Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 05.01.2012, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 5. janúar 2012 NÝTT NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Í VOGUM Kennt verður 2 x í viku á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:00 í 8 vikur. Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar Staður: íþróttahúsið Vogum. Kennari er Marta G. Ómarsdóttir lærður dans- og zumbakennari. Innritun í síma: 897-1752 ELDHRESSIR TÍM AR ÞAR SEM PARTY STEMMNINGIN ER ALLSRÁÐANDI www.heilsuhusid.is Hringbraut 99 Keavík Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18 Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir veitir ókeypis ráðgjöf um mataræði og bætiefnanotkun í Heilsuhúsinu, Hringbraut 99, Reykjanesbæ þriðjudaginn 10. janúar milli kl. 15:00 og 18:00. ÚTSALA15-50% Mannsskepnan er á góðri leið með að tortíma allri vist- veru á jörðinni með umgengni s i n n i o g s of - andahætti í því hvernig á í raun og veru að lifa á Jörðinni okkar. Það eina sem vakir fyrir nú- tímamanninum er að lifa akkúrat núna og hugsa ekkert um framtíð barna sinna, þó svo að það sé viss vakning í þeim efnum er hún brot af því sem hún þyrfti að vera til að mælast marktæk. Í mörg ár hefur verið rekinn áróður fyrir því að hugsa upp á nýtt hvernig eigi að lifa á sjálfbærri hátt en við gerum í dag. Margir eru kallaðir til, aðal- lega eru þetta „sérfræðingar“ á mörgum sviðum og álit þeirra eru keypt dýrum dómi. Öll álit þessara „sérfræðinga“ flækjast svo um í kerfinu og veltast þar um árum saman án þess að geta orðið að einhverju gagni, kerfið hefur ekki þor til að þóknast öllum en heldur ekki hug til að framkvæma sökum þess að það er svo dýrt. Það er bara settur á meiri skattur og álögur til að reyna við kerfi sem augljóslega virkar ekki rétt. Orðið sjálfbærni er að komast í tísku og gæti gert gæfumuninn ef að réttir aðilar ná að matreiða það hugtak rétt til kerfisins. Gætu kannski Suðurnesjamenn verið með lausn sem gæti slegið í gegn og gagnast öllum heiminum. Hver veit? Þeir sem hafa hlustað á hana finnst hún afar áhugaverð og nær til þeirra 3ja þátta sem plaga manns- skepnuna hvað harðast núna. Ruslið sem við Íslendingar getum ekki endurunnið ættum við að reyna að koma í verð erlendis sem hráefni og borga með því með vatni. Þarna skapast atvinnutækifæri sem gæti skapað mörg störf. Allt rusl á landinu þyrfti að flokka, alveg niður í smæstu einingar. Það hráefni er síðan sent erlendis frekar en að urða þetta. Svo ekki sé talað um það að brenna það og leysa þar úr læðingi spilliefni sem menga andrúmsloftið. Í framtíðinni yrði svo til sjálfbært umhverfi sem gæti verið öðrum til eftirbreytni, hreint og fagurt land fullt af náttúruperlum sem áhuga- vert er að skoða og upplifa. Ef að stjórnvöld, hvort sem það er ríki eða bær tækju upp slíka stefnu væri hægt að vinna á mörgum sviðum marga sigra. Vatnið sem við Íslendingar eigum gnótt af gætum við sett í þannig ferli að það yrði sú þróunaraðstoð sem heiminn vantar alltaf, alls staðar og kemur alltaf að góðum notum. Settir yrðu upp vatnsbankar úti um allan heim með vatni frá Íslandi sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn gætu úthlutað til nauðstaddra og þannig gætum við skapað góða ímynd um það hvernig vatnið eigi að nýtast, frekar en að láta það renna til sjávar og verða engum til gagns. Framlag Suðurnesjamanna til sjálf- bærni yrði þá í stuttu máli þannig að við flokkuðum allt hráefni sem við ekki getum endurunnið sjálf, notuðum vatn sem skiptimynt til að losna við ruslið, heimurinn fengi vatn til að drekka og rækta lönd sem gætu framleitt matvæli fyrir hungraðan heim og atvinnu- lausir fengju vinnu við þessi verk- efni. Hérna er nóg af húsnæði til að útbúa sorpflokkunarstöðvar, í húsnæði gömlu Húsasmiðjunnar á Iðavöllum (núna Fjölsmiðjan) er tilbúið vatnsátöppunarkerfi sem einnig er vottað fyrir útflutning og atvinnuleysi hérna er mest á landinu. Hugsum um framtíðina með lausnum sem bæta allt umhverfið, hugsum þetta sem framlag okkar til að bæta heiminn fyrir okkur öll. Ímynd okkar gæti orðið heims- byggðinni til framdráttar. Virðingarfyllst Tómas J. Knútsson ›› Gamlárskvöld: Ruslið, vatnið og atvinnuleysið Áramótabrennan í Garði er orðinn fastur liður í áramótagleðinni og þangað leggja margir leið sína um hver áramót. Eins og undan- farin ár var myndarlegur bálköstur á gamla malarvellinum í Garði sem Björgunarsveitin Ægir sér um af myndarskap og þá var flugeldasýning í boði Sveitarfélagsins Garðs. Hún var óvenju flott í ár og haft var á orði að greinilega væru Garðmenn að fagna því að nýr fjármálaráðherra Ís- lands væri úr Garðinum. Fjölmargir við áramóta- brennu í Garðinum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.