Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 2
2 FIMMTUdagUrInn 5. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR ENDURNÝJUN UMSÓKNA UM HÚSA- LEIGUBÆTUR VEGNA ÁRSINS 2012 Endurnýja þarf umsóknir um húsaleigubætur fyrir 16. janúar 2012. Sótt er um á Mitt Reykjanes.is (www.mittreykjanes.is) Þar er einnig hægt að sækja um lykilorð og hægt að velja um að fá lykilorðið sent í pósti eða netbanka. Með umsókninni þarf að skila inn upplýsingum um: ársins 2011 Vinnumálastofnun eða öðrum launagreiðendum og önnur gögn er varða laun ekki þegar verið skilað inn í fullu gildi Umsókn inn á www.mittreykjanes.is þarf að hafa borist eigi síðar en 16.janúar 2012 Sigurbjörg Gísladóttir húsnæðisfulltrúi. ÞRETTÁNDAGLEÐI OG ÁLFABRENNA - Brenna er staðsett við Ægisgötu. boði Reykjanesbæjar. Suðurnes. LIFANDI OG SKEMMTI- LEGT STARF   fjölbreytt og skemmtilegt og hentar jafnt konum sem - frestur er til 16. janúar. Upplýsingar gefur forstöðumaður Fanney St. Sigurðardóttir í síma 420-3250 fanney.st.sigurdardottir@reykjanesbaer.is Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar MATRÁÐUR ÓSKAST fanney.st.sigurdardottir@reykjanesbaer.is Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2012 var samþykkt eftir síðari umræðu í bæjarstjórn sl. þriðjudag. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði um 525,1 m.kr. fyrir bæjarsjóð (A-hluta) og 2.499,5 m.kr. fyrir samstæðu. (A+B hluta). Rekstrarafgangur bæjarsjóðs (A-hluta), að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða, verður um 230,1 m.kr. Áætlað að halli samstæðu, að teknu tilliti til fjármagnsliða verði um 452,2 m.kr. Stærstu fyrirtæki og stofnanir sem falla undir B-hluta eru: Reykjaneshöfn, Fasteignir Reykjanesbæjar ehf., og HS Veitur hf. Þrátt fyrir góðan rekstrarhagnað fyrir fjármagnsliði er áfram gert ráð fyrir að mikill fjármagnskostnaður falli á Reykjaneshöfn og félagslegar fasteignir bæjarins og er ástæða hallans. Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði í umræðum á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag að reksturinn væri á réttri leið og að staðan væri að styrkjast með lækkun skulda um 3 milljarða á árinu og allar helstu kennitölur í rekstri væru að batna eins og veltufjárhlutfall og eiginfjárhlutfall. Óvissuþættir væru helstir tengdir Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Fyrir árið 2012 er þó gert ráð fyrir að allt viðhald og rekstur eigna í bænum sem tilheyra EFF sé komið á hendur Reykjanesbæjar og er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun. Áhrif væntanlegra breytinga á efnahagsreikning eru þó ekki tekin inn í fjárhagsáætlun. Ráðgert er að sveitarfélögin ljúki samningum við EFF og bankastofnanir nú í janúarmánuði. Lækkun skulda næst mest með sölu á Magma skuldabréfi sem bærinn á og en áætlað söluverð þess er 6,1 milljarður króna. Þá er einnig gert ráð fyrir sölu á 15% hlut í HS Veitum fyrir um 1,5 milljarð. Áfram muni Reykjanesbær þó eiga 51% hlut í HS Veitum. „Þegar litið er til fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2012 sést að skuldavandi sveitarfélagsins er orðinn þess valdandi að meirihluti sjálfstæðismanna stefnir í nýjar hæðir í sölu eigna Reykjanesbæjar á árinu,“ segir m.a. í bókun Samfylkingarinnar. Samfylkingin hefur lengi gagnrýnt viðvarandi hallarekstur sjálfstæðismanna sem bjargað hefur verið fyrir horn á hverju ári með því að ganga jafnt og þétt á eignir bæjarins. Vegna þess að aðvaranir okkar til margra ára hafa verið hundsaðar er Reykjanesbær í þeirri stöðu að selja þarf eignir til að borga niður skuldir. Samfylkingin er því sammála að alvarleg fjárhagsstaða Reykjanesbæjar kalli á sölu Magma skuldabréfsins. „Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru aftur á móti alfarið andvígir því að selja nokkuð af hlut Reykjanesbæjar í HS Veitum. Samfylkingin í Reykjanesbæ er – og hefur verið – andvíg því að ein af grunnstoðum okkar samfélags – HS Veitur nú og þar áður HS Orka – verði seld til að bjarga bænum frá afleiðingum fjármálastjórnar sjálfstæðismanna. Aftur á móti vill Samfylkingin losa bæinn undan ábyrgð á rekstri Víkingaheima sem eingöngu hefur fylgt kostnaður fyrir samfélagið og fyrirsjáanlegt er að svo verði áfram. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2012 ber keim af erfiðleikum og þröngri stöðu í fjármálum sveitarfélagsins. Lítið svigrúm er til breytinga, á flestum sviðum er komið að ystu brún og enn þrengir að,“ segir jafnframt í bókun Samfylkingarinnar. Kristinn Jakobsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn bókaði ekki sérstaklega um fjárhagsáætlun og sagðist ætla að bíða eftir ársreikningi bæjarins til að tjá sig frekar. Hann sagði að mikilvægt væri að huga betur að almenningssamgöngum bæjarins. Breytingartillögur Samfylkingar felldar Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu að breytingum í 12 liðum við seinni umræðu fjárhagsáætlunar. Þar er m.a. lagt til að færa til um 30 millj. króna á milli liða sem eru að upphæð 87 millj. kr. M.a. má nefna að Samfylkingin lagði til að hækka framlag til átaks í atvinnumálum um 5 m.kr., um 12 m.kr. til Afreks- og styrktarsjóðs og 6,5 m.kr. verði settar í stefnumótun í ferðaþjónustu. Í staðinn skyldu upphæð í kynningarmál og markaðsstarf lækkuð um 17 m.kr. og hætt yrði við að senda fulltrúa bæjarins og íþróttafólk á vinabæjarmót. Þá skyldi upphæð til jólaskreytinga lækkuð um 2 m.kr. og framlag til stjórnmálasamtaka í bæjarfélaginu að upphæð 3,6 m.kr. fellt niður. Miklar umræður spunnust um tillögur Samfylking- arinnar hjá minni- og meirihluta. Þær fengu ekki brautargöngu við atkvæðagreiðslu. Sögðust fulltrúar meirihlutans ekki geta orðið við þessum breytingum. Slíkt myndi kalla á að aðilar innan meirihlutans hefðu án efa áhuga á að færa til peninga í ýmsum liðum og því væri ekki hægt að verða við þessu. Fulltrúar Samfylkingarinnar lýstu yfir vonbrigðum sínum með viðbrögð meirihlutans við þessum tillögum. -nýjar hæðir í sölu eigna til að laga reksturinn og margir óvissuþættir, segir minnihlutinn ›› Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2012 samþykkt: Staðan styrkist og skuldir lækka Sama útsvarsprósenta – leikskólagjöld hækka um 20% Ingólfs minnst Bæjarstjórn Reykjanesbæjar minntist á fundi sínum sl. þriðjudag Ingólfs Bárðarsonar sem lést í síðustu viku. Ingólfur var forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur í fjögur ár en sat í bæjarstjórninni í tólf ár. Böðvar Jónsson, forseti bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar flutti stutta tölu um Ingólf á fundinum og að því loknu vottuðu bæjarfulltrúar og gestir á fundinum Ingólfi minningu sína með því að rísa úr sætum. Nokkrar lykiltölur úr fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2012: Útsvarsprósenta verður áfram 14,48%. Álagningar-prósentur fasteignagjalda verða áfram óbreyttar. Sorphirðugjald og sorpeyðingargjald hækka og frá 1. jan. taka HS Veitur við innheimtu vatnsgjalda. Þjónustugjöld hækka að jafnaði eftir vísitölu: Skólamáltíðir í áskrift verða kr. 275. Mánaðargjald á leikskóla verður kr. 24.000, (var 20.000). Matargjald til leikskólabarna verður kr. 7.480 á mánuði. Umönnunargreiðslur verða kr. 25.000. Áfram verður frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri. Áfram verða gjaldfrjálsar almenningssamgöngur og á safna- og listsýningar bæjarins. Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr langstærsti málaflokkurinn en útgjöld til fræðslumála nema 55% af heildarútgjöldum til allra málaflokka. Fjölskyldu- og félagsþjónusta er með 14%, íþrótta- og tómstundamál nema 10%, umhverfis-, umferðar- og skipulagsmál eru með 6%, menningarsvið er með 4% af heildarútgjöldum og brunamál og almannavarnir taka til sín 2%. Sameiginlegur kostnaður nemur 8% af heildarútgjöldum en undir þennan málaflokk falla nefndir og ráð, rekstur bæjarskrifstofa, tölvu- og upplýsingamál fyrir allar stofnanir og aukaframlag í lífeyrissjóð. Inni í þessum málaflokki er einnig utanumhald um framlög til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.