Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2012, Side 34

Víkurfréttir - 30.08.2012, Side 34
FIMMTUDAGURINN 30. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR34 VERTU MEÐ OG KOMDU Í KÖRFU Æfingar hefjast mánudaginn 3. september -ALLIR meira en rúmlega velkomnir- Skráning og allar frekari upplýsingar á; keflavik.is/karfan ATH. „live“ skráning og heitt á könnunni í íþróttahúsi Keflavíkur milli kl. 17:00og 20:00 mánudaginn 3. sept. ›› Ferðasumarið á Suðurnesjum: Óskað er eftir að ráða sérkennara til starfa í Gerðaskóla. Umsækjendur þurfa að hafa kennararéttindi í grunnskóla og æskilegt að þeir séu með reynslu af sérkennslu. Mikilvægt er að viðkomandi sé samviskusamur, stundvís og eigi auðvelt með að starfa með öðrum. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 422-7020. Umsóknir má senda í netfangið: skarphedinn@gerdaskoli.is. STAÐA SÉRKENNARA Í GERÐASKÓLA „Ég fór af stað í vor þegar ég fór að heyra það að loka ætti upplýs- ingamiðstöð ferðamanna í Kros- móa. Ég hafði því samband við Kristján Pálsson og bauð honum að koma með starfsemina hingað í húsnæðið að Hafnargötu,“ segir Laufey Kristjánsdóttir sem rekur umboðsskrifstofu fyrir Happ- drætti Háskólans, SÍBS, Heims- ferðir og Úrval Útsýn. Hún bætti nýlega við upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn að Hafnargötu 36 þar sem skrifstofa hennar er til húsa. „Kristján sá hins vegar enga ástæðu til að vera með upplýsingar fyrir ferðamenn hérna niðri í bæ. Hann sagði reksturinn vera erfiðan uppi í Flugstöð og síðan stæði til að opna slíka starfsemi í Bláa lóninu. Þannig að það virtist ekki vera áhugi fyrir því,“ segir Laufey en hún ákvað því að taka slaginn sjálf. „Ég ákvað að reyna að koma þessu á koppinn og geri það án þess að hljóta styrki.“ Laufeyju finnst á vissan hátt skorta fagmennsku í ferðamannaiðnað- inn á Suðurnesjum sem hún segir vera fremur frumstæðan. „Ég vona að ég sé ekki að móðga neinn en mér finnst eins og það vanti fag- mennskuna. Það eru allir að gera sitt en það vantar þessa samvinnu.“ Samkeppni verður að vera til staðar að hennar mati og meiri fjölbreytni í afþreyingu mætti vera í boði fyrir ferðamenn. Laufey horfir eingöngu til Reykja- ness varðandi ferðamennsku og hana langar í framtíðinni að verða miðlæg bókunarstöð þar sem hægt sé að nálgast allar upplýsingar um ferðamennsku á svæðinu. Hún segist hingað til hafa fengið afar jákvæð viðbrögð frá fólki. „Allir eru ótrúlega glaðir með þetta, sér- staklega er fólk glatt með að fá svona starfsemi á Hafnargötuna, sem hefur verið frekar sorgleg að undanförnu ef satt skal segja. Lauf- eyju finnst vanta alvöru kaffihús í bæinn þar sem ferðamenn gætu nálgast upplýsingar varðandi ferðir um svæðið. Hún segir að Reykja- nesið hafi svo margt fram að bjóða. „Þetta er frábært svæði til þess að skoða. Það er aldrei að vita hvað hægt er að gera, ef við náum bara fram jákvæðni og fáum sameigin- lega sýn á þetta þó svo að um sam- keppnisaðila sé að ræða. Þetta snýst jú um að stækka kökuna,“ segir hún að lokum. Þurfum að stækka kökuna Nú er manni f a r i ð a ð l ang a af tu r í góðar nærandi s ú p u r þ e g a r maður f innur n o r ð a n á t t i n a blása með lækk- andi hita svona þegar haustið skellur á. Matarmiklar súpur eru svo sniðug leið til að koma ýmsu góðu hráefni ofan í okkur og um að gera að nýta uppskeru sum- arsins og verða sér úti um nýtt íslenskt grænmeti, svo er bara að bæta góðu kryddi og fisk/ kjötmeti og súpan er klár. Það er einstaklega hentugt að gera meira magn af súpu í hvert sinn og frysta í passlegum pokum sem gott er að eiga til góða til að grípa í sem hádegismat. Súpur í uppáhaldi hjá mér eru t.d. kjötsúpa, nautagúllassúpa, paprikusúpa, japönsk misosúpa, grænar hráfæðissúpur, fiski- og humarsúpur, indverskar súpur, o.fl. Mexikósk kjúklingasúpa 400 gr kjúklingakjöt 1 msk ólífuolía 1 laukur 6 stk ferskir tómatar skornir í bita 100 gr blaðlaukur smátt saxaður 1 rauð paprika smátt söxuð 1 stk grænt eða rautt chili fínt saxað 2 tsk paprikuduft 3 msk tómatpúrra 1,5 L vatn 1 gerlaus kjúklingakraftur 2 dl salsasósa 100 gr hreinn rjómaostur -steikið kjúklingakjöt, olíu, lauk, blaðlauk, papriku, grænt chili og tómata saman. -bætið við paprikufdufti og tóm- atpúrru og blandið vel saman. -hellið kjúklingasoði saman við og látið sjóða í 15-20 mín við vægan hita. -bætið salsasósu í súpuna ásamt rjómaosti, látið sjóða í 3-5 mín. -gott að bera súpuna fram með sýrðum rjóma og hreinum maís tortillaflögum. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/ grasalaeknir.is www.facebook.com/grasalaeknir.is Haustsúpur sem ylja Fjölbrautaskóli Suðurnesja Árlegur kynningarfundur fyrir foreldra nemenda verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mmtudaginn 6. september og hefst hann kl. 18.00. Meðal efnis er kynning á starfsemi skólans og fræðsluerindi. Foreldrafélag FS heldur síðan aðalfund sinn í lok fundar. Foreldrar nýnema (fæddir 1996) eru sérstaklega hvattir til að mæta. Boðið verður upp á ka og meðlæti. Skólameistari Foreldrafundur í FS Virðing – samvinna - árangur Auglýsingasíminn er 421 0001 Laufey Kristjánsdóttir opnaði upplýsinga- miðstöð fyrir ferða- menn á Hafnargötu í Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.