Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 9
9VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 5. janúar 2012 AUGLÝSING DEILISKIPULAG fyrir íþróttasvæði, tjaldsvæði og Aragerði Sveitarfélaginu Vogum. Með vísan til ákvæða 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þann 28. desember, 2011 samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði, tjaldsvæði og Aragerði, Sveitarfélaginu Vogum. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Vatnsleysustrandarvegi til austurs, Hafnargötu til suðurs, íbúðarlóðum við Egilsgötu, Austurgötu og Mýrargötu til vesturs, íbúðarlóðum við Staðarborg, og Gíslaborg til norðvesturs og safngötunni Grænuborg til norðausturs. Svæðið er rétt tæpir 9 hektarar að atarmáli og nær til 3ja skilgreindra svæða í aðalskipulagi, íþróttasvæði við Hafnargötu, OS-1 (5,5 ha), Aragerði og nágrenni, OS2-3 (2,7 ha) og íþróttamiðstöð og sundlaug Þ-4 (0,8 ha). Deiliskipulagstillagan felur m.a. í sér að skilgreind eru íþróttasvæði með völlum og leiksvæðum, tjaldsvæði og lóðir fyrir þjónustuhús, söluturn og smáhýsasvæði og bæjar- garðurinn Aragerði. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 21.12.2011 og vísast til hennar um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá 2. janúar til 20. febrúar 2012. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með genn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en mánudaginn 20. febrúar 2012. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni. Vogum, 29. desember 2011. F.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Ég hitti Ingólf Bárðarson í fyrsta sinn á miðju ári 1990 þá sem einn af umsækjendum um stöðu bæjarstjóra í Njarðvík. Ingólfur var forseti bæjar- stjórnar Njarðvíkur eftir bæjarstjórnar- kosningarnar 1990 og voru hann og Sól- veig Þórðardóttir bæjarfulltrúi að kanna umsækjendur. Þetta voru fyrstu kynni mín af Njarðvíkingum sem leiddu til þess að fjölskylda mín hefur verið þar síðan. Ég tel mig hafa verið lánsaman að koma til Njarðvíkur og hefja störf með þáverandi bæjarstjórn Njarðvíkur undir leiðsögn Ingólfs Bárðarsonar. Honum var mikið í mun að fjölskyldu minni liði vel í Njarðvík og lagði sig fram um að svo gæti orðið. Ingó var ein- staklega þægilegur í umgengni, jákvæður og áhugasamur. Hann hafði fyrir venju að líta við á skrifstofunni hjá mér á hverjum degi og var mikill stuðningur í því fyrir mig því hann þekkti allt og alla. Ingó var alltaf mjög heill í öllum okkar samskiptum og vildi ávallt leiða mál til betri vegar. Það var mikið um að vera í málefnum bæjarins þau ár sem við störfuðum saman og Ingó vildi koma sem flestu í verk en hann var einn af þeim sem vildi láta verkin tala. Okkar fyrsta verkefni var í umhverfismálunum og varð Njarðvík fljótlega eitt af fremstu bæjarfélögum á því sviði og má þar nefna innkomuna í gegnum Njarðvík, hreinsun bæjarins og upphafið að skolphreinsikerfinu í Njarðvík. Atvinnuleysi var mikið um tíma og tókst að leysa það farsællega. Mikil landakaup voru á þessum árum og keypti bærinn m.a. allan Stapann, Sólbrekkur og Seltjörn. Vinatengsl við vinabæi okkar í Noregi og Danmörku voru efld og nutum við gestrisni frænda okkar sem var endurgoldið hér heima. Fundir með bæjarbúum voru árviss viðburður í bæjarlífinu þar sem bæjarstjóri ásamt bæjarstjórn héldu hverfafundi með fólkinu. Þetta voru góðir fundir sem sköpuðu mikil og góð tengsl við íbúana. Ingólfur var eindreginn stuðningsmaður þess að öll sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinuðust í eitt sveitarfélag. Niðurstaðan af þeirri vinnu var að Njarðvík, Keflavík og Hafnir sameinuðust í eitt sveitarfélag 1994 sem nú heitir Reykjanesbær. Það var alltaf mikið líf og fjör í kringum Ingólf og fengum við oft að njóta þess gamla bæjarstjórnin. Það hafði skapast sú hefð að bæjarstjórnin ásamt mökum færi saman í eina ferð á ári og kynnti sér aðstæður í öðrum sveitarfélögum. Var þá farið í kynningu til að læra af þeim þar sem vel hafði til tekist. Þrátt fyrir að bæjarstjórnin í Njarðvík hafi skilað af sér 1994 hefur gamla bæjarstjórnin haldið áfram að fara í ferðir ásamt mökum og víkkuðum við ferðahringinn út og þá til ferðalaga erlendis. Það var ávallt mikið líf og fjör í þessum ferðum og ævinlega hægt að treysta því að Ingó héldi uppi stuði með leikjum og sprelli langt fram á nótt. Þessi hópur kallar sig í dag Átthagafélag bæjarstjórnar Njarðvíkur. Ingólfur var mikill Njarðvíkingur og vann ötullega að félagsstörfum m.a. í Lionsklúbbi Njarðvíkur og það skarð sem Ingólfur skilur eftir í Njarðvík því stórt. Við í Átthagafélaginu munum minnast starfsins og ferðanna með Ingólfi og þeirrar miklu lífsgleði sem ávallt fylgdi honum. Að leiðarlokum færum við honum miklar þakkir fyrir góðar samvistir. Kæra Dóra, þinn missir er mikill. Við í Átthagafélaginu viljum færa þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls góðs eiginmanns og vinar. Blessuð sé minning Ingólfs Bárðarsonar. Kristján Pálsson Ingólfur Bárðarson - minning FRÉTTAMYND áRsiNs Gunnar Einarsson, auglýsingastjóri Víkurfrétta, tók fréttamynd ársins á Suðurnesjum. Myndin er táknræn fyrir fall Sparisjóðsins í Keflavík. Á myndinni er verið að taka niður ljósaskilti Sparisjóðsins í Njarðvík. BRUNi áRsiNs Mikið bál varð við Bolafót í Njarðvík. Þar brann allt sem brunnið gat í stórbruna á árinu. Slökkvilið fékk lítið ráðið við bálið en tókst hins vegar að bjarga miklum verðmætum undan eldtungunum. FLUGVÖLLUR áRsiNs Keflavíkurflugvöllur naut mikilla vinsælda á árinu. Aldrei höfðu fleiri flugfélög stundað þangað reglulegt flug og þá var vonda veðrið í Keflavík vinsælt hjá flugvélaframleiðendum á árinu sem gerðu ýmsar tilraunir í hávaða roki á vellinum. VERsLUN áRsiNs Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli er sannarlega verslun ársins á Suðurnesjum. Flugstöðin er stóriðjan okkar í dag og mikill fjöldi Suðurnesjamanna stundar vinnu í Fríhöfninni. Þá er Fríhöfnin alltaf að gera eitthvað nýtt og er með ferska strauma í verslun og þjónustu í Flugstöðinni. VEisLA áRsiNs Þorrablótið í Garðinum var örugglega veisla ársins. Um 700 manns mættu í þessa þjóðlegu matarveislu sem haldin er af Björgunarsveitinni Ægi og Knattspyrnufélaginu Víði. Veislan í ár verður ekki minni. sTAURAR áRsiNs Ljósastaurar komust oft í fréttir á árinu. Stæsta fréttin var þegar slökkt var á öðrum hverjum ljósastaur á Reykjanesbrautinni. Þessi staur við Hafnargötuna hlaut hins vegar bráðan bana þegar ekið var yfir hann við gangbraut. Ótrúlegt hvað staurar geta flækst fyrir ökumönnum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.