Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Síða 28

Víkurfréttir - 30.08.2012, Síða 28
FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR28 Það er óhætt að segja að lands-liðið mæti á stóra sviðið við Ægisgötu bæði föstudags- og laugardagskvöld Ljósanætur og má reikna með dúndrandi stemnningu. Heimamenn spila hér enn sem áður stórt hlutverk og kynnir bæði kvöldin verður engin önnur en útvarpskonan, hestakonan og allt muligt konan Hulda G. Geirsdóttir. GÁLAN Gálan er listamannsnafn Júlíusar Guðmundssonar tónlistarmanns. Júlíus er innfæddur Keflvíkingur og hefur komið víða við í tónlistar- bransanum. Hann hefur meðal annars verið trommari í Deep Jimi and the Zep Creams, Pandoru og Rokksveit Rúnars Júlíussonar og bassaleikari í Bjartmari og Bergris- unum. Gálan vinnur nú að sinni þriðju sólóplötu sem kemur að öllum líkindum út með hækkandi hausti en fyrri plötur Gálunnar, Fyrsta persóna eintölu og 220971- 3099, hafa verið með öllu ófáan- legar í helstu plötubúðum um ára- raðir. Á tónleikunum mun Gálan flytja nokkur lög af óútkomnum geisladisk ásamt því að taka ein- hverja ódauðlega heilsárssmelli af fyrri plötum. ELDAR Eldar byrjaði sem krúttlegt tveggja manna verkefni Björgvins Ívars Baldurssonar og Valdimars Guð- mundssonar árið 2011 og kom fyrsta platan, Fjarlæg nálægð, út það sama ár. Stórar útsetningar kröfð- ust mannskaps og hefur verkefnið nú hlaðið utan á sig og telur bandið þessa stundina 6 manns þegar mest lætur. Stefán Örn Gunnlaugsson sem ber mikla ábyrgð á hljóð- heimi plötunnar fer þar fremstur í flokki og honum fylgja Fríða Dís Guðmundsdóttir söngkona, Örn Eldjárn gítarleikari og Helgi Svavar Helgason trommari. TILBURY Hljómsveitin Tilbury var sett saman af trommaranum Þormóði Dagssyni (Skakkamanage, Jeff Who?, Hudson Wayne) sumarið 2010. Upphaflega var um sólóverk- efni að ræða sem nefndist For- maður Dagsbrúnar en fljótlega eftir að upptökur hófust á fyrstu breiðskífunni leit hljómsveitin Til- bury dagsins ljós. Sveitin spilar eitt- hvað sem kalla mætti dramatískt þjóðlagapopp sem einkennist af hljóðgervlum Kristins Evertssonar (Valdimar) og sixtís rafmagnsgítar- hljómi Arnar Eldjárns (Brother Grass). Bassaleikarinn Guðmundur Óskar (Hjaltalín) prýðir hljóminn með fransk-ættuðum bassalínum og trymbillinn Magnús Tryggvason Eliassen (Sin Fang, Amiina, Moses Hightower) bindur svo allt saman með dýnamískum trommuleik sem fer í allar áttir. Fyrsta breiðskífa Til- bury nefnist Exorcise og kom út hjá Record Records í maí á þessu ári. MOSES HIGHTOWER Hljómsveitin Moses Hightower var stofnuð árið 2007 og samanstendur af þeim Andra Ólafssyni (bassi og söngur), Daníel Friðriki Böðvars- syni (gítar og bakraddir), Magnúsi Tryggvasyni Eliassen (trommur) og Steingrími Karli Teague (hljómborð og söngur). Í kjölfar þess að platan „Búum til börn“ kom út sumarið 2010 festu drengirnir sig í sessi sem dugmiklir og metnaðarfullir flytj- endur, ekki síður en framleiðendur, seigfljótandi og sálarskotinnar tónlistar. Vegna búseturöskunar hljómsveitarmeðlima hefur verið meiri eftirspurn en framboð af tónleikahaldi undanfarin misseri, en á bak við tjöldin og með aðstoð nútímasamskiptatækni var unnið jafnt og þétt að Annarri Mósebók sem nú er nýkomin út. Platan hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en fyrsta smáskífan af plötunni, Stutt skref, hefur dvalið langdvölum í efstu sætum vinsældarlista Rásar 2, og sat tvær vikur í toppsætinu, en nú er einnig kominn í spilun smellurinn Sjáum hvað setur. JÓNAS SIG OG RITVÉLAR FRAMTÍÐARINNAR Í kjölfar útgáfu annarrar sólóplötu Jónasar Sigurðssonar, Allt er eitt- hvað, sem kom út árið 2010, varð til 10 manna band af úrvalsliði ís- lenskra tónlistarmanna. Það fylgdi eftir velgengni plötunnar og á Ís- lensku tónlistarverðlaununum það sama ár var lagið Hamingjan er hér kosið lag ársins. Þessi litríka og þétta hljómsveit skapar óvið- jafnanlega stemningu hvar sem hún kemur. Tónlistin er sambland af afróryþma, sálartakti og raf- poppi svo áhorfendur eru fljótir að grípa þessa fjörugu blöndu og slást í för með bandinu á tónleikum. Í október kemur þriðja sólóplata Jónasar út, Þar sem himinn ber við haf, en á plötunni fær hann Lúðra- sveit Þorlákshafnar og tónlistar- band eldri borgara, Tóna og trix, í samnefndum bæ, í lið með sér. Þar kveður við nýjan tón með meiri elektróník en áður. Fyrsta smáskífa plötunnar, Þyrnigerðið, hefur svo sannarlega náð eyrum hlustenda og er í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2 um þessar mundir. BLÁR ÓPALL Sönghópurinn Blár ópall sló ræki- lega í gegn hjá þjóðinni með þátt- töku sinni í undankeppni Euro- vision fyrr á þessu ári en hann er skipaður þeim Agnari Birgi Gunn- arssyni, Franz Plóder Ottóssyni, Pétri Finnbogasyni og Kristmundi Axel Kristmundssyni. Hópurinn sem hefur sent frá sér tvær smá- skífur, Stattu upp og Stúlkan, höfðar sérstaklega vel til yngri kynslóðarinnar og það er því vel við hæfi að hann hefji dagskrána á stóra sviðinu á sjálfri Ljósanótt. ELLÝ OG VILHJÁLMUR Þau Ellý Vilhjálms og Vilhjálm Vilhjálms þarf vart að kynna fyrir neinum, og allra síst Suðurnesja- fólki en þau systkinin ólust upp í Merkisnesi í Höfnum. Saman og í sitthvoru lagi sungu þau sig inn í hjörtu þjóðarinnar fyrir löngu síðan og eru og verða á meðal okkar ástælustu söngvara. Á Ljósanótt hefur það tíðkast að heiðra tón- listarmenn frá Reykjanesbæ og nú er komið að því að heiðra minningu systkinanna frá Höfnum. Fluttar verða fjölmargar dægurperlur sem Ellý og Vilhjálmur gerðu frægar en það eru þau Valdimar Guðmunds- son, Sigurður Guðmundsson, Ragnheiður Gröndal og Sigríður Thorlacius sem koma fram ásamt hljómsveit skipaðri mörgum af okkar bestu tónlistarmönnum. NÝDÖNSK Hljómsveitin Nýdönsk hefur starfað frá árinu 1987 og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári. Íslend- ingar hafa tekið tónlist sveitarinnar fagnandi allt frá því að lagið Hólm- fríður Júlíusdóttir kom út. Síðan þá hafa landsmenn sönglað lög á borð við Nostradamus, Frelsið, Hjálp- aðu mér upp, Horfðu til himins og Alelda svo fáein dæmi séu nefnd. Meðlimir sveitarinnar eru Daníel Ágúst Haraldsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm. Þeim til aðstoðar er Ingi Skúlason, bassa- leikari. RETRO STEFSON Retro Stefson hefur verið starf- rækt í núverandi mynd frá árinu 2006. Fyrsta hljómplata sveitar- innar Montana kom út árið 2008 og síðan kom platan Kimbabwe út árið 2010. Hljómsveitin hefur fest sig í sessi sem ein allra besta tónleikasveitin á Íslandi og þó víðar væri leitað. Frá því að Kimbabwe kom út utan Íslands í maí á síðasta ári hefur sveitin leikið á tugum tón- leika og tónlistarhátíða úti um allan heim við góðan orðstýr. Upptökum er lokið á nýrri plötu og mun hún koma út í byrjun september á Ís- landi. Qween, fyrsta smáskífan af plötunni, er eitt af vinsælli lög- unum á Íslandi í ár. Útgáfa Retro Stefson á lagi Nýdanskrar "Fram á nótt" hefur einnig ómað talsvert á öldum ljósvakans að undanförnu. Nú er lagið Glow komið í spilun og hefur vakið talsverða lukku. Sjón er sögu ríkari þegar kemur að tón- leikum Retro Stefson. Flottustu tónlistarmenn landsins á Ljósanótt! ›› STÆRSTA FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN UM HELGINA: ÞÖKKUM FYRIR GÓÐAR MÓTTÖKUR Á OPNUN HÁRFAKTORÝ Bjóðum nýja kúnna velkomna HÁR FAKTORÝ Sími 421-3969 Vantar manneskju í fullt starf á saumastofu. Upplýsingar í verslun í Keflavík hjá Láru ATVINNA

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.