Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Síða 12

Víkurfréttir - 30.08.2012, Síða 12
FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu. sinni vegna náms). fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um Umsóknarfrestur vegna haustannar 2012 er til 15. október næstkomandi! Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur á haustönn 2012 er til 15. október - Suðurgata 40, Reykjanesbær Mjög fallegt 213,1m2 5 herbergja einbýlishús á frábærum stað í Reykjanesbæ. Húsið er á 2 hæðum og hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. Við húsið er skjólgóður garður með stórum sólpöllum og heitum potti og stórum bílskúr. Húsið er á rólegum stað en þó er stutt í alla þjónustu. Eigendur skoða skipti á eign á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar veitir Ásdís Rósa í síma 895-7784 eða asdisrosa@husaskjol.is Verið velkomin! Þrastartjörn 17, Reykjanesbær Virkilega fínt parhús á einni hæð ásamt bílskúr og fullfrágenginni lóð. Í húsinu eru 4 svefnherbergi og þar af eitt inn af bílskúr. Íbúðarrýmið er skráð 123,8 fm og bílskúrinn 44, 6 fm. Göngufæri við skóla, leikskóla og fallega náttúru. Eigendur skoða skipti á minni eign á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar veitir Ingibjörg Agnes í síma 897-6717 eða inga@husaskjol.is Verið velkomin! Stórhöfða 23 - 110 Reykjavík - Sími: 863 0402 Ásdís Ósk Valsdóttir, Löggiltur fasteignasali, Gsm: 863-0402, asdis@fasteignasalinn.is Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Sölufulltrúi, Gsm: 897-6717, inga@fasteignasalinn.is, Asdís Rósa Ásgeirsdóttir, Sölufulltrúi, Gsm: 895 7784, asdisrosa@fasteignasalinn.is, Verð: kr. 31.400.000,- Verð: kr. 34.500.000,- Gunnlaugur Þór Hauksson, Ólafía Lúðvíksdóttir, Guðný Adólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Hilmar Gunnlaugsson, Málfríður Þórðardóttir, Gylfi Gunnlaugsson. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Suðurgötu 17-21, Sandgerði áður Túngötu 23, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði sunnudaginn 26. ágúst. Kristín verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu Sandgerði miðvikudaginn 5. september kl.13:00. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir sölu skuldabréfs Magma til ORK vera stóran áfanga fyrir Reykjanesbæ og muni bæta fjárhagsstöðu bæjarins verulega. Bærinn greiðir m.a. upp öll erlend lán sín og allar skammtímaskuldir. „Með aðgerðum okkar á þessu ári erum við að lækka skuldir 8 milljarða kr. sem þýðir að eiginfjár- hlutfall bæjarsjóðs verður um 35%. Eignir bæjarins nema áfram um 30 milljörðum kr. en skuldir eru um 19 milljarðar, mest skuldbindingar vegna lífeyris og leiguskuldbind- inga. Við náum að greiða upp öll bankalán bæjarsjóðs og alla útistandandi reikninga,“ segir Árni Sigfússon við Víkurfréttir. Re y kjanesb ær hefur s elt sku l d abréf s em b æ j ar- félagið eignaðist við sölu á HS orku til Geysis Green Energy og síðar Magma Energy. Kaupandi bréfsins er Fagfjárfestasjóðurinn ORK sem rekinn er af Rekstrar- félagi Virðingar hf og er fjár- magnaður af lífeyrissjóðum og fagfjárfestum. Kaupverðið nemur tæpum 6,3 milljörðum króna. Sjóðurinn hefur greitt bæjarsjóði Reykjanesbæjar um 3,5 milljarða króna í peningum og um 500 milljónir í markaðsskuldabréfum en samkvæmt samkomulagi milli kaupanda og seljanda fer loka- greiðslan fram eftir 5 ár við uppgjör á skuldabréfinu. Í framhaldi af sölu bréfsins greiðir bærinn erlent lán. Þar með hefur bæjarsjóður náð að greiða öll er- lend lán bæjarins, segir í tilkynn- ingu til kauphallarinnar. Fjármagnið verður jafnframt nýtt til að greiða upp skammtímalán við lánastofnanir og aðrar skamm- tímakröfur. Um 870 milljónir króna verða lagðar til Reykjaneshafnar. Reykjanesbær selur Magmabréf á rúma 6 milljarða Greiða upp öll bankalán bæjarsjóðs og alla útistandandi reikninga Mál sem koma inn á borð lög-reglunnar geta oft verið af ýmsum toga. Í síðustu viku kom maður hlaupandi inn á lögreglu- stöðina í Keflavík og óskaði eftir því að vera læstur inni í fanga- klefa. Skömmu síðar kom kona á stöðina sem greinilega þekkti manninn og fóru þau að ræða saman í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar. Í viðræðum lögreglumanna við fólkið þá kom í ljós að konan sagði þau vera gift en maðurinn vildi ekkert kannast við það og sagðist hann vera að flýja konuna og vildi hann því að við myndum læsa hann í fangaklefa yfir nóttina til að hann fengi frið frá henni. „Ekki vorum við á því og reyndum að leysa úr þessu verkefni, eins og öllum sem inn á okkar borð koma. Úr varð að konan og maðurinn yfirgáfu lögreglustöðina í samein- ingu og ekkert frekar heyrðist af þeim um nóttina,“ segir lögreglan á Suðurnesjum á fésbókarsíðu sinni. Á flótta undan konu og vildi í steininn

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.