Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 16
LAUS STÖRF Í LEIKSKÓLUM
HJÁ SKÓLUM EHF
Heilsuleikskólinn Krókur Grindavík
Auglýsir eftir leikskólakennara - fagstjóra í hreyfingu
Viðkomandi sér um kennslu og þróun hreyfingar í leikskólanum bæði úti
og inni ásamt öðrum störfum. Hann þarf að vinna sjálfstætt að markmiðs-
setningu og skipulagningu starfsins í samráði við stjórnendur.
Fáist ekki leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldis-
menntun eða leiðbeinandi.
Starfið hentar íþróttafræðingum vel.
Heilsuleikskólinn Krókur er 4 deilda leikskóli með um 100 börn. Í stefnu leikskólans er lögð áhersla á
heilsueflingu, frjálsan leik, umhverfismennt og jákvæð samskipti með áherslu á umhyggjusamt námsumhverfi.
Við leggjum ríka áherslu á jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði
ríkir og því leitum við að samstarfsfólki sem:
- Er tilbúið að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans.
- Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum.
- Er tilbúið að taka þátt í öflugri starfsþróun.
- Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir:
Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri, sími 426-9998.
Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á www.skolar.is/Starf/
Heilsuleikskólinn Háaleiti Ásbrú Reykjanesbæ
Heilsuleikskólinn Háaleiti óskar eftir að ráða leikskólakennara
og/eða uppeldismenntaðan starfsmann í 100% stöðu
Í leikskólanum er unnið eftir heilsustefnunni með áherslu á næringu,
hreyfingu og listsköpun.
Unnið er með jákvæð og gefandi samskipti og er góður andi ríkjandi
í skólanum.
Hafir þú áhuga á að vinna í lifandi og metnaðarfullu starfsumhverfi með skemmtilegu fólki þá hafðu samband.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.
Nánari upplýsingar veita:
Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri í síma 426-5276
Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á www.skolar.is
Heilsuleikskólar Skóla:
Hamravellir, Háaleiti, Kór og Krókur.
Leikskóli á “Heilsubraut“
Ungbarnaleikskólinn Ársól.
Gamaldags
og nýtinn
Mikið ósköp getur maður verið stíflaður stundum. Ég
á mér þann leiða
ósóma að nýta alla
hluti fram yfir allt
velsæmi. Á meðan
þeir tóra, þá duga
þeir. Reyni að vera
þokkalegur til fara
en gef þó garmana
áður en ég vex upp
úr þeim eða öllu
heldur út úr þeim. Teygi lopann á
öðrum hlutum, þegar enginn sér
til. Frúin hlær að mér og segir að ég
sé ótrúlega nýtinn. Á minn hátt.
Tökum sem dæmi sportið. Það á sér tísku eins og allt
annað. Sama hvar þú berð niður,
þá eru nýir gallar og betri græjur
bráðnauðsynlegar, annars ertu
ekki með. Það var mikið hlegið
að mér þegar ég mætti á teig í
Leirunni fyrir nokkrum árum og
það upplýstist að ég hafði notast
við sama golfsettið í heil þrjátíu
ár! „Þeir á Byggðasafninu voru
að hringja og spyrja um þig“ var
viðkvæðið. Ég var litinn hornauga
með þessar líka eldgömlu járn- og
trékylfur, að jafnvel grassvörðurinn
leit undan þegar ég sló. Gafst upp
á endanum og uppfærði áhöldin
enda þróunin gífurleg. Spila miklu
betur núna, verð að viðurkenna
það. Að ég held.
Er samt enn að hanga á túpu-sjónvarpinu sem ég keypti fyrir
sex árum, enda nýjasta og besta
túpan í boði þá. Og enn hlæja
pungarnir að mér. „Er gamli enn
með túpu?“ og ég fullyrði að það sé
nóg eftir af tækinu. Tekur reyndar
hálfa mínútu að komast í gang en
skilar ágætis mynd. Á tvær aðrar
í notkun í kofanum og skammast
mín ekkert fyrir það. Ennþá. Þarf
samt að fara að huga að endurnýjun,
enda nýju tækin þynnri, skýrari,
orku- og umhverfisvænni. Alveg
örugglega. Ætla mér á útsölu á
nýárinu og skipta út. Allavega einu.
Svo er það ljósadýrðin á heim-ilinu. Geri ekki annað allan
liðlangan daginn heima hjá mér en
að slökkva ljósin. Það eru logandi
ljós út um allt hús og allir halda
að frú Orka sé ekki að mæla. Af
hverju þurfa að vera ljós í öllum
herbergjum þegar ekkert er í
gangi. Er ég gamaldags og nýtinn?
Allavega hundleiðinlegur á nútíma
mælikvarða.
vf.is
Opið frá kl. 8:00 - 17:00
Engar tímapantanir
Njarðarbraut 7
Bifreiðaskoðun
Fimmtudagurinn 5. janúar 2012 • 1. tölublað • 33. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
Vertu í sambandi!
Auglýsingadeild
í síma 421 0001 (gunnar@vf.is)
Fréttadeild í síma
421 0002 (hilmar@vf.is)
FIMMTUDAGS
VALS
VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr
Steinar Jóhannsson
ráðinn skólastjóri
Myllubakkaskóla
Guðrún Snorradóttir hefur látið af störfum sem skóla-
stjóri Myllubakkaskóla frá og með
1. janúar 2012.
Steinar Jóhannsson verður tíma-
bundið skólastjóri Myllubakkaskóla
eða fram til 1. ágúst 2012. Auglýst
verður í stöðu skólastjóra með
vorinu.
Eva Björk Sveinsdóttir verður
tímabundið aðstoðarskólastjóri eða
fram til 1. ágúst 2012.
›› reykjanesbær:
Tökum að okkur allt
- einnig blaðaumbrot og auglýsingagerð!
Upplýsingar í síma 421 0000 eða póstur á pket@vf.is
prentverk og hönnun
vf.is