Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 5. janúar 2012 Nú þegar jólin eru að renna sitt skeið styttist í að þorrinn banki á dyrnar með allri sinni þjóðlegu dýrð og dýrslegu veigum. Keflvíkingar þjófstarta þorranum þetta árið laugardaginn 14. janúar með glæsilegu þorrablóti sem haldið verður í íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut. Mörgum kann að þykja þorrablótið heldur snemma á ferðinni en í fyrri tíð, eða fyrir árið 1700, þegar notast var við júlískt tímatal kennt við Júlíus Caesar, hófst þorrinn einmitt í kringum 9. til 15. janúar. Má því segja að Keflvíkingar séu að hefja gamla tímann upp um nokkrar hæðir þetta árið. Á boðstólum verður ljúffengur og vandaður þjóðlegur matur og drykkir ásamt glæsilegri dagskrá. Gikkirnir þurfa þó engu að kvíða því þeir sem ekki þora að leggja hinn þjóðlega þorramat sér til munns eiga kost á því að fá sér „hefðbundnari“ rétti og geta því mætt og skemmt sér með hinum. Knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildir félagsins standa sameiginlega að þorrablótinu í ár en áætlað er að um árlegan viðburð verði að ræða. Leikmenn beggja deilda munu fjölmenna á þorrablótið og fullvissa markamaskínan Guðmundur Steinarsson og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson alla Keflvíkinga um að kvöldið verði hin mesta skemmtun. „Það var mikið stuð í fyrra á þorrablótinu hjá körfunni og býst ég við enn meiri skemmtun í ár. Ég ætla bara að vona að sem flestir sjái sér fært að mæta til að skemmta sér og borða frábæran mat“, segir Magnús Þór. „Þegar stuðningsmenn fótboltans og körfuboltans koma saman er alltaf fjör“, segir Guðmundur sem kveðst þó sjálfur borða takmarkað af þorramat. „Það er eitt og annað sem maður setur ofan í sig af þessu. Það er þó fínt að þetta sé bara einu sinni á ári“, segir Guðmundur. Magnús Þór er ekki á sama máli og kveðst aðspurður mikill aðdáandi þorrans. „Auðvitað borða ég þorramat. Ég var alinn upp við að borða þorramat og afi kom mér t.d. upp á lagið við að borða hákarl og þá kom mamma mér upp á lagið við að borða súra hrútspunga. Ég á erfitt með að gera upp á milli einstakra rétta en ætli mér finnist ekki hrútspungarnir bestir“. Aðspurður kveðst Magnús Þór vita að Guðmundur Steinarsson sé rosalegur gikkur en hann ætti þó langt í land með að vera jafn mikill gikkur og frændi sinn og samherji Hafliði Már Brynjarsson. „Hann étur bara pizzu eins og hinir ungu pungarnir“. Guðmundur hefur talsverða trú á því að ungu leikmennirnir í fótboltaliðinu taki vel til matarins um kvöldið og segist hann hafa ofurtrú á Ásgrími Rúnarssyni enda líti hann út fyrir að vera vel uppalinn piltur. „Öðru máli gegnir hins vegar um Magnús Þór Magnússon, betur þekktan sem Magga Magg eða Maggi Gauju Magg enda er það yfir höfuð kraftaverk að hann borði yfir höfuð svo mikill gikkur er drengurinn“. Magnús Þór var spurður að því hvort erlendu leikmennirnir í körfunni myndu mæta og svaraði hann því játandi og kvað þá þegar orðna mjög spennta. „Við höfum verið að segja þeim að það sé skylda að smakka allt og þeir þykjast tilbúnir í það. Charles Parker er reyndar búinn að vera spenntur yfir þorramatnum alveg frá því að hann kom en hann hafði lesið sér til um þennan þjóðlega mat áður en hann kom og hefur t.d. spurt mikið út í það hvort menn borði virkilega andlitið af lömbunum“. Þeir Magnús og Guðmundur voru að lokum spurðir að því hvort leikmenn körfunnar eða fótboltans myndu taka betur til matarins á þorrablótinu og var hart skotið í báðar áttir. Guðmundur kvaðst handviss að þar hefðu leikmenn fótboltans vinninginn. „Ég held að það sé ekki spurning að við munum borða meira af þorramat en körfuboltastrákarnir, nema það verði þorrasnakk á boðstólum, þá gæti Maggi Gunn bjargað andliti körfunnar“. Magnús Þór var hins vegar á allt öðru máli og skaut hart til baka; „Ég er nú ansi hræddur um að karfan vinni þetta eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast. Ætli þeir séu ekki allir eins og Gummi Steinars en hann er mesti gikkur sem ég hef kynnst á ævinni. Við höfum verið saman í allnokkrum matarboðum og það er hreinlega fagnað í þeim boðum ef Gummi borðar matinn sinn. Bara af þeirri ástæðu skil ég ekki hvernig maðurinn getur alltaf verið í svona lélegu formi“. Eins og áður hefur verið komið inn á verður dagskráin öll hin glæsilegasta og eru hún að öllu leyti úr heimabyggð. Veislustjóri kvöldsins verður sjentilmennið og fyrrverandi blaðamaður Víkurfrétta Jón Björn Ólafsson. Hljómsveitin Eldar mun taka fáein lög en hljómsveitina skipa m.a. Keflvíkingarnir Valdimar Guðmundsson og Björgvín Ívar Baldursson. Gestum verður boðið í sjóðandi heita U2 messu þar sem kór Keflavíkurkirkju mun syngja lög eftir hljómsveitina U2. Stjórnandi messunnar er Arnór Vilbergsson, organisti Keflavíkurkirkju. Þá verður fluttur sérstakur Keflavíkurannáll þar sem stiklað verður á stóru í bæjar- og íþróttalífi Keflavíkur árið 2011 með kómískum hætti. Kvöldinu verður svo skotið upp með ekta „Bergás“ 80´s balli að formlegri dagskrá lokinni og verður það enginn annar en sjálfur Alli „diskó“ sem mun sjá um að þeyta skífum fram á nótt. Miðasala er þegar hafin og hefur gengið vel. Ljóst er að miðaverð er með því ódýrara sem gerist, eða aðeins 5900 kr. Er það mál manna að hér sé um gjöf en ekki gjald að ræða. Er þeim sem ekki hafa tryggt sér miða bent á að hafa samband við Einar Haraldsson, framkvæmdastjóra Keflavíkur, í síma 897-5204 eða Sævar Sævarsson í síma 869-1926. Gummi Steinars er gikkur en Magnús Þór elskar pungana ›› Keflvíkingar þjófstarta þorranum með risa þorrablóti 14. jan.: Margrét Snorradóttir sem sigraði unglingaflokkinn á Landsmótinu með eftirminnilegum hætti. Varð hún einnig Íslandsmeistari í fimmgangi unglinga og Suðurlandsmeistari í fjór- og fimmgangi unglinga. Hestamannafélagið stóð svo fyrir Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum á sama tíma og leikið var golf í Leirunni og því var nóg um að vera í íþróttalífinu á Suðurnesjum í júlí. Yfir 430 keppendur mættu til leiks en Máni hélt síðast Íslandsmót yngri flokka árið 2005. Árið 2011 hefur verið viðburðaríkt fyrir Taekwondodeild Keflavíkur. En félagið er sterkast allra félaga á landinu í þessari upprennandi íþrótt. Alls komu 18 Íslandsmeistaratitlar í hús hjá deildinni. Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari unglinga í júdó. Á þessu keppnistímabili hefur hann unnið öll þau mót sem farið hafa fram í hans aldursflokki. Björn Lúkas er einnig tvöfaldur Norðurlandameistari unglinga í júdó og á tvo Íslandsmeistaratitla í brazilian jiu-jitsu. Sannarlega magnaður íþróttamaður þar á ferðinni. Júdóíþróttin hefur vaknað til lífsins í Njarðvík en stofnuð var júdódeild UMFN árið 2010 sem kom sterk inn árið 2011. Liðsmenn deildarinnar eru nú um 100 talsins og hafa strax komið í hús Íslandsmeistaratitlar í Brazilian Jui Jitsu. Heiðrún Rós Þórðardóttir sem hefur lengi verið ein öflugasta fimleikastúlka Suðurnesja náði frábærum árangri á árinu. Í byrjun árs hélt hún í danska fimleikaskólann Ollerup. Með skólaliðinu varð svo hún bæði Danmerkur- og Norðurlandameistari í Mix flokki, sem er blandað lið kynja. Erla Dögg Haraldsdóttir sundmaður ÍRB átti sérlega gott ár. Hún keppti með ÍRB á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla og setti tvö Íslandsmet. Hún sigraði 50 metra bringusund á glæsilegu Íslandsmeti, 31,96 og var það þá sjöundi besti tíminn í heiminum. Hún bætti þriggja ára gamalt Íslandsmet sem hún átti sjálf og sigraði í 200 metra fjórsundi. Að lokum vann hún síðan 200 metra flugsund á góðum tíma. Með þessum góða árangri á ÍM 50 náði Erla Dögg lágmörkum fyrir HM í Kína. Í ágúst keppti Erla Dögg síðan í 50 m bringusundi á HM þar sem hún lauk keppni í 17. sæti. Hún var einu sæti og 10/100 frá því að komast í milliriðla. Erla Dögg var með bestan árangur íslenskra sundmanna á mótinu. Erla keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein. Þar vann hún silfur í 100 og 200 m bringusundi og 200 m fjórsundi. Sundmenn ÍRB fögnuðu sigri á Aldusflokkameistaramóti Íslands sem fram fór í lok júní. En þar er keppt í aldursflokkum 12- 18 ára í hinum ýmsu greinum. Ólöf Edda Eðvarsdóttir varð stigahæsta stúlkan 13-14 ára en fjölmargir efnilegir sundmenn eru nú innan félagsins sem stefnir hátt á næstu árum með öflugan erlendan þjálfara í brúnni. Heilt yfir var íþróttaárið 2011 nokkuð gott hér á Suðurnesjum og ýmsir ungir íþróttamenn létu að sér kveða. Njarðvíkingar áttu sigursælan drengjaflokk í körfunni sem varð Íslands- og Bikarmeistarar á tímabilinu 2010-2011 og fóru í gegnum allt tímabilið án þess að tapa leik. Þeir strákar urðu svo líka Íslandsmeistarar í Unglingaflokki og eru þessa stundina að stíga sín fyrstu skref með með meistaraflokki félagsins. Það sama er hægt að segja um ungu strákana í fótboltanum í Keflavík. Þeir eru margir hverjir að leika stór hlutverk í meistaraflokki liðsins og urðu einnig bikarmeistarar í 2. flokki í sumar. Sundlið ÍRB er ákaflega ungt og gríðarlegur efniviður þar innanborðs. Ekki mun líða á löngu uns afreksmaður kemur þaðan fram á sjónarsviðið. Yngri íþróttir eins og Teakwondo eru í mikilli sókn og margir af bestu bardagaíþróttamönnum landsins koma frá Suðurnesjum. Þríþraut er íþrótt sem fer ört vaxandi á svæðinu en Njarðvíkingar stofnuðu þríþrautardeild á árinu sem er í miklum vexti. Fjöldi unglingalandsliðsfólks kemur af svæðinu og því er ekki að kvíða framtíðinni sem virðist afar björt um þessar mundir. Innandyra æfingaaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja í HF húsinu að Hafnargötu 2 opnar mánudaginn 9. janúar næstkomandi. Þar geta meðlimir Golfklúbbs Suðurnesja nýtt sér þessa inniaðstöðu án endurgjalds, til að slá í net og til að æfa pútt á góðum 18 holu púttvelli. Auk þess er stefnt að því að taka í notkun golfhermi, sem GS félagar geta fengið aðgang að gegn sanngjörnu gjaldi. Púttmótaröð GS hefst einnig 9. janúar. Púttmótaröð GS 2012 hefst mánudaginn 9. janúar nk. kl. 19:00. Mótin eru aðeins fyrir félagsmenn GS Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin í hvorum flokki í hverju móti ásamt verðlaunum fyrir besta skor hjá 14 ára og yngri unglingum. Verðlaun verða einnig fyrir heildarkeppni sem spilað verður fram að páskum. Mótsgjald er kr. 500 en kr. 300 fyrir börn og unglinga. Mótin eru til styrktar barna- og unglingastarfi klúbbsins. Pálína María Gunnlaugsdóttir, körfuknattleikskona úr Keflavík var kjörin Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ á gamlársdag en athöfnin fór fram í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Pálína sem einnig er Íþróttamaður Keflavíkur náði einstökum árangri á árinu 2011 en hún var besti maður meistaraflokks kvenna sem var bæði Íslands- og bikarmeistari í vor. Pálína sagði í samtali við Víkurfréttir að það eftirminnilegasta við árið 2011 væru bikararnir tveir sem áskotnuðust Keflvíkingum, bæði fyrir Íslandsmót og bikarkeppni. Henni er minnisstæð rimman við erkifjendurna úr Njarðvík í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Hún segist samt ekki alveg skilja þann ríg milli liðanna sem hefur verið í gangi í áratugi. Hún hefur lagt hart að sér til að ná sem bestum árangri en hún vill þakka þjálfurum og stjórn Keflvíkinga sem hafa hjálpað henni mikið og stutt við bakið á henni. Þegar Pálína er spurð um fyrirætlanir sínar á árinu 2012 þá segir hún að alltaf megi setja sér ný og hærri markmið. „Maður vill alltaf bæta sig og þó svo að ég hafi núna unnið nánast allt sem í boði er nema kannski prúðasta leikmann hjá KKÍ þá stefni ég á að bæta mig enn frekar í ár,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2011. Golfarar geta tekið gleði sína á ný Pálína íþróttamaður Reykjanesbæjar 2011

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.