera ráð fyrir og koma umsóknir þær sem berast inn á borð skóla- nefndar til umsagnar. Í gr. 14.1 í kjarasamningi Skóla- stjórafélags Íslands segir: Öll störf skulu auglýst laus til um- sóknar á opinberum vettvangi. Skal það gert með 14 daga fyrirvara að jafnaði. Þó er ekki skylt að auglýsa afleysingastörf, svo sem vegna fæð- ingarorlofs, námsleyfis eða veik- inda, eða störf þar sem ráðning skal standa 12 mánuði eða skemur eða tímavinnustörf “. Ráðinn í tímabundið starf skólastjóra í Gerðaskóla Í samráði við fræðslustjóra Fræðsluskrifstofu Reykjanes- bæjar, formann skólanefndar Garðs og meirihluta bæjarstjórnar hefur bæjarstjóri ákveðið að ráða Þorkel Ingimarsson í tímabundið starf skólastjóra Gerðaskóla, til loka skólaársins 2011-2012. Þorkell hefur langa reynslu sem kennari og skólastjóri, m.a. við Héraðs- og grunnskólann á Reykja- nesi við Ísafjarðardjúp á árunum 1989-1991, Grunnskólann í Lundi 1997-2000, og skólastjóri við Húna- vallaskóla 2001-2011. Þorkell lauk B.Ed námi frá Kennaraháskóla Ís- lands árið 1980 og Dipl. Ed prófi í uppeldis- og menntunarfræðum við framhaldsdeild Kennarahá- skóla Íslands með áherslu á stjórn– un menntastofnana 2007. Ættfræði á bókasafninu Félagar af Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu ætla að hittast á bókasafninu og ræða saman um ættfræði þriðjudag- inn 10. janúar 2012 kl. 17:00- 19:00. Allir áhugasamir eru velkomnir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.