Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.08.2012, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 Í símanum á ljós- lausri vespu Lögreglan á Suðurnesjum hafði nýverið afskipti af ungri stúlku á rafmagnsvespu, sem ekki fór alveg að þeim reglum sem gilda um akstur slíkra farartækja. Vespan var ljóslaus og stúlkan tal- andi í síma, hjálmlaus. Rætt var við stúlkuna og henni bent á að koma hlutunum til betri vegar og fara varlega í umferðinni. Þá var forráðamönnum hennar sent bréf vegna atviksins. Henti sígarettu og velti bílnum Ökumaður á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni á dögunum fyrradag þegar hann var að henda sígarettu út um þaklúgu bílsins með þeim afleiðingum að bíllinn valt tvo hringi og stór- skemmdist. Sauma þurfti á annan tug spora í höfuð ökumannsins og allmörg í hægri hendi hans. Við rannsókn lögreglunnar á Suður- nesjum á vettvangi kom í ljós að bíllinn hafði senst á þriðja tug metra út fyrir Garðskagaveg, þar sem óhappið varð, og hafnað þar á hjólunum. Maðurinn var með útrunnið ökuskírteini. ›› FRÉTTIR ‹‹ Þegar þetta er skrifað er Ljósanótt rétt handan við hornið og eftirvæntingin liggur yfir öllu þar sem þessi árlega fjölskylduhá- tíð setur lokapunktinn á gott sumar og upphafspunkt að vonandi góðum vetri. Þúsundir gesta heimsækja bæinn okkar og alltaf er spenningur hvort fjöldinn þetta árið toppi það fyrra. Í hamingjufræðunum er talað um mikil- vægi þess að hagnýta og byggja á styrk- leikum okkar og það gerist svo sannarlega á Ljósanótt. Hönnuðir, tónlistarmenn, dansarar, rithöfundar, frum- kvöðlar, íþróttafólk, ljósmyndarar, flugeldasérfræðingar ofl. spretta fram og bjóða upp á alls kyns upplifanir. Allt eru þetta einstaklingar sem nýta sér styrkleika sína og leyfa öðrum að njóta. Settar eru upp heilu sýningarnar og hæfileikar leynast í hverju horni. Samkvæmt hamingjufræðunum erum við hvött til að eyða miklum tíma með öðru fólki – það skiptir okkur máli að tilheyra. Ljósanótt er öll um að tilheyra - hvort sem það er í árgangagöngunni, tónleikum, heima í súpu hjá tengdó eða með mörg þúsund manns að horfa á flugeldasýninguna. Það er skemmtilegra að njóta með öðrum, hafa vitni að öllu því sem er að gerast og geta samglaðst. Það skiptir máli að velja sér viðhorf – hvort sem er á Ljósanótt eða á öðrum tíma. Það er auðveldara að velja sér jákvæð viðhorf þegar það liggur gleði í loftinu sem eykur líkur á því að þú smitir út frá þér gleði til annarra. Ákveða að hafa það gaman og njóta þess sem er í boði. Það er gott að minna sig á að þrátt fyrir að hátíðir eins og Ljósanótt séu góð innspýting þegar kemur að hamingjustuðlinum þá mótast hamingjuríkara líf sjaldan af einhverjum einum atburði sem breytir lífi fólks; það mótast stig af stigi, af reynslu á reynslu ofan, augnablik fyrir augna- blik! Við dettum oft í þá gryfju að „fresta“ ham- ingjunni, því hún á að birtast þegar við höfum náð einhverju ákveðnu takmarki. Hamingjan er hér og nú! Hamingjuríkara líf fæst með því að lifa í núinu og sleppa því liðna, vera forvitin og vera tilbúin að prófa nýja hluti. Það skiptir máli að vanda sig í lífinu og með því að efla tengsl þín við aðra, vera félagslega virku og leyfa þér að vera þú sjálfur, ertu að auka líkurnar á því að þú upplifir fleiri hamingjustundir. Það sem einkennir hamingjusamt fólk er gott sjálfs- traust og tilfinning um að stjórna eigin örlögum. Já- kvæðni og að velja sér viðhorf, sjá glasið hálf-fullt í stað hálf-tómt og láta ekki utanaðkomandi hluti eða fólk hafa of mikil áhrif. Fást við eitthvað sem skiptir máli og finna ástríðurnar í lífinu, komast í flæði þannig að maður gleymir sér við verkefnin. Vera í nánum tengslum við vini og fjölskyldu og vera duglegur að rækta þau tengsl. Trú á æðri tilgang og síðast en ekki síst, ást og hjónaband. Kæri lesandi, vona að þú hafir tækifæri til að njóta þeirrar frábæru skemmtunar sem Ljósanótt er en ekkert síður að njóta alls þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða því þegar upp er staðið þá felst hamingjan í því að kunna að njóta og gefa í réttum hlutföllum. Sjáumst vonandi hress á Ljósanótt og þangað til næst - gangi þér vel. Anna Lóa http://www.facebook.com/Hamingjuhornid 20% Ljósanæturafsláttur fimmtudag, föstudag og laugardag. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? LJÓSANÓTT Fuglavík 18 Reykjanesbæ Opið 8-18 mán-fö Ljóskastari 2.295Ljóskastari á fæti 4.490 Í ÚT ILEG UN A!Gemstone LED ljós f/rafhlöður 1.290 ZB2105 LED ljós með hleðslurafhlöðu 2.995 Kapalkefli Wis- SCR2-30 30 metrar 4.690 SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár 5.995 Í mínum huga boðar Ljósanóttin okkar komu haustsins, líkt og lóan sjálf boðar komu vorsins. Okkur hefur tekist að gera þessa hátíð að fallegum viðburði þar sem allir, já allir, ungir sem aldnir leggjast á eitt um að skapa mann- eskjulega stemningu. Sumir eru meira áberandi en aðrir í dag- skránni, en öll erum við virkir þátttakendur í hátíðinni og gerum hana lifandi og skemmtilega. Ljósanótt er hátíð FJÖLSKYLD- UNNAR, þar sem fjölskylda og vinir koma saman til að eiga góðar stundir í sannkallaðri karnival- stemningu sem myndast strax á fimmtudeginum þegar hátíðin er sett og helst alla helgina. Ég hvet okkur öll að leggjast á eitt um að halda þeirri sérstöðu að hátíðin okkar sé FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ og að við sýnum börnum okkar virð- ingu með því að vera ekki ölvuð á götum bæjarins eins og stundum vill verða með fjölmennar sam- komur. Við eigum líka óhikað að senda skýr skilaboð til þeirra sem vilja sækja okkur heim og bjóða til alvöru FJÖLSKYLDU hátíðar. Kær kveðja Hjördís Árnadóttir Framkvæmdastjóri Fjöl- skyldu- og félagssviðs Hamingjan á Ljósanótt Fjölskylduhátíðin LJÓSANÓTT í Reykjanesbæ Kór Keflavíkurkirkju hefur g e f i ð ú t g e i s l a d i s k i n n Vor kirkja í tilefni af 70 ára starfsafmæli og verður honum fylgt eftir með veglegum tón- leikum á komandi hausti. Kórfélagar verða að Hafnargötu 23 á Ljósanótt með heitt á könnunni og selja diskinn - verð er einungis 2.500 kr. Diskurinn verður seldur kl. 18:00 – 22:00 fimmtudag og föstudag og 15:00 – 22:00 á laugardag. ›› Kór Keflavíkurkirkju: Kór selur disk Víkurfréttir hafa flutt ritstjórnar- skrifstofur blaðsins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ Auglýsingasími VF er 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.